Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 24
 20. desember 2008 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Helgi Áss Grétarsson skrifar um kvótakerfið Í grein sem birtist 18. desember sl. í Fréttablaðinu og bar yfir- skriftina „Kvótinn varðaði veg- inn“ sagði m.a.: „Að svo miklu leyti sem útvegsfyrirtækin rísa ekki undir skuldum, eru veðin – það er að segja kvótinn, þjóðar- eignin – komin aftur í hendur rík- isins, sem á nú nýju bankana.“ Þessi ummæli er vert að íhuga af tveim ástæðum, annars vegar hvað varðar eignarhaldið á kvót- anum og hins vegar hvað varðar eignarhaldið á nýju bönkunum. Um fyrrnefnda atriðið hefur sú trúarsetning verið síendurtekin um langt árabil að fiskveiðirétt- indi útgerða fiskiskipa, smárra og stórra, séu þjóðareign í krafti þeirrar yfirlýsingar í lögum að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Við nánari skoðun kemur hins vegar í ljós að óveiddur fiskur í sjó telst ekki eignarhæft verðmæti og þjóðin, án nánari aðgreiningar, getur ekki verið aðili að eignar- rétti. Þegar af þessum ástæðum á þjóðin engan kvóta né nokkurn annan fiskveiðirétt. Síðarnefnda atriðið er ferskara umfjöllunarefni og verður nú vikið að því. Staða hinna gömlu og nýju banka Fyrir setningu neyðarlaganna í byrjun október sl. voru á Íslandi starfandi þrír viðskiptabankar sem voru einkafyrirtæki og í eigu hluthafa þeirra. Ef bankarnir hefðu verið teknir til gjaldþrota- skipta með hefð- bundnum hætti hefði það orðið hlutverk skiptastjóra að koma eignum þeirra í verð fyrir lánardrottna og aðra kröfuhafa. Gömlu bankarnir eru nú í lög- bundnu ferli sem er ígildi gjaldþrota- skiptameðferðar. Lán- ardrottnar og aðrir kröfuhafar „eiga“ í reynd „þrotabúin“ þó að meðferð á eignum bankanna lúti stjórn aðila á vegum hins opinbera, þ.e. svokallaðra skilanefnda og aðstoðarmanna í greiðslustöðvun. Með ýmsum ákvæðum neyðar- laganna var gengið á réttindi þeirra sem höfðu lánað viðskipta- bönkunum fé, m.a. var rétthæð krafna breytt. Vafi leikur á að slíkt standist ákvæði um vernd eignar- réttinda í stjórnarskrá og í Mann- réttindasáttmála Evrópu. Einnig voru margar eignir teknar út úr bönkunum og færðar í hendur nýrra banka sem sagðir eru í eigu íslenska ríkisins. Réttir eigendur þessara verðmæta hafa hins vegar ekki enn fengið kaupverðið greitt og vaknar þá sú spurning hvort það séu ekki „eigendur“ þrotabúa gömlu bankanna sem í reynd eiga þá nýju. Varnaðarorð bandarísks lögmanns Hinn 16. desember sl. hélt virtur bandarískur lögmaður, Lee C. Bucheit, erindi við lagadeild Háskóla Íslands um skuldsetningu ríkja í fjármálakreppum. Með hliðsjón af því sem þar kom fram er líklegt að erlendir kröfuhafar gömlu bankanna eigi í handraðanum öflug lagarök sem geta knúið íslenska ríkið í enn meiri skuldasúpu. Það stafar aðallega af þeim aðgerðum sem gripið var til í krafti neyðarlaganna og nefndar voru hér að framan. Að mati und- irritaðs væri það sennilega vel sloppið ef ríkið gæti leyst þennan hnút með því að eftirláta lánardrottnunum allar eignir og skuldir hinna nýju banka. Eignarréttur og réttarríkið Vernd eignarréttar er án efa mik- ilvæg brjóstvörn borgaranna gegn of sterku ríkisvaldi. Reynsla und- anfarinna missera bendir til að jafnframt sé hætta á ferðum ef eignarréttindi of fárra og of öfl- ugra aðila beri ægishjálm yfir rík- isvaldið. Ákveðið jafnvægi er sennilega nauðsynlegt til að tryggja að helstu viðmið réttarrík- isins séu virt og að lagafram- kvæmd endurspegli hinn vandrat- aða meðalveg á milli almannahagsmuna og hagsmuna einkaðila. Á þeim umbrotatímum sem nú eru eykst eftirspurn eftir mál- flutningi þeirra sem boða einfald- ar söguskýringar og fagrar töfra- lausnir. Ástæða er til að varast slíkan málflutning. Grunnreglur réttarríkisins hafa staðist tímans tönn og ólíklegt er að gildi þeirra sé minna nú. Höfundur er lögfræðingur. UMRÆÐAN Íris Böðvarsdóttir skrifar um hamfarir og sálgæslu Síðastliðið ár hefur verið mörg-um Sunnlendingum erfitt. Suð- urlandsskjálfti reið yfir hinn 29. maí og olli miklu tjóni og erfið- leikum hjá mörgum einstakling- um. Eftir á að hyggja má segja að fyrir marga hafi hann ekki valdið miklu efnislegu tjóni heldur sál- rænni vanlíðan sem fólk á erfitt með að vinna bug á sjálft. Á þeim mánuðum sem eru liðnir frá Suð- urlandsskjálfta hefur fjöldi ein- staklinga fengið stuðning og aðstoð á Heilbrigðisstofnun Suð- urlands. Flestir ná fyrri líðan og láta ekki hugsanir um jarðskjálft- ann trufla sig frekar. Þó er það svo að enn í dag líðum mörgum illa vegna Suðurlands- skjálftans og eru það helst börn og aldraðir. Það sem viðheldur hræðslu flestra er ótti við annan stóran