Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 88
 20. desember 2008 LAUGARDAGUR Góð vika … … fyrir mótmælendur Loks fengu harðir mótmælendur andlit á mótmæl- in þegar Jón Gerald Sullen- berger mætti sólbrúnn og sællegur frá Flórída til að leggja lambhúshettufólkinu lið. Auk þess að láta ráðherra þurfa að hrökklast bakdyramegin inn í ráðherrabústaðinn tókst einum mótmælenda að kasta snjóbolta í hausinn á Jóni Ásgeiri. Einnig hætti Tryggvi Jónsson í Lands- bankanum daginn eftir hörð mótmæli í tveimur útibúum bankans. Segið svo að mótmæli hafi engin áhrif. … fegurðardís Ásdís Rán leynir á sér og gerði velheppnað grín að þjóðarsálinni. Þegar hún birtist hjá Loga í beinni gátu áhorfend- ur engan veginn dregið aðra ályktun en að búlgarskir lýtalæknar hefðu gert hræðileg mistök á vörunum á henni. Voru þessar afskræmdu varir á allra vörum á kaffistofum og bloggum um hríð, eða þar til glaðhlakkaleg kynbomban leysti frá skjóðunni á bloggi sínu: Hún hafði meikað sig svona sérkennilega, „bara svona að gamni“. Slæm vika … … fyrir ritstjóra með hatt Æ sjitt, var strákskrattinn að taka þetta upp?!, hlýtur að hafa verið það fyrsta sem Reynir Traustason hugsaði þegar Kastljós spilaði tveggja manna tal hans við fyrrum blaða- mann DV, Jón Bjarka Magnússon. Það er erfitt að reyna að ljúga sig út úr svona klúðri, eins og Reynir ætti að vita eftir umfjöllun sína um Árna Johnsen á sínum tíma. Reynir gerir samt sitt besta og ætlar sko aldeilis að vera harður við vondu karlana framvegis. Einmitt. … fyrir Færeyjasérfræðing Jens Kr. Guð, bloggari og höfundur fræðiritsins Poppbókin, í fyrsta sæti, er mikill sérfræðingur um Færeyjar og menninguna þar. Hann vill meina að Geir Ólafsson sé ekkert vinsæll í eyjunum þrátt fyrir fréttir um annað. Elís Poulsen hjá færeyska ríkisútvarpinu segir Geir hins vegar mjög vinsælan, enda í „A-rótasjón“ með jólalagið sem hann gaf færeysku þjóðinni, „Jólamaðurinn kemur í kvöld“. Inn í þessa sérkennilegu jöfnu verður þó að taka að Elís samdi texta lagsins og Geir bakkaði nýlega á Jens. GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA FRÉTTAGETRAUN VIKUNNAR 1. Glitnir ætlar að hætta að heita Glitnir og snúa sér aftur að Íslandsbanka. Hvenær varð Íslandsbanki að Glitni? 2. Íslensk söngkona er nú meðal bestu nýliða á iTunes. Hvað heitir hún? 3. Hver segist ekki vera nógu mikið karlmenni til að leika Nelson Mandela, fyrrum forseta Suður-Afríku? 4. Dýrasta bók landsins er uppseld. Hvað bók er það? 5. Hvaða hljómsveit fékk flestar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaun- anna? 6. Veigar Páll Gunnarsson er að fara að spila fótbolta með franska úrvals- deildarliðinu FC Nancy. Hver lék fyrstur Íslendinga í frönsku úrvalsdeild- inni og með hvaða liði spilaði hann? 7. Hver er mest seldi mynddiskurinn þessa vikuna? 8. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði fékk í vikunni afhentar undirskriftir 5.014 íbúa. Hvað vildu þessir Hafnfirðingar? 9. Meint skattalagabrot athafnamanns var í vikunni vísað frá héraðsdómi, þar sem þegar hafði verið ákveðin refsing fyrir brotin. Hver er athafna- maðurinn? 10. Yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um Evrópumál í norsku dagblaði komu mörgum á óvart, og sagði Þorgerður að blaðið hafi haft rangt eftir sér. Sama dagblað sagði frá skömmum forseta Íslands á fundi hans með sendiherrum hér á landi og hótunum hans um að afhenda Rússum aðgang að Keflavíkurflugvelli. Hvað heitir þetta dagblað? 11. Hvern útnefndi tímaritið Time sem mann ársins? 12. Ritstjóri DV lenti í hremmingum í vikunni þegar fyrrum blaðamaður DV sakaði hann um ritskoðun. Ritstjórar DV eru tveir og meira að segja feðg- ar. Hvað heita þeir? 13. Ólafur Stefánsson handboltakappi er hættur við að fara til Danmerkur og spila handbolta þar með AG Handbold. Hvert ætlar hann frekar að fara? 14. Hljómsveitin U2 hefur boðað nýja hljóðversplötu á nýju ári. Nánar tiltekið í febrúar. Þetta er fyrsta platan sem kemur út síðan How to Dismantle an Atomic Bomb kom út fyrir fjórum árum. Hvað mun nýja platan heita? 15. Rúmlega þúsund nýjar dýrategundir hafa fundist í Suðaustur-Asíu undan- farinn áratug. Meðal þeirra er kanínutegund, en hvað er nýtt við hana? Lausnir 1. Mars 2006 2. Lay Low 3. Leikarinn Will Smith 4. Flóra Íslands eftir Eggert Pétursson 5. Sigur Rós 6. Albert Guðmundsson sem lék með FC Nancy 7. Mamma Mia 8. Nýja íbúakosningu um álverið í Straumsvík 9. Jón Ólafsson 10. Klassekampen 11. Barack Obama, verð- andi forseti Banda- ríkjanna 12. Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson 13. Rhein-Neckar Löwen 14. No Line on the Horizon 15. Þessar kanínur eru röndótt- ar FINNDU ORÐIN Orðin geta verið á ská, upp, niður, afturábak eða áfram. Eymundsson mælir með þessu fyrir alla góða jólasveina!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.