Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 20. desember 2008 3 „Til allrar hamingju eiga margir lausa stund á aðventunni til að heimsækja okkur í Húsdýragarð- inn og njóta þeirrar friðsælu og fallegu jólastemningar sem þar er að finna,“ segir Unnur Sigurþórs- dóttir, deildarstjóri fræðsludeild- ar Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal. Garðurinn er börnum og fjölskyldufólki sem kærkomin vin í jólays höfuðborgarinnar. „Veðrið í jólamánuðinum hefur komið meira að segja trjánum í hátíðaskap, enda afar rómantísk umgjörðin í garðinum. Við höfum verið með þétta dagskrá fyrir börn á hverjum degi, jafnt heimatilbúin atriði sem aðkeypt, en mesta púðr- ið hefur farið í Dýrmund og Rottó fyrir þessi jól,“ segir Unnur og vísar til Jóladagatals Dýrmundar sem æska landsins fylgist með spennt í Sjónvarpinu. „Dýrmundur verður með leið- sögn klukkan 13 í dag og skemmtir gestum með sínum rómaða fróð- leik og kjánaskap. Á hverjum degi klukkan 13.30 kíkir svo jólasveinn dagsins í garðinn, en hingað kemur sveinki til að hvíla sig eftir að hafa gefið í skóinn. Að svo búnu fer hann út að spjalla við krakkana, en það verður að segjast eins og er að jólasveinarnir eru ekki alltaf í fínu fötunum, enda nývaknaðir og oftast í götóttum buxum og lopa- peysu,“ segir Unnur og bætir við að jólasveinarnir séu númer eitt hjá litla fólkinu í desember. „Þá verður hægt að skella sér í ferð í 150 ára gömlum, fallegum og jólalegum hestvagni frá klukk- an 14 til 15 í dag, en það er ákaf- lega rómantísk upplifun,“ segir Unnur um hestvagninn sem skreyttur er hátt og lágt, og dreg- inn af einni af hryssum húsdýra- garðsins. Og það er nóg um að vera þessa síðustu aðventuhelgi í garðinum. „Skoppa og Skrítla gleðja gesti garðsins í veitingatjaldinu klukk- an 15 í dag, en þær njóta mikilla vinsælda hjá yngsta fólkinu,“ segir Unnur og bætir við að njóta megi ljúfmetis í mat og drykk í veitingatjaldinu á meðan opið er. „Húsdýrin eru inni yfir vetrartím- ann, en hreindýr, refir og minkar ganga úti allt árið. Einn af heima- tilbúnum viðburðum okkar er geitaklapp að lokinni selagjöf á morgnana, en þá leyfum við gest- um að klappa dúnmjúkum geitum sem er skemmtilegt því þær eru vanalega mest í sínum stíum en afar gæfar og kelnar í samskipt- um sínum við mannfólkið.“ thordis@frettabladid.is Geitaklapp og hestaferð Þegar taktur jólaundirbúningsins stigmagnast er friðsæl skemmtun að fara með börn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þar verður mikið um dýrðir og jólasveinar og freistandi uppákomur um helgina. Landfræðingurinn Unnur Sigurþórsdóttir klappar hér klárum Húsdýragarðsins í hestagerðinu. Meðal þess sem boðið er upp á í dag í Laugardalnum er rómantísk jólaferð í 150 ára jólaskreyttum hestvagni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Laugavegi 63 • S: 551 4422 Peysuúrval Síðar Jakkapeysur Merinó/kasmír ullarpeysur Viscose og bómullarpeysur Silkipeysur - Blússuúrval Munið gjafakortin Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.