Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 18
18 20. desember 2008 LAUGARDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 133
375 -1,90% Velta: 250 milljónir
MESTA HÆKKUN
EXISTA +50,00%
ÖSSUR +1,13%
MESTA LÆKKUN
STR-BURÐARÁS -7,93%
ATLANTIC PET. -6,78%
BAKKAVÖR -5,05%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,10 +0,00% ... Bakkavör
2,63 -5,05% ... Eimskipafélagið 1,27 -0,78% ... Exista 0,06 +50,00%
... Icelandair Group 13,25 +0,00% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel
Food Systems 75,00 -0,40% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-
Burðarás 2,09 -7,93% ... Össur 98,30 +1,13%
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 218,2 +4,50%
Eitraður kokteill
Meðal gesta í Markaðnum með Birni Inga á
Stöð 2 í dag kl. 11 verður dr. Jónas Haralz, fyrr-
verandi bankastjóri Landsbankans, ráðuneyt-
isstjóri og hagfræðingur og síðar stjórnar-
maður í Alþjóðabankanum í Washington.
Jónas mun þar meðal annars fjalla um þá
stöðu sem komin er upp í efnahagsmál-
um þjóðarinnar, ræða gjaldmiðilsmálin
og komandi landsfundi flokkanna þar
sem mörkuð verður stefna í Evrópu-
málunum. Í viðtalinu vísar Jónas meðal
annars til ákvæða EES-samningsins um
frjálst flæði fjármagns. án bakhjarls í
Evrópska seðlabankanum og án
innviða Evrópusambandsins.
sem eitraðs kokteils, hvorki
meira né minna.
Pólitíkin áberandi
Aðrir gestir í þætti dagsins eru Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og
varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og
pallborðsmenn verða alþingismenn-
irnir Ólöf Nordal og Árni Þór Sig-
urðsson, auk Skúla Helgasonar,
framkvæmdastjóra Samfylk-
ingarinnar, þar sem staða
ríkisstjórnarinnar, fjárlögin og
niðurskurður ríkisútgjalda
verður til umræðu, auk þess
sem spáð verður í komandi
ár þar sem ef til vill verður
gengið til aðildarviðræðna
við Evrópusambandið.
Peningaskápurinn ...
„Við önnum varla eftirspurn, eins
og er,“ segir Valur Þór Gunnars-
son, höfundur Kreppuspilsins, en
fyrsta upplag kom í verslanir fyrir
um viku, eftir að það hafði selst
upp í forsölu.
Kreppuspilið hefur enda vakið
þó nokkra athygli frá því að fyrstu
fréttir bárust af framleiðslunni
undir lok nóvember síðastliðins.
Munu yfir 20 erlendir fjölmiðlar
hafa sett sig í samband við
aðstandendur spilsins og viljað
fjalla um það. Þar á meðal má
nefna Financial Times og eitt
stærsta dagblað Finna.
Valur segir framleiðsluna hafa
gengið vel enda hafi bæði vinir og
ættingjar verið virkjaðir í pökk-
unarvinnu. „Og það hefur skilað
sér í skemmtilegu framleiðslu-
ferli og algjöru kreppuverði.“
Tölvuleikja- og sprotafyrirtæk-
ið Gogogic hannar og gefur spilið
út, en í nýlegri tilkynningu fyrir-
tækisins kemur fram að það sé að
öllu leyti framleitt hér á landi og
að hönnun þess hafi frá upphafi
miðast við að halda kostnaði í lág-
marki „en skemmtun í hámarki“.
- óká
Nýsköpun í kreppunni
VIÐ PRENTVÉLARNAR Valur Þór Gunn-
arsson hugmyndasmiður og Sigurður
Eggert Gunnarsson hjá Gogogic taka
við fyrstu eintökum Kreppuspilsins hjá
Ísafoldarprentsmiðju.
Hætt hefur verið við reglubundna
endurskoðun stærðarflokkunar
skráðra fyrirtækja í NASDAQ
OMX Nordic kauphöllunum í
janúar.
Í tilkynningu kauphallarsam-
stæðunnar kemur fram að þetta sé
gert vegna einstæðra markaðsað-
stæðna sem nú séu uppi í heimin-
um, en óvenjumörg fyrirtæki
hefðu annars færst á milli flokka.
„Fyrirtæki sem skráð eru í
NASDAQ OMX Nordic kauphallir
verða því á fyrri helmingi næsta
árs áfram skráð í sömu stærðar-
flokka,“ segir í tilkynningunni, en
það eru stór fyriræki, miðlungs-
stór og smá (large, mid eða small
cap á ensku). - óká
Breyta ekki
stærðarflokkun
George W. Bush, fráfarandi for-
seti Bandaríkjanna, greindi frá
því í gær að stjórnvöld ætli að
veita bandarísku bílaframleiðend-
unum General Motors og Chrysler
neyðarlán sem eigi að forða þeim
frá gjaldþroti.
Bush sagði Bandaríkjamenn
vilja koma bílaiðnaðinum til bjarg-
ar og sé aðkoma stjórnvalda eina
leið þeirra nú um stundir. Hann
vitnaði sömuleiðis til gagnrýnis-
radda bandarískra þingmanna frá
í síðustu viku og lagði áherslu á að
forsvarsmenn bílaframleiðend-
anna leggi fram drög að rekstrar-
áætlun sem leiða fyrirtækin aftur
að beinni og betri braut en þau eru
nú stödd á.
Forsvarsmenn Ford, sem leit-
uðu upphaflega til stjórnvalda
ásamt hinum fyrirtækjunum,
sögðust geta keyrt á eigin fé enn
um sinn.
Lánið hljóðar upp á 17,4 millj-
arða Bandaríkjadala, jafnvirði
rúmra 2.100 milljarða íslenskra
króna og verður tekið úr neyðar-
sjóði sem í eru 700 milljarðar dala
og ætlað til bjargar fjármálafyrir-
tækjum í vanda.
Stærstur hluti lánsins, 13,4
milljarðar, verður veittur fljót-
lega en fjórir milljarðar til viðbót-
ar ef þurfa þykir í febrúar.
Bandaríska dagblaðið The New
York Times hefur eftir aðalhag-
fræðingi Comerica Bank í Banda-
ríkjunum að þótt neyðarlánið geti
fleytt báðum fyrirtækjunum yfir
erfiðasta hjallann sem fram undan
er sé of snemmt að segja til um
hvort það dugi til. - jab
Bílarisum bjargað vestanhafs
GEORGE W. BUSH Forseti Bandaríkjanna
skömmu áður en hann tilkynnti að
stjórnvöld vestra hygðust koma bílafyrir-
tækjunum til hjálpar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Klæddu þig velwww.66north.is
Höfuðborgarsvæðið: Bankastræti 5, Faxafen 12,
Kringlan, Smáralind, Miðhraun 11 Akureyri: Glerártorg
Kefl avík: Leifsstöð og söluaðilar um land allt
11,1% af Íslandi er hulið jöklum.
Sem samsvarar Texas, Washington, New York og West Virginia af Bandaríkjunum.