Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 20. desember 2008 11 REYKJAVÍKURBORG Borgarráð hefur samþykkt að leysa ágreining vegna lóðarinnar Sturlugötu 10 með dóm- sátt. Eins og kunnugt er stefndi S-10 borginni eftir að samningur um að fyrirtækið fengi lóð við hlið húss Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) fyrir 260 milljónir króna var dreg- inn til baka af hálfu borgarinnar. ÍE telur lóðina vera sína eign og mót- mælti viðskiptunum harðlega. Eig- andi S-10 er eigandi byggingar ÍE og telur lóðina hafa fylgt með þegar félagið keypti húsið á sínum tíma. Samkvæmt dómsáttinni fær S-10 vilyrði um að eftir fimm ár fái félagið forgang að lóðinni og að þá verði skipulagi svæðisins lokið. ÍE hefur hins vegar ekki fallið frá sínum kröfum vegna lóðarinnar. Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði sátu hjá við afgreiðslu málsins. Sögðu þeir tilefni dóms- málsins vera algjöran viðsnúning sem orðið hafi þegar meirihluti borgarstjórnar stóð ekki við sam- þykkt meirihluta borgarráðs. „Það er því ekki að undra að þeir sem fengu samþykkta lóðarúthlutun, sem síðan var tekin af þeim af sömu aðilum, hafi farið í dómsmál, enda hringlandaháttur þáverandi meiri- hluta þyngri en tárum taki,“ sagði í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar. - gar Borgaryfirvöld vilja hætta rekstri dómsmáls vegna lóðar á Sturlugötu: Fallast á dómsátt í lóðadeilu STURLUGATA 10 Félagið sem samdi um kaup á lóðinni á Sturlugötu 10 fyrir 260 milljónir króna getur fengið hana eftir fimm ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SJÁVARÚTVEGUR Skip HB Granda náðu að veiða kvóta félagsins af íslenskri sumargotssíld á vertíð- inni. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar, deildarstjóra uppsjávar- sviðs HB Granda, var búið að veiða og vinna alls um 5.500 tonn af síld þegar vart varð við sýkinguna í stofninum. Frá þeim tíma hefur aflanum verið landað til bræðslu. Það er ljóst að tekjuskerðing félagsins varð veruleg vegna sýkingarinnar þar sem ekki var hægt að vinna síldina til manneld- is. Nú tekur við biðtími og næsta verkefni verður loðnuveiðar eftir áramótin. - shá HB Grandi: Náðu að veiða síldarkvótann DÓMSTÓLAR Hæstiréttur hefur ómerkt dóm yfir manni á fimm- tugsaldri sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrir ári í átta mánaða fangelsi fyrir grófa árás á sambýliskonu sína. Málinu er vísað aftur í hérað til meðferðar. Ástæðan er sú að við fyrri meðferð var notaður túlkur sem ekki hafði hlotið löggildingu sem dómtúlkur, en konan er frá Venesúela og talar ekki íslensku. Fjallað var um málið í fjölmiðl- um í fyrra, þegar konan sakaði manninn, sem var flugmaður fraktflugvélar, um að hafa smyglað sér til landsins. Meint smygl var rannsakað af lögregl- unni á Suðurnesjum en rannsókn- inni síðan hætt. - sh Röng túlkun í héraðsdómi: Dómur fyrir árás ómerktur TOLLGÆSLA Tollgæslan fær á næstunni nýjan bíl með afar öflugum tæknibúnaði. Með búnaðinum í bílnum verður hægt að gegnumlýsa heilu gámana til að leita eftir hvers kyns ólöglegu eða illa fengnu góssi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var tæknibúnaður- inn settur í bílinn, sem er af Volvo- gerð, í Kína. Bifreiðin kom hingað til lands fyrir fáeinum dögum. Með henni kom kínverskur sérfræðingur sem er þessa dagana að kenna starfsfólki tollsins á búnaðinn. Sex manns munu starfa á bílnum. Áætlað er að hann verði tekinn í notkun í janúar. - jss Tollgæslan fær nýjan bíl: Gegnumlýsir heilu gámana DÓMSMÁL Vinnuvegur sem bæjaryfirvöld gáfu framkvæmda- leyfi fyrir og létu leggja að verslunar- og þjónustusvæði í Urriðaholti í Garðabæ árið 2005 var utan skipulagssvæðis. Af þessum ástæðum hefur úrskurð- arnefnd skipulags- og byggingar- mála fellt framkvæmdaleyfið úr gildi. Vegurinn var lagður yfir beitarhólf sem eigendur jarðar- innar Selskarðs höfðu girt. Telja þeir sig eiga beitarrétt þar á svæðinu. Úrskurðarnefndin vildi ekki skera úr um réttmæti beitarréttarins. Rétturinn gæti þó verið fyrir hendi og þess vegna ættu eigendur Selskarðs lögvarða hagsmuni af því að vegamálið yrði tekið til úrskurðar. - gar Bæjaryfirvöld í Garðabæ: Vegagerð var utan skipulags FISKELDI HB Grandi hyggst slátra um fimmtíu tonnum af eldis- þorski úr sjókvíum fyrirtækisins í Berufirði. Byrjað verður að slátra þorski á milli jóla og nýárs og lokið verður við slátrunina eftir áramótin. Þorskurinn verður unninn hjá fiskiðjuveri félagsins á Akranesi í fersk flakastykki og send með flugi á markað erlendis. Kristján Ingimarsson, forstöðu- maður fiskeldis HB Granda á Djúpavogi, segir þorskinn vera úr seiðaklaki á Stað við Grindavík á vegum Icecod árið 2005 sem fóru austur sem hundrað gramma seiði vorið 2006, og þá sett í sjókvíar. Stærð sláturfisksins er um 2,3 kíló að jafnaði, segir Kristján. - shá Þorskeldi HB Granda: Slátra 50 tonn- um á næstunni ELDISÞORSKUR Sláturfiskurinn er 2,3 kíló að þyngd að jafnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.