jarðskjálfta. Börn eiga oft erfitt með að sofna sjálf á kvöldin og leita í rúm foreldra á nóttunni. Þeim líður illa með að vera ein heima stutta stund og mega ekki sjá af foreldrum sínum. Sálfræð- ingar á Heilbrigðisstofnun Suður- lands hafa nú sinnt tæplega 100 einstaklingum á öllum aldri með viðtölum og meðferð. Mörgum er sinnt í samvinnu við heimilis- lækna viðkomandi til að reyna að hafa meðferð eins heildstæða og mögulegt er og til einföldunar fyrir skjólstæðinginn. Þrátt fyrir að brátt séu liðnir sjö mánuðir frá Suðurlandsskjálftanum getur fólk enn í dag átt um sárt að binda vegna afleiðinga hans. Þá er mikil- vægt að leita sér hjálpar í gengum sinn heimilislækni eða með að hringja í aðalnúmer HSu og biðja um viðtal við sálfræðing. Annars konar hamfarir Það má segja að aðrar og annars konar hamfarir hafi dunið yfir landsmenn í haust með falli bank- anna og fjármálakerfisins. Fjár- hagslegum grunni er kippt undan fjölda fjölskyldna og atvinnuleysi eða ótti um atvinnumissi er raun- veruleiki margra. Fjárhags- áhyggjur er gott eldsneyti fyrir kvíða og depurð. Nei- kvæðar hugsanir um framtíðina og sjálfan sig eru til þess fallnar að valda margs konar kvíða og depurðar- einkennum. Fyrstu einkenni um vanlíðan eru oft líkamleg og geta komið fram án þess að viðkomandi geri sér grein fyrir uppruna þeirra. Þreyta og verkir í stoðkerfi, herðum og höfði eru algeng ein- kenni og oft verða breytingar á matar- lyst. Svefntruflanir eru einnig algengar og birtast oft á þann veg að fólk á erfitt með að sofna eða vaknar seinni hluta nætur og nær ekki að festa svefn aftur. Á þessum tímum skiptir miklu máli að reyna að hafa stjórn á hugsunum sínum. Neikvæðar hugsanir valda og viðhalda kvíða og depurð. Því er mikilvægt að bera kennsl á slíkar hugsanir og reyna að breyta þeim í annað og meira jákvæðara. Þetta hljómar einfalt en getur reynst þrautinni þyngri. Oft geta neikvæðar hugs- anir fengið frítt flæði í huga okkar án þess að við jafnvel tökum eftir því. Sé fólk farið að finna fyrir mikilli vanlíðan getur verið nauð- synlegt að leita sér aðstoðar í því stuðningskerfi sem við höfum í kringum okkur hvort sem það eru góðir og traustir vinir eða fagfólk opinberra stofnana. Besta gjöfin Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að vanlíðan þess hefur áhrif á allt umhverfi. Í því ljósi horfi ég sérstaklega til barna sem verða fyrir áhrifum af streitu og tíma- leysi foreldra sinna. Það má segja að það liggi í hlutarins eðli að upp- spenntir og þreyttir foreldrar hafa oft litla þolinmæði gagnvart börn- um sínum og verða pirraðir yfir litlum hlutum. Það getur valdið breytingu í hegðun barna til hins verra og valdið vanlíðan. Foreldr- ar sitja eftir með samviskubit og líður illa yfir að sinna börnum sínum lítið. Slíkt verður ekki endi- lega bætt með gjöfum eða efnis- legum hlutum, heldur tíma og samveru. Besta jóla- gjöfin handa börnum er ekki sú sem endi- lega er keypt dýrum dómi heldur sú sem hefur ómetanlegt innihald - dýrmætan tíma sem kemur ekki aftur. Fátt þykir börn- um skemmtilegra en að leika við foreldra sína og fá athygli þeirra óskipta. Þau gera oft litlar kröfur um hamingju sem Hannes Pétursson ljóðskáld lýsir svo vel í einu ljóða sinna. Þegar þú leiðir mig skín ljós inn í hönd mína og það svæfir allar svartar hugsanir Í umræðu landsmanna síðast- liðnar vikur hefur verið mikið fjallað um gildi og lífsgæði. Það er ljóst að það er erfitt að segja við einstakling sem hefur tapað miklum fjármunum að hann eigi að þakka fyrir góða heilsu. En raunin er sú að í lokin myndu allir velja heilbrigði fremur en efnis- leg gæði. Hinn heilbrigði hefur margar óskir en hinn sjúki aðeins eina. Lífsgæði felast í heilbrigði, vinum og fjölskyldu. Oft eru það einfaldir hlutir sem gleðja mest og maður man eftir. Það er hættu- legt að feta inn á þá braut að manni líði ekki vel nema maður sé að eignast hluti. Það er þó nauð- synlegt að allir fá uppfyllt grunn- þarfir sínar um fæði og skjól til þess að líða vel. Því miður er raunin ekki sú í annars þessu góða landi okkar. Kæru foreldrar, gefið börnun- um ykkar tíma og nærveru í jóla- gjöf. Ekki láta börnin eiga minn- ingar um örþreytta foreldra á aðfangadagskvöld vegna allra þeirra krafna sem við setjum sjálfum okkur fyrir jól. Seinna meir gæti minning barnanna ykkar um góða samveru verið dýr- mætasta eign þeirra. Ég óska öllum landsmönnum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári. Höfundur er yfirsálfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Láttu ljós skína í hönd mína HELGI ÁSS GRÉTARSSON Eignarréttur varðar veginn ÍRIS BÖÐVARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.