Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 75
LAUGARDAGUR 20. desember 2008 47 þannig að ég er beðinn um að koma ekki aftur. Þannig að ég er að verða uppiskroppa með apótek til að hamstra úðann minn í. Ég þræddi apótekin og prúttaði sem óður væri um daginn og er því með fullan skáp af þessu uppi. Siggi Stormur: Ég hef nú ekki hamstrað svona en ég hamstraði evrur. Ég er með hús á Spáni og ég hef farið þrisvar sinnum til útlanda til að koma peningum úr landi. Það er svolítið einkennilegt að eiga peninga inni á gjaldeyrisreikningi og mega ekki taka þá út eða senda þá úr landi. Þetta er eins og að sitja fastur inni í bíl og það er eitthvað að læsingunni. Jóhann Páll: En ef ég ætti að hamstra eitthvað í viðbót þá væri það kaffi og smoothie. Siggi Stormur: Hvað myndi ég hamstra. Nú er ég í vandræðum … jú, hundamat. Jóhann Páll: Heyrðu kattamat! Guð fyrirgefi mér að gleyma því. Hann er að sjálfsögðu í fyrsta sæti. Ég er með tvo ketti, stjórnarformann fyrirtækisins sem heitir Randver og svo er það endurskoðandi fyrir- tækisins: Breki. Þetta er algjört grundvallaratriði. Siggi Stormur: Já, dýrin hafa ekk- ert gert af sér. Við verðum að fóðra þau. Og þegar ég væri búinn að hamstra hundamatinn myndi ég sennilega hamstra blóðþrýstings- lyfin mín, svo ég hangi lifandi eitt- hvað lengur, og jafnvel ýsu fyrir fjölskylduna. Jóhann Páll: Ætli ég bæti þá ekki líka sefandi geðlyfjum á listann svo ég geti tekist á við taugaveikl- un rithöfunda í jólavertíðinni. Og svo gæti ég gefið höfundunum með mér. Dapurleg ör Óvissa ríkir um tónlistar- og ráð- stefnuhúsið við hafnarbakkann. Ef svo fer að ekkert verður af gler- hjúpi Ólafs Elíassonar – hafið þið þá tillögu um hvað gera megi við rústirnar? Eða aðrar hálfkláraðar byggingar á höfuðborgarsvæðinu. Jóhann Páll: Þetta er auðvitað óendanlega erfið spurning og sorg- leg. Það er ómögulegt að sjá nokkra lausn á þessu því það eru sár út um allan bæ og reyndar út um allt land og maður sér ekki glóruna í því að reisa öll þessi hús því það verður enginn til að búa þar. Og ekki verða fyrirtæki til að vera í atvinnuhús- næðinu því líkast til munu þau fara á hausinn á næsta ári eins og spila- borg. Við eigum samt varla engan kost annan en að klára tónlistar- húsið því þetta svæði er nú svo hrikalegt ör á miðborginni. Ég fór í sumar í skoðunarmið- stöð þessa svæðis og hitti þar fyrir mjög fróða konu sem var gestum til leiðbeiningar um þessar bygg- ingar. Ég spurði hana hvað myndi gerast ef ekki fyndist peningur til að klára húsin og hún benti mér á að þeir peningar yrðu hreinlega að finnast. Búið væri að grafa og klára allar undirbúningsvinnu þarna og það væri engin leið til baka. Það yrði einfaldlega að reisa tón- listarhúsið og hið íslenska World trade center. Ég er ansi hræddur um að það sé mikið til í þessu. Ég sé ekki hvernig er annars hægt að græða þessi sár. Siggi Stormur: Ef tónlistarhúsið mun rísa þarna, verður alltaf ákveðin depurð yfir því. Ég sé fyrir mér svipað ástand og þegar Loðvík XIV. í Frakklandi réð ríkjum og frúin hans horfði á alþýðuna berj- andi hliðin og biðja um brauð og hún lagði til að fólkið borðaði kökur. Það er alveg úr takti að búa til minnisvarða núna þegar fólk er að missa vinnu sína, framfærslu- getu og eigur. Ég held það væri ódýrast meðan á þessu ástandi stendur að það mætti með einhverjum hætti varð- veita þessar menjar með því að grafa þær og búa til grænt svæði þar til betur árar. Það yrði bara mokað þarna sandi ofan í og tyrft yfir. Fólk gæti verið þarna og fylgst með hafnarlífinu. Það væri sárt að sjá glæsibyggingu rísa á þessum tíma, þetta er svo nálægt okkur. Ég