Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 4
4 20. desember 2008 LAUGARDAGUR FULLT HÚS JÓLAGJAFA Snjóbuxur 19.990kr. EFNAHAGSMÁL „Við áætlum að eignir gamla Landsbankans séu um 1.000 milljarða króna virði, en það er alls ekki endanlegt mat,“ segir Lárus Finnbogason, formað- ur skilanefndar bankans. Þá er gert ráð fyrir að þær verði seldar eftir þrjú til fimm ár. „Ef við værum að selja þær núna þá fengjum við miklu minna fyrir þetta,“ segir Lárus. Skömmu fyrir bankahrunið, í lok september, námu eignir Landsbankans um 4.500 milljörð- um króna, samkvæmt upplýsing- um fyrri eigenda. Þær voru að næstum tveimur þriðju fólgnar í lánum til viðskiptavina, að miklu leyti með veði í eignum og fyrir- tækjum. Samkvæmt stofnefnahagsreikn- ingi NBI, Nýja Landsbankans, eru eignir hans 1.300 milljarða króna virði. Samanlagt eru eignir gamla og nýja bankans um 2.300 millj- arðar. Eignirnar frá því fyrir hrun virðast því hafa rýrnað um næst- um helming. Lárus segir rýrnun eigna ekki koma á óvart. „Þetta eru hreinar hamfarir á fjármálamörkuðunum. Fyrirtækin sem hafa fengið lánað standa líka misjafnlega.“ Skuldir NBI nema um 1.100 milljörðum. Óvíst er um heildar- skuldir fyrir hrun en um mitt árið námu þær hátt í 4.000 milljörðum. Innlán, hér og erlendis, voru stór hluti þess. Lárus segir að rætt sé við kröfu- hafa um að fá hlut í NBI og þeir taki vel í það. „Það versta sem þeir gætu hugsað sér er að eignirnar yrðu metnar núna og gert upp við þá með skuldabréfi. Þá ættu þeir enga möguleika á virðishækkun sem gæti komið til seinna, verði nýju bankarnir arðvænlegir.“ Lárus telur enn fremur að Íslendingar beri hluta Icesave- reikninganna, enda þótt eignir dugi langt. Um 1.300 milljarðar voru á þessum reikningum. Ætlað er að íslenski innstæðutryggingasjóð- urinn greiði um 650 milljarða en fái um 500 til baka af eignum bankans. Bretar og Hollendingar greiði annað eins og eignir komi á móti. 300 milljörðunum sem eftir eru verði skipt milli aðila. „Gatið sem stendur eftir, þegar búið er að láta eignirnar upp í, er því um 150 milljarðar,“ segir Lárus. Fleiri eiga kröfur á gamla bank- ann en innstæðueigendur. Ætla má að lítið eða ekkert fáist í kröf- ur upp á um 2.000 milljarða króna, eftir því sem næst verður komist. - ikh Eignir Landsbanka rýrna um helming Gamli Landsbanki átti 4.500 milljarða króna fyrir hrun. Skilanefnd metur eign- ir bankans nú á þúsund milljarða. NBI fékk 1.300 milljarða. Íslendingar greiða 150 milljarða fyrir Icesave. Aðrir kröfuhafar verða líklega af 2.000 milljörðum. YFIRMENN GAMLA LANDSBANKANS Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar, Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra. Skilanefndin telur að eignir gamla bankans nemi um 1.000 milljörðum króna og að Íslendingar greiði 150 milljarða króna fyrir Icesave. Það gerir um hálfa milljón króna á hvern Íslending. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ALÞINGI Fólk frá samtals nítján ríkjum fær íslenskan ríkisborg- ararétt að ákvörðun allsherjar- nefndar Alþingis. Fólkið kemur víða að úr heiminum; frá Króatíu, Litháen, Mexíkó, Chile, Nígeríu, Banda- ríkjunum, Búlgaríu, Íran og Rússlandi svo dæmi séu tekin. Tólf ára Taílendingur er yngstur nýju Íslendinganna og 87 ára Króati elstur. - bþs 31 fær ríkisborgararétt: Frá tólf ára til næstum níræðs FJÖLMIÐLAR Ákvörðun menntamálanefndar um að fresta gildistöku laga um RÚV veldur starfsmönn- um sjónvarpsstöðvarinnar Skjásins miklum vonbrigðum og skapar óvissu um framtíð fyrirtæk- isins. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Sigríður Margrét Oddsdóttir. Þetta gæti sett áform fyrirtækisins, um að endurráða alla starfsmenn sína, í uppnám. Þrátt fyrir að fresta takmörkununum leyfir nefndin engu síður að nefskattur verði settur á landsmenn, til að standa undir rekstri RÚV. Sigurður Kári Kristjánsson, formaður nefndarinn- ar, segir að hér sé ekki um tekjuaukningu fyrir RÚV að ræða. Skatturinn skili sömu tekjum og afnota- gjöldin áður. Spurður segist hann alltaf hafa viljað treysta markaðnum fyrir þessum rekstri „en við viljum sjá afleiðingar þess betur að takmarka fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði“. Viðamiklar umsagnir hafi borist nefndinni sem þurfi að skoða. „Ég vona auðvitað að Skjárinn nái að þreyja þorrann fram að 15. febrúar, þegar nefndin skilar niðurstöðu um frumvarpið,“ segir Sigurður Kári. - kóþ Menntamálanefnd