Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 10
20. desember 2008 LAUGARDAGUR
ALÞINGI Forysta VG kynnti í gær til-
lögur flokksins um ráðstafanir í
ríkisrekstrinum. Ná þær bæði til
aukinnar tekjuöflunar og aukins
sparnaðar. Afrakstrinum á að verja
til að draga úr niðurskurði í vel-
ferðarkerfinu.
Veigamesta tekjuöflunarleið VG
felst í breytingu á tekjuskattskerf-
inu. Vill flokkurinn að tveimur
nýjum skattþrepum verði bætt við
þannig að sérstakt álag upp á þrjú
prósent leggist ofan á tekjur sem
fara yfir sex milljónir á ári og átta
prósenta álag leggist á laun umfram
8,4 milljónir á ári. Að mati flokks-
ins færir þessi ráðstöfun ríkissjóði
á þriðja milljarð króna á næsta ári.
Við efstu mörk næmi skattheimtan
tæpum 43 prósentum af tekjum.
Tillaga VG er að þessi ráðstöfun
verði í gildi út árið 2010.
VG vill líka að hlutfall fjármagns-
tekjuskatts hækki úr tíu prósentum
í fjórtán. Fjármagnstekjur að 120
þúsund krónum á ári verði undan-
þegnar skattinum. Með þessu móti
gætu tæpir þrír milljarðar inn-
heimst á næsta ári.
Þá leggur flokkurinn til að fólki,
sem lifir á fjármagnstekjum einum
saman, verði gert að telja fram
tekjur og greiða af þeim hefð-
bundna skatta. Samtals afla tillög-
urnar ríkissjóði á sjötta milljarð
króna á næsta ári.
VG leggur líka til sparnaðarað-
gerðir umfram þær sem er að finna
í fjárlagafrumvarpinu eins og það
lítur nú út. Vill flokkurinn að Varn-
armálastofnun verði lögð niður og
nauðsynleg starfsemi hennar flutt
annað. Við það gætu sparast um 800
milljónir á næsta ári. VG vill líka
hætta við stofnun Sjúkratrygginga-
stofnunar, spara í yfirstjórn ráðu-
neyta og opinberra stofnana, hætta
við þátttöku í heimssýningunni í
Kína 2010 og afleggja fastar dag-
peningagreiðslur til ráðherra, þing-
manna á ferðalögum. Flokknum
reiknast til að með þessum ráðstöf-
unum gætu sparast á annan millj-
arð króna á næsta ári.
Þeim fjármunum sem vinnast
vill flokkurinn verja til að hverfa
frá hugmyndum stjórnvalda um
skerðingu í almannatryggingakerf-
inu og niðurskurði og gjaldtöku í
heilbrigðiskerfinu. bjorn@frettabladid.is
VG vill auka
skatta á tekjur
yfir 6 milljónir
VG vill auka skattheimtu um allt að sex milljarða
með þríþrepaskiptum tekjuskatti, hærri fjármagns-
tekjuskatti og sköttum á fjármagnstekjur.
RÝNT Í GÖGN Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, og Katrín Jakobsdóttir varafor-
maður kynntu í gær tillögur flokksins um tekjur og sparnað í ríkisrekstrinum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Er síminn til þín?
Lifðu núna
Settu flottan síma í jólapakkann
Nokia 6120 – gylltur
0 kr. út
1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán.
Þú greiðir 0 kr. út og 2.000 kr. á mán. í 12 mán.
eða staðgreiðir 24.000 kr.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Nokia 1680
0 kr. út
1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán.
Þú greiðir 0 kr. út og 1.500 kr. á mán. í 12 mán.
eða staðgreiðir 12.900 kr.
LÖGREGLUMÁL Lögreglan
leitar enn að Robert Dari-
usz Sobiecki, sem dæmdur
var nýverið í Hæstarétti í
þriggja ára fangelsi fyrir
að nauðga stúlku á salerni
á Hótel Sögu.
Lögreglan lýsti eftir
manninum 12. desember
síðastliðinn. Ekkert hefur
til hans spurst, að sögn
Geirs Jóns Þórissonar yfir-
lögregluþjóns hjá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæð-
inu. Hann segir að hinn
eftirlýsti hafi ekki komist
úr landi undir réttu nafni.
Robert Dariusz Sobi-
ecki er 19 ára. Þeir sem
geta gefið upplýsingar um
ferðir hans eða dvalarstað
eru beðnir að hafa sam-
band við lögregluna í síma
444 1100. - jss
Robert Dariusz Sobiecki er eftirlýstur af lögreglu:
Nauðg ara enn leitað
ROBERT DARIUSZ
SOBIECKI
SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti
íslenskra skipa nam sjötíu millj-
örðum króna á fyrstu níu mánuð-
um ársins samanborið við 62,8
milljarða á sama tímabili í fyrra.
Aflaverðmæti hefur aukist um 7,2
milljarða eða 11,4 prósent á milli
ára.
Aflaverðmæti botnfisks í janúar
til september 2008 nam 49,3 millj-
örðum og jókst um 5,1 prósent
miðað við sama tímabil árið 2007.
Verðmæti þorskafla var 23,4 millj-
arðar og jókst um 1,2 prósent frá
fyrra ári.
Verðmæti síldaraflans í janúar
til september nam rúmum sex
milljörðum sem er 120,7 prósent
aukning frá sama tímabili árið
2007. - shá
Aukning í þorsk- og síldarverðmætum:
Aflaverðmæti jókst
um rúma sjö milljarða
VIÐ BYRGGJU Töluverð aukning er á
aflaverðmæti frá fyrra ári. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE