Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 44
44 20. desember 2008 LAUGARDAGUR H vað ætlar þú nú að verða þegar þú ert orðinn stór?“ spurði Guðlaugur Pálsson kaupmaður á Eyrar- bakka Hauk son sinn. Guðlaugur opnaði verslunina sína árið 1917, þá rétt um tvítugt, og vissulega var það ekki tekið út með sældinni að reka verslun á stríðsárunum. Honum leist því lítt á blikuna þegar Haukur svaraði því til að hann langaði að verða myndlistarmaður. „Þá verður þú fátækur maður allt þitt líf,“ sagði kaupmaðurinn. „Það var mikið listalíf á Eyrar- bakka á þessum árum,“ rifjar Haukur upp. „Guðmunda Nielsen, organistinn í kirkjunni, átti mikinn þátt í því en hún setti þarna upp Guðmundubúð, þar sem Rauða húsið er núna, og kenndi þar öllum að spila. Þar á meðal móðurbróður mínum Kristni Jónassyni.“ Krist- inn tók síðan litla frænda sinn undir sína handleiðslu og þegar kaupmannssonurinn var leiddur að orgelinu í „Húsinu“ sem svo var nefnt, þrettán ára gamall, segir hann að eins konar fíkn hafi heltek- ið sig. „Og hún hefur heljartök á mér enn þá,“ segir Haukur og hlær við. „Langlífi er nú þekkt í ættinni svo ætli ég verði ekki á valdi henn- ar nokkuð lengi í viðbót,“ segir Haukur og brosir við. Leiddi Karl Sighvatsson að orgel- inu Það má til sanns vegar færa því Guðlaugur faðir hans komst í heimsmetabók Guinness sem elsti kaupmaður í heimi og þar að auki komust allar föðursystur kaup- mannsins, þrjár talsins, á tíræðis- aldur. „Hann var að alveg þangað til hann féll frá, þá 97 ára,“ segir Haukur. „Nokkru áður hafði blaða- maður spurt hann hvort hann ætl- aði ekki að fara að hætta sem kaup- maður. Hann svaraði því til að hann væri búinn að vera svo lengi kaup- maður að hann fengi sennilega ekki vinnu við neitt annað,“ rifjar Hauk- ur upp og hlær við. Haukur fór í orgelnám til Þýska- lands og síðar til Rómar þar sem hann nam hjá Maestro Fernando Germani sem hafði verið aðalorganisti við Péturskirkjuna í Róm. Síðar fór Haukur til Akraness þar sem hann varð organisti í kirkj- unni og kenndi og stjórnaði kórum. Þá kemur til hans ungur drengur í píanónám, Karl J. Sighvatsson að nafni. Ekki verður annað séð en Haukur hafi orðið nokkur örlaga- valdur í lífi hans. „Hann var alveg í sérflokki, átti afar auðvelt með að læra,“ rifjar Haukur upp. „Ég hafði það fyrir vana að fara með þá sem ég sá að höfðu neistann í sér inn í kirkju, stillti orgelið á hæsta styrk og leyfði þeim að spila svolítið. Þeim þótti það venjulega afar til- komumikið og voru margir eftir það ofurseldir orgelinu.“ Og svo fór einnig með þennan efnilega dreng. Karl er þekktari fyrir feril sinn í rokk- og popptónlist, þar sem hann lék á Hammond-orgel en hann fór einnig í klassískt orgelnám til Austurríkis og tónsmíðanám til Bandaríkjanna. „Mér þótti þetta afar athyglisvert sem hann var að spila í þessum hljómsveitum og mátti þar oft heyra hvað hann átti auðvelt með að improvísera,“ segir Haukur. Aldrei vísa neinum úr kór Haukur segir það ekki galna sam- líkingu að kórstjórn sé eins og að leika á mennskt hljóðfæri. En kór- stjórn reynir á meira en tónlistar- hæfileikann. „Ég hef í kórstarfinu reynt að útiloka helst aldrei neinn og haft það félagslega í fyrsta sæti en tónlistarlegan metnað frekar þar á eftir.“ Haukur var söngmálastjóri frá 1974 til 2001. Söngmálastjóri hefur það verk að kenna söng- flokkum, halda námskeið með kirkjuorganistum, leiðbeina þeim um söngkennslu og söngstjórn. Hann vinnur að því með prestum og organistum að söngurinn í kirkjunum verði sem fegurstur. Haukur hefur nú samið og gefið út kennslubækur í organleik og var þriðja heftið að koma út fyrir stuttu en þau tvö fyrstu hafa verið þýdd á ensku. „Það er erfitt að fá útgefanda að slíkri bók hér á landi þar sem það eru ekki margir í námi og orgelleik. Öll fjölskyldan hefur lagst á eitt við að koma þessu í kring, kona mín Grímhild- ur Bragadóttir, sem er bókasafns- fræðingur, hefur lesið handritið yfir og Bragi Leifur sonur okkar sem er tölvunarfræðingur hefur tekið myndir og gefið góð ráð og svo hefur Guðlaugur, hinn sonur okkar, skrifað nóturnar.“ Bókin er tileinkuð minningu Karls J. Sighvatssonar. Svanhildur Ingibjörg, dóttir Hauks frá fyrra hjónabandi er, eins og Guðlaugur, ekki laus við tónlistarfíknina en hún er í kirkju- kórnum á Eyrarbakka. Þetta geta ekki verið annað en flókin fræði hugsar blaðamaður þegar Haukur gerir hlé á máli sínu og heldur áfram að leita að réttu hljómblöndunni í orgelinu í Hallgrímskirkju, umkringdur tökkum og pinnum. Hann les af minnisblaði sínu en byrjar svo að toga út pinnana og stíga fótstigin. Svo er allt til reiðu, Haukur byrj- ar að spila og hefði blaðamaður verið ungur drengur hefði hann líklega ákveðið á þessari stundu hvað hann skyldi gera þegar hann yrði stór. Leitað að rétta hljómnum Við orgelið í Hallgrímskirkju situr maður að leita að rétta hljómnum. Hann var örlagavaldur eins frægasta orgelleikara landins og faðir hans var elsti kaupmaður í heimi. Jón Sigurður Eyjólfsson tók Hauk Guðlaugsson tali. GUÐLAUGUR PÁLSSON Faðir Hauks komst í Heimsmetabók Guinness sem elsti kaup- maður í heimi. Hér er hann í verslun sinni á Eyrarbakka. KARL J. SIGHVATSSON Haukur leiddi Karl heitinn að orgelinu í kirkjunni á Akranesi. Eftir það varð ekki aftur snúið. HAUKUR VIÐ ORGELIÐ Það tekur langan tíma að finna réttu hljómblönduna í takka- og pinnasúpunni á orgelinu. En þegar hún er fundin og tónlistin ómar þá geta sálir manna orðið ofurseldar þessu hljóðfæri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ➜ NÁMS- OG STARFSFERILL HAUKS Haukur Guðlaugsson er fæddur á Eyrarbakka 1931. Hann hóf píanó- nám 13 ára og lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1951. Hann stundaði orgelnám við Staatliche Hochschule für Musik í Hamborg 1955-1960 og framhaldsnám í orgelleik við Accademia di Santa Cecilia í Róm hjá Maestro Fernando Germani 1966, 1968 og 1972. Hann var tónlistarkennari og kórstjóri Vísis á Siglufirði 1951-1955 og skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi 1960-1974 og organisti og kórstjóri Akraneskirkju 1960-1982 og kórstjóri Karlakórsins Svana. Hann var söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar 1974-2001. Hann starfar nú á eigin vegum við orgelleik og ritstörf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.