Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 20. desember 2008 3
„Til allrar hamingju eiga margir
lausa stund á aðventunni til að
heimsækja okkur í Húsdýragarð-
inn og njóta þeirrar friðsælu og
fallegu jólastemningar sem þar er
að finna,“ segir Unnur Sigurþórs-
dóttir, deildarstjóri fræðsludeild-
ar Fjölskyldu- og húsdýragarðsins
í Laugardal. Garðurinn er börnum
og fjölskyldufólki sem kærkomin
vin í jólays höfuðborgarinnar.
„Veðrið í jólamánuðinum hefur
komið meira að segja trjánum í
hátíðaskap, enda afar rómantísk
umgjörðin í garðinum. Við höfum
verið með þétta dagskrá fyrir börn
á hverjum degi, jafnt heimatilbúin
atriði sem aðkeypt, en mesta púðr-
ið hefur farið í Dýrmund og Rottó
fyrir þessi jól,“ segir Unnur og
vísar til Jóladagatals Dýrmundar
sem æska landsins fylgist með
spennt í Sjónvarpinu.
„Dýrmundur verður með leið-
sögn klukkan 13 í dag og skemmtir
gestum með sínum rómaða fróð-
leik og kjánaskap. Á hverjum degi
klukkan 13.30 kíkir svo jólasveinn
dagsins í garðinn, en hingað kemur
sveinki til að hvíla sig eftir að hafa
gefið í skóinn. Að svo búnu fer
hann út að spjalla við krakkana, en
það verður að segjast eins og er að
jólasveinarnir eru ekki alltaf í
fínu fötunum, enda nývaknaðir og
oftast í götóttum buxum og lopa-
peysu,“ segir Unnur og bætir við
að jólasveinarnir séu númer eitt
hjá litla fólkinu í desember.
„Þá verður hægt að skella sér í
ferð í 150 ára gömlum, fallegum
og jólalegum hestvagni frá klukk-
an 14 til 15 í dag, en það er ákaf-
lega rómantísk upplifun,“ segir
Unnur um hestvagninn sem
skreyttur er hátt og lágt, og dreg-
inn af einni af hryssum húsdýra-
garðsins.
Og það er nóg um að vera þessa
síðustu aðventuhelgi í garðinum.
„Skoppa og Skrítla gleðja gesti
garðsins í veitingatjaldinu klukk-
an 15 í dag, en þær njóta mikilla
vinsælda hjá yngsta fólkinu,“
segir Unnur og bætir við að njóta
megi ljúfmetis í mat og drykk í
veitingatjaldinu á meðan opið er.
„Húsdýrin eru inni yfir vetrartím-
ann, en hreindýr, refir og minkar
ganga úti allt árið. Einn af heima-
tilbúnum viðburðum okkar er
geitaklapp að lokinni selagjöf á
morgnana, en þá leyfum við gest-
um að klappa dúnmjúkum geitum
sem er skemmtilegt því þær eru
vanalega mest í sínum stíum en
afar gæfar og kelnar í samskipt-
um sínum við mannfólkið.“
thordis@frettabladid.is
Geitaklapp og hestaferð
Þegar taktur jólaundirbúningsins stigmagnast er friðsæl skemmtun að fara með börn í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinn. Þar verður mikið um dýrðir og jólasveinar og freistandi uppákomur um helgina.
Landfræðingurinn Unnur Sigurþórsdóttir klappar hér klárum Húsdýragarðsins í hestagerðinu. Meðal þess sem boðið er upp á í
dag í Laugardalnum er rómantísk jólaferð í 150 ára jólaskreyttum hestvagni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Peysuúrval
Síðar Jakkapeysur
Merinó/kasmír ullarpeysur
Viscose og bómullarpeysur
Silkipeysur - Blússuúrval
Munið gjafakortin
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki