Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 38
38 20. desember 2008 LAUGARDAGUR H ann var andlit trausts, réttvísi og staðfestu Vestur- Þýskalands í rúm- lega hundrað lönd- um í nærri aldarfjórðung. Þættirnir um Derr- ick sannfærðu margan manninn um að Þjóðverjar væru þrátt fyrir allt mannlegir. Breyskir, vissulega, en yfirleitt vel meinandi. Þeir iðr- ast sinna misgjörða í lok þáttar og yfirvaldinu finnst hryggilegt að þurfa að festa í járn enn einn villu- ráfandi sauðinn. Rannsóknarlögreglumaðurinn Stephan Derrick var á að líta yfir- vegaður og rólegur í tíðinni, jafn- vel dauflegur. En undir niðri sauð í djúpstæðri réttlætiskennd, sem fékk útrás vikulega, allt samkvæmt réttum reglum og án mikillar geðs- hræringar. Derrick birtist fyrst árið 1974 og kom í kringum þrjú hundruð manns bak við lás og slá áður en yfir lauk, árið 1998. Þá neitaði leikarinn að halda þessu áfram, enda orðinn 75 ára gamall. Hann sagðist ekki nenna lengur að setja upp hárkollu á morgnana. Samræðulöggæsla Það var margt sérstakt við þessa suður-þýsku löggu. Víst var Derr- ick vopnaður Walther-byssu en til hennar var einungis gripið í ýtr- ustu neyð; hann gómaði ekki hina hrösunargjörnu með klækjum eða offorsi. Raunverulegt vopnabúr Derr- icks var réttlætiskenndin og sam- viskubitið sem hann ól í brjósti hins seka. Hann tók morðingjann gjarnan á eintal og höfðaði til göf- ugri hvata hans, þar til sá seki féll saman og játaði. Glæpamaðurinn varð lögreglumanninum í raun þakklátur fyrir að fá að gangast við sekt sinni; að varpa af sér byrð- um fortíðar. Tvisvar var Oberinspektorinn kenndur við konu, en tók í bæði skiptin skyldustarfið fram yfir fjöl- skyldulíf. Hann bjó einn alla tíð, í lítilli íbúð í München. Allt þar til í síðasta þættinum að Europol bauð honum vinnu í Hollandi. Derrick gerði engan mun á ríkum og fátækum, en kenna mátti á svip- brigðunum ef honum misbauð hvernig fólk hagaði lífi sínu. Ítalski rithöfundurinn Umberto Eco hefur bent á að Derrick var að því leytinu ólíkur bandarískum kollega sínum Columbo, að sá síðarnefndi bugtaði fyrir, þjónaði og viðhélt samfélagi voldugra. En Derrick mætti hnar- reistur og hvessti augun á auð- menn, engu síður en fátæka. Allir með óhreina samvisku, háir sem lágir, óttuðust þennan virðulega holdgerving réttvísinnar, um leið og hann steig út úr BMW-bílnum sínum og bauð gutentag. Sigur meðalmennskunnar Gífurlegar vinsældir þáttanna komu framleiðendum og öllum öðrum á óvart. Og ekki bara innan- lands. Mörg hundruð milljónir Kín- verja munu til dæmis hafa horft á Derrick og Harry leysa málið í hverri viku. Margir hafa reynt að útskýra þessar miklu vinsældir. Hafa sumir bent á að þeir hafi í raun verið keimlíkir og röktu vin- sældir þeirra til hversu auðmeltir þeir væru og tilþrifalitlir. Áhorfendur fengu sinn vikulega skammt og hvorki of né van. Í hverjum þætti var endurtekið efni. Aðferðafræði Derricks hefur verið lýst en einnig má benda á að oftast sótti Harry bílinn (sjá neðar) og aðstoðarmaðurinn Willy Berger rétti einhverjum símann á skrif- stofu sem var eins útlítandi í ára- tugi, máluð í daufgrænu formalíni. Umberto Eco kallaði þetta „raf- magnaða meðalmennsku“. Karakt- erarnir væru meira miðlungsfólk en venjulegt miðlungsfólk. Það sæti því stjarft við heima í stofu. Vinsældir Derricks væru til marks um sigur meðalmennskunnar. Leikari fyrir rælni Horst Tappert var eini þýski leikar- inn sem átti og á enn aðdáenda- klúbba um heim allan. Sjálfur stað- gengill Drottins á jörðu, Jóhannes Páll páfi, var yfirlýstur aðdáandi og bauð aðalleikaranum í Vatíkanið árið 1999. Tappert var sonur embættis- manns og fæddist árið 1923. Hann var sendur í herinn í heimsstyrj- öldinni síðari og var tekinn höndum af óvinahernum. Í skemmtilegri útgáfu ævisögu hans segir að þegar stríðinu lauk hafi hann sótt um vinnu sem bók- haldari við leikhús í Saxlandi. Deildarstjórinn var ekki við þann daginn en í staðinn ræddi Tappert við listrænan stjórnanda. Hann var ráðinn sem aukaleikari og starfaði við leiklistina allar götur frá 1945. Í frítímanum naut hann þess að fiska og veiða og var lítið fyrir skemmtanahald og þotulíf. Ekki segir mikið af fyrri ástum hans, en árið 1957 kvæntist hann hinni norsku Ursulu Pistor, og varð það hans þriðja hjónaband. Ursula var enn við hlið Tapperts á laugardag- inn fyrir viku þegar hann féll frá. Mein name ist Derrick! Ástsælasti leikari Þjóðverja og Íslandsvinurinn Horst Tappert lést fyrir viku, 85 ára að aldri. Hann lék Oberinspektor Stephan Derrick, lögreglumanninn réttvísa sem tryggði glæpamönnum í München makleg málagjöld, í nærri aldarfjórðung. Klemens Ólafur Þrastarson og Kjartan Guðmundsson litu yfir sögu Derricks, og áhuga landsmanna á honum í gegnum tíðina. ÍSLENSK Í SAFNIÐ Fréttaritari DV í München færði Horst Tappert íslenska lögregluhúfu að gjöf árið 1988. Horst var að sögn himin- lifandi, enda kom upp úr dúrnum að hann safnaði lögregluhúfum hvaðanæva að úr heiminum. Það vakti skiljanlega mikla athygli þegar Horst Tappert sótti Ísland heim í lok maí árið 1987, enda þættirnir um lögregluforingjann Derrick þá löngu búnir að festa sig í sessi sem eitt allra vinsælasta sjónvarpsefni landsins. Auk þess var Ísland ekki enn orðið hipp og kúl í augum útlendinga á þessum tíma og þótti því tíðindum sæta að jafn merkilegir pappírar og herr Tappert létu svo lítið að heiðra Frónbúa með mikilfenglegri nærveru sinni. Horst og frú voru meðal farþega í fyrsta áætlunarflugi þýska flugfé- lagsins Lufthansa hingað til lands. Megintilgangur heimsóknarinnar var þó ekki að „góma illvirkja“ eins blaðamaður DV benti réttilega á í einni af mörgum og ítarlegum fjölmiðlaumfjöllunum um komu Tapperts á sínum tíma, heldur var Horst heiðursgestur á sumarhátíð Germaníu, vináttufélags Íslands og Vestur-Þýskalands, á Hótel Loftleið- um. Á þessum árum tíðkaðist það mjög hjá íslenskum fjölmiðlum að taka á móti öllum frægum útlend- ingum með áleitnum spurningum á borð við „How do you like Iceland?“ um leið og viðkomandi steig út úr tollinum í flugstöðinni. Mörgu fyrirmenninu vafðist tunga um tönn við þessar aðstæður, enda oft þreytt og ringlað eftir langt flug. Gætti þá gjarnan pirrings hjá blaðamönnum, sem þótti það heldur mikil vanvirð- ing hjá gestunum góðu að geta ekki myndað sér fastmótaðar skoðanir á landi og þjóð eftir allt að klukku- stundarlanga dvöl í Leifsstöð. Þýski leikarinn hafði ráð undir rifi hverju þegar kom að því að svara spurning- um fjölmiðla, eins og sést á samtali hans við blaðamann Morgunblaðs- ins við komuna til landsins: Tappert sagði í stuttu ávarpi við komuna til landsins að hann hefði heyrt mikið um fegurð Íslands en fyrstu áhrifin af landinu við að sjá flugstöðvarbygginguna væru yfir- þyrmandi. „Ég er ákaflega undrandi; ég þekki nú tvær gullfallegar flug- hafnir í Evrópu. Önnur er í Keflavík