Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 32
32 20. desember 2008 LAUGARDAGUR Þ egar blaðamann ber að garði í vinnustofu Steinunnar Sigurðar- dóttur fatahönnuðar er hún að skoða prótó- týpu vetrarlínunnar 2009. „Þú ert einstaklega heppin að fá að sjá þetta,“ segir hún kímin og leiðir blaðamann í allan sannleika um hið flókna vinnuferli sem hönn- un á tískulínu er. „Þetta ætlum við ekki að nota,“ segir hún og sýnir mér flíkur sem hafa lent undir fall- öxinni. Svo er annar stafli með flík- um sem verða í línunni, breyttar og bættar vitaskuld. Þær verða sendar til baka í verksmiðjuna, og næst þegar Steinunn ber þær augum verður sniðið orðið rétt svo ekki sé minnst á litina. „Ekki horfa á þessa liti,“ segir hún mér. Það er ekki einfalt mál að búa til tískulínu og stór hluti af þeirri vinnu er einmitt samskiptin við verk- smiðjuna sem framleiðir vöruna fyrir hönnuðinn. Steinunn er marg- reynd í þeim, enda með áratuga reynslu sem hönnuður. Hún sýtir hins vegar hversu fáar fataverk- smiðjur og verksmiðjur sem nýtast hönnuðum eru starfandi á Íslandi. „Það eru allir að tala um að hönnun eigi að vera okkar björgunarhringur og að nú eigum við að fara að trúa á íslenska hönnun og kaupa hana. En ég hef alltaf sagt við alla sem eru í hönnun, finnið verksmiðju til að framleiða hönnunina ykkar, þannig er best að byrja,“ segir Steinunn sem er þeirrar skoðunar að það þurfi að stefna saman íslenskum hönnuðum og fulltrúum verksmiðja á þeirra sviði, bjóða þeim hreinlega til lands- ins og láta hönnuðina funda með þeim, þannig væri fyrsta skrefið stigið í átt að alvöruframleiðslu á íslenskri hönnun. Græt yfir stöðunni „Ísland er fullt af prótótýpum, það eru allir að búa til eitt stykki, en við verðum að finna verksmiðju sem getur framleitt vörurnar. Þetta litla og fallega er dásamlegt en eingöngu með því að stefna saman hönnuðum og verksmiðjum er hægt að byggja eitthvað upp. Ég græt yfir því hvernig staðan er núna hér á landi þar sem nær engar verksmiðjur eru til lengur, en við eigum enn það mikla handverksþekkingu á Íslandi að við ættum líka að geta byggt eitt- hvað nýtt upp.“ Steinunn veit hvað hún er að tala um því sjálf hefur hún mikla reynslu af samskiptum við verksmiðjur. Hún vann í fjölda ára fyrir fræg- ustu hönnuði/tískumerki heims eins og Calvin Klein, Gucci og La Perla og kynntist því vel hvar bestu verk- smiðjurnar fyrir hinar ýmsu ólíku flíkur eru. Þegar hún sjálf fór svo af stað með hönnun undir eigin nafni var hún því orðin sjóuð í samskipt- um við verksmiðjur og vissi hvert átti að leita. „Ég vinn með verk- smiðjum úti um allan heim, í Hong Kong, Eystrasaltslöndunum, á Ítalíu.“ Steinunn segir að það hafi engin verksmiðja á Íslandi þann vélakost og tækni til að framleiða prjónaföt- in hennar eins og sakir standa. Hún bendir blaðamanni á ýmis atriði í frágangi á nýtilbúnum kjól úr sum- arlínunni 2009. Kjólinn, sem er úr fínprjónuðu reioni og lagður kögri, væri ekki hægt að framleiða hér vegna skorts á vélum. En hönnunin er auðvitað jafn íslensk og áður og þykir Steinunni það leiðinlegur misskilningur að halda að hönnun sé ekki íslensk nema hún sé framleidd hér á landi. „Ég hitti konu um daginn sem sagði mér að hún hefði hætt við að kaupa íslenskan hönnunargrip vegna þess að hann var ekki framleiddur á Íslandi. Ég hugsaði með mér að fyrir þessu hefði átt að hugsa fyrir tíu árum, áður en allar verksmiðjur lokuðu.“ Þróun kemur okkur í koll Sú þróun sem átti sér stað fyrir tíu til fimmtán árum, þegar íslenskar fataverksmiðjur lögðu flestar upp laupana, vegna samkeppninnar við innflutta ódýrari vöru, kemur okkur í koll núna bendir Steinunn á, þegar áhugi á íslenskri hönnun hefur auk- ist. „En ég get sagt þér að fyrir tíu árum, þegar ég kom heim, þá vildi enginn kaupa íslenska framleiðslu.” Eftir efnahagshrunið mikla hefur mikið verið rætt um að efla íslenska hönnun og að góðum og gegnum íslenskum sið þá á allt að gerast hratt. En Steinunn bendir á að þegar framleiðsla lagðist af týndist niður kunnátta. Hún segir miður hvað Íslendingar eru fljótir að fara í gegnum svona ferli, að hafna ein- hverju sem byggir á gamalli hefð fyrir nýtt. Steinunn segist þó fullviss um að þó að tækjabúnaður sé af skornum skammti hér á landi þá sé mikil handverksþekking enn þá til staðar. En það sé mjög mikilvægt að hlúa að Vantar verksmiðjur á Íslandi Skortur á verksmiðjum á Íslandi er mjög bagalegur fyrir íslenska hönnuði, segir Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður sem segir að eingöngu með því að stefna saman hönnuðum og verksmiðjum sé hægt að hefja alvöru framleiðslu á íslenskri hönnun. Sigríður Björg Tómasdóttir leit við á vinnustofu frægasta fatahönnuðar Íslands og ræddi um nýja og gamla tíma FRAMHALD Á SÍÐU 34 Veturinn 2008 STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR Er alin upp við að prjóna og sauma og lærði handverkið af ömmu sinni og mömmu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Rétt eins og hönnun Steinunnar vísar í náttúru og menningu Íslands kallast myndirn- ar af flíkunum hennar á við gamlar myndir. Mary Ellen Mark ljós- myndari myndar fyrir Steinunni og hún gerir úr myndunum meira en tískumyndir eins og Steinunn bendir á. S Ísland er fullt af prótótýpum, það eru allir að búa til eitt stykki, en við verðum að finna verksmiðju sem getur framleitt vörurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.