frestar auglýsingatakmörkunum RÚV en leyfir nefskattinn: Vonbrigði og óvissa fyrir Skjáinn VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 16° 9° 4° 6° 6° 10° 9° 3° 6° 6° 20° 12° -1° 26° 2° 10° 12° 4° Á MORGUN 15-20 m/s við SA- og A- ströndina annars 5-10 MÁNUDAGUR 10-18 m/s SV-til annars hægari -4 -6 -6 -3 -8 1 -5 -3 1 -2 -9 8 2 1 1 3 3 3 6 5 7 4 1 -2 -2 34 -1 0 -1 -4-1 AÐFARARNÓTT SUNNUDAGSINS Seint í kvöld fer að hvessa með suðurströnd landsins þegar lægð mjakar sér austur á bóginn fyrir sunnan land. Má seint í nótt búast við norðaustan hvassviðri eða jafnvel stormi með suður- og suðaustur- ströndinni með kaf- aldsbyl og snjókomu. Á sunnudagsmorgun verður veðrið verst suðaustan og austan til með snjókomu og skafrenningi. Lægir smám saman. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR Það eru hreinar hamfarir á fjármálamörkuðunum. Fyrirtækin sem hafa fengið lánað standa líka misjafnlega. LÁRUS FINNBOGASON FORMAÐUR SKILANEFNDAR LANDSBANKANS MENNTAMÁL Prófessorar við ríkisháskóla eru óánægðir við áætlaðan niðurskurð á fjárfram- lögum til Háskóla Íslands, sem gert er ráð fyrir á endurskoðuðum fjárlögum. Í tilkynningu frá Félagi prófessora við ríkisháskóla segir að HÍ veiti nú þegar hagkvæmustu menntun sem völ er á við íslenska háskóla, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar. Með niðurskurðinum sé ráðist gegn mikilvægustu vaxtarbrodd- um háskólastarfsemi í landinu, framhaldsnámi og rannsóknum, og starfskjörum prófessora sem bera höfuðábyrgð á kjarnastarf- semi háskólans. - sh Niðurskurður gagnrýndur: Aðhaldið vekur reiði prófessora MENNTAMÁL Níu ára börn í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ tóku samræmdu prófin í íslensku og stærðfræði í fyrsta skipti í haust og kom skólinn best út miðað við hina barnaskólana í Garðabæ. „Við náðum mjög góðum árangri og þökkum kynjaskiptingunni þennan árangur,“ segir Þorgerður Anna Arnardóttir skólastjóri. „Allir skólarnir í Garðabæ eru mjög frambærilegir og flottir og þeir eru allir yfir landsmeðaltali,“ segir hún. „Við þökkum kynja- skiptingunni þennan árangur.“ Meðaleinkunnin var 8,4 í stærðfræði og 7,2 í íslensku en meðaleinkunnin yfir allt landið er 6,8 í stærðfræði og 6,4 í íslensku. - ghs Barnaskóli Hjallastefnunnar: Hæsta meðal- einkunnin DÓMSMÁL Fasteignasali sem ann- aðist viðskipti með íbúð í Kólgu- vaði hefur verið dæmdur til að greiða kaupendunum tvær milljón- ir króna vegna mistaka sem hann gerði. Í dómi Héraðsdóms Reykja- víkur kemur fram að fasteigna- salinn hafi tekið við 25 milljóna króna láni frá hjónum sem keyptu íbúðina. Í stað þess að létta veðláni af íbúðinni notaði fasteignasalinn peningana, fyrir mistök að eigin sögn, til að greiða skuld seljanda íbúðarinnar við annan aðila. Það fé tapaðist síðan því seljandinn varð gjaldþrota. Starfsábyrgðar- trygging fasteignasalans greiddi 23 milljónir en nú hefur hann verið dæmdur til að greiða þær tvær milljónir sem út af standa eftir uppgjör við kaupendurna. - gar Veði ekki aflétt af íbúð: Fasteignasalinn greiði bætur Sekt fyrir að auglýsa áfengi Breki Logason, fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Hér og nú, hefur verið dæmdur til að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir að hafa birt áfengis- auglýsingu í blaðinu. Breki bar að Hér og nú hafi verið fylgirit DV og ritstjóri DV því verið ábyrgðarmaður þess. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ábyrgðin sé Breka sem ritstjóra. DÓMSTÓLAR VERSLUN Ný lágvöruverðsverslun Jóns Geralds Sullenberger verður „að sjálfsögðu“ opnuð á næsta ári, segir hann. Undirbúningur gangi vel og gríðarlegur áhugi sé meðal almennings. Hátt í 200 tölvuskeyti hafi borist frá fólki sem lýst hefur yfir stuðningi sínum við hugmyndina. Jón segist hafa rætt við nokkra hugsanlega fjárfesta, en enn sé ekkert í hendi, enda fáir sem eigi fjármagn afgangs þessa dagana. „En ég get ekki betur séð en að þetta muni allt ganga vel og ég skora á þá sem eru með ódýrt og gott húsnæði á lausu að láta í sér heyra,“ segir hann. - kóþ Jón Gerald Sullenberger: Búðin opnuð á komandi ári JÓN GERALD SULLENBERGER GENGIÐ 19.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 217,6413 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,11 121,69 181,12 182 169,72 170,66 22,779 22,913 17,332 17,434 15,474 15,564 1,3619 1,3699 187,47 188,59 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.