en hin er í Nizza. Og þetta er mikið hrós,“ sagði Tappert. Tappert sagðist vera mjög ánægður með að vera kominn hingað til lands þar sem atvinna hans væri metin að verðleikum. Hann sagðist vonast til að svo mætti verða lengi enn og að hann myndi eyða skemmtilegum stundum á Íslandi. (Morgunblaðið, 2. júní 1987) Á sumarhátíð Germaníu flutti Horst erindi um starf sitt sem kvik- myndaleikara við góðar undirtektir. Einnig söng Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir óperusöngkona einsöng og Róbert Arnfinnsson leikari las á þýsku upp úr Kristnihaldi undir jökli. ➜ „DERRICK“ SÆKIR ÍSLAND HEIM RITHANDARSÝNISHORN „Sá vinsæli Derrick gat ekki kvartað yfir viðtökunum hjá hinu meinta veika kyni … og flykktust að honum blómarósir á öllum aldri“, segir í umfjöllun DV um sumarhátíð Germaníu 1987. Á myndinni, sem tekin er við það tilefni, er þó erfitt að greina hið breiða aldurssvið sem blaðamaður vísar til. Harry Klein birtist fyrst á skjánum í svart/hvítu lögguþáttunum Der Kommissar, sem hófu göngu sína í þýsku sjónvarpi árið 1969. Þessar löggur störfuðu á morðdeildinni í München, líkt og Derrick síðar. Fritz Wepper lék Harry í Kommissar-þáttunum og hélt því auðvitað áfram þegar þessi aðstoðarmaður Kommissars- ins var færður með húð og hári yfir í nýja þætti um Derrick árið 1974. Þar var hann hækkaður í tign og gerður að inspektor. Í Derrick-þáttunum var Harry ómissandi hjálparhella. Hann var ungur, töff og svolítið vitlaus, og sá oftar en ekki um skítverkin, svo sem að setja fólk í handjárn, eða að sækja bílinn. Á meðan leysti Derrick gjarnan málið með rökleiðslu og samræðu. Harry litli kom alltaf jafn steinhissa til baka. Eftir að Derrick var tekinn af dagskrá 1998 fékk leikarinn Fritz Wepper nóg að gera, sérstaklega í sjónvarpi, en hann slapp aldrei alveg úr þekktasta hlutverki sínu og hefur gjarnan leikið lögreglumenn síðan. Í einni gamanmyndinni tók hann að sér hlutverk Harry Groß. Af einkalífi Fritz Wepper er það að segja að hann hefur orð á sér fyrir að hafa tekið stjörnuhlutverk sitt og -líferni full alvarlega. Hann hefur sjálfur þurft að spjalla við laganna verði sökum óreglu. Litli bróðir hans, Elmar Wepper, hefur vakið athygli og hlotið verðlaun fyrir leik, en hann þykir vandfýsnari leikari. Þess má geta að árið 1974 fékk Elmar vinnu við Kommissar-þættina, og lék þá Erwin Klein, litla bróður Harrys! ➜ EN HVAÐ MEÐ HARRY KLEIN? Karl-Ulrich Müller, sendi- herra Þýskalands á Íslandi, segir að Derrick hafi verið ein vinsælasta og þekkt- asta sjónvarpsþáttaröð Þýskalands. „Setningin „Harry, náðu snöggvast í bílinn“ varð á allra vörum. Vonbrigði jafnt þýskra sem erlendra sjón- varpsáhorfenda urðu mikil þegar Horst Tappert dró sig í hlé árið 1997,“ segir Müller, og bætir við að Horsts Tappert sé minnst þessa dagana í helstu dagblöðum og tímaritum í Þýskalandi. „Árangur hans í hlutverki Derricks nær langt út fyrir landamæri Þýskalands. Útsending þáttanna í meira en hundrað löndum hefur átt sinn þátt í að gefa fólki nýja mynd af Þýskalandi, og hugsanlega vakið varanlegan áhuga á Þýskalandi og Þjóð- verjum. Við Þjóðverjar getum stundum enn í dag notið góðs af því,“ segir Karl-Ulrich Müller. „Harry, náðu snöggvast í bílinn“ KARL-ULRICH MÜLLER SKYLDAN KALLAR Síðasta verkefni Tapperts sem leikari var að ljá teiknimynd um þá félaga Derrick og Klein rödd sína árið 2004.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.