á fimm systkini, þar af eru þrjú búin að fá uppsagnar- bréf. Jóhann Páll: Ég er hjartanlega sammála því. Ég held að það sé alveg óhjákvæmilegt að það hrísl- ist um mann sársauki þegar maður sér þetta, hvort sem það er tjaldað yfir eða ekki. Öll gleði yfir þessu er farin út í veður og vind. Siggi Stormur: Það væri flott að láta einhvern listamann fá það hlutverk að loka þessu og búa til grænt svæði. Svo er bara að taka upp skófluna þegar betur árar. Jóhann Páll: Það er kannski líka spurning – þar sem það er nú verið að skera niður í fangelsunum – ætti kannski bara að loka þá þarna inni sem bera ábyrgð á því hvernig komið er fyrir þjóðinni? Gera þetta að fangelsi fyrir þá? Hverju munar þá hvort þetta er hálfklárað. Siggi Stormur: Já, ég er með ákveðna fangelsismálastefnu þar. Við göngum í Evrópusambandið, leggjum niður Seðlabankann og þar er þá framtíðarfangelsið. Þetta er vandað hús, vel byggt og erfitt að komast út úr því. Þetta hlýtur að vera draumur í dós fyrir fangana – frábært útsýni. Það væri búið að leysa fangelsismálin fyrir lifandis löngu ef menn hefðu hugsað eitt- hvað. Svolítið í molunum Að lokum. Hvernig mynduð þið skreyta jólatré hvor annars? Siggi Stormur: Jólatréð hans Jóhanns yrði bara með stórum, rauðum kúlum og engu öðru. Stíl- hreint og ég held ekki mikið gling- ur. Svo myndi ég koma hjartalaga pokum fyrir með sælgæti á nokkr- um stöðum. Hvað heitir súkkulaðið aftur þarna … Jóhann Páll: …Lindt og Anton Berg. Siggi Stormur: Já, einmitt. Hann er svolítið í molunum held ég. Jóhann Páll: Ég á reyndar svolítið erfiðar minningar þegar kemur að jólatrjám því ég er alltaf orðinn svo úttaugaður þegar kemur að því að setja upp jólatréð. Ég hef orðið að ákaflega litlu liði við það en hef þó oft neyðst til að reyna að koma trénu í fótinn. Ég verð því að finna einhverja létta lausn með jólatréð hans Sigga og ég ætla því hrein- lega bara að kaupa mér glimmer- brúsa og spreyja yfir það hvítum snjó. SEÐLABANKINN FANGELSI Siggi stormur leggur til að Seðlabankinn verði fangelsi en Jóhann Páll er þeirrar skoðunar að hálfkláraðar bygginga væru fínar til þess brúks. 14:00 Kór Öldutúnsskóla syngur fyrir gesti. Börn úr Skólahljómsveit Víðistaðaskóla. Jenný, Stella og Sunneva syngja jólalög. Hljómsveitin Nafnabreytingar stígur á stokk. 15:00 Hljómsveitin Buff spilar lög af nýútkomnum geisladiski sínum og áritar. Jólasveinninn sem týndi fötunum sínum – Seinheppinn jólasveinn týnir fötunum sínum og þarf hjálp við að finna þau aftur. Lalli töframaður sýnir galdra og sjónhverfingar. 16:00 Gunni og Felix koma í heimsókn, taka nokkur vel valin jólalög og skemmta börnunum. Gömul gildi gleymast ei –Tveir gamlir jólasveinar koma til byggða, heilsa upp krakkana í Jólaþorpinu og fræðast um nútímann. 20.12. – 23.12. 2008 14:00 Raggi Bjarna syngur fyrir gesti Jólaþorpsins lög af nýjum diski sínum Lögin sem mega ekki gleymast Kór Flensborgarskóla syngur nokkur lög. Jaðarleikhúsið skemmtir gestum á frumlegan hátt. 15:00 ÚTI-JÓLABALL – Söngvaborg slær upp jólaballi. 18-22 TÓNLEIKAR í samvinnu við ABC-barnahjálp. Sjá nánari dagskrá hér til hliðar. 19:30 Jólaganga Hafnarfjarðar leggur af stað frá Fríkirkjunni og endar í Jólaþorpinu rétt fyrir kl. 20. Kammerkór Hafnarfjarðar leiðir sönginn. F A B R I K A N Nánari upplýsingar, myndir o. fl. á www.hafnarfjordur.is Jólamarkaður og fjölbreytt skemmtidagskrá í miðbæ Hafnarfjarðar Laugardagurinn 20. desember20.12. Sunnudagurinn 21. desember21.12. ÞORLÁKSMESSA, 23. desember23.12. SÍÐASTA JÓLAÞORPSHELGIN! OPIÐ FRÁ KL. 13–18 OPIÐ FRÁ KL. 13–18 OPIÐ FRÁ KL. 16–22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.