Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.12.2008, Blaðsíða 28
28 20. desember 2008 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Eiríkur Bergmann skrif- ar um Ísland og ESB Í þeirri umræðu sem undanfarið hefur blossað upp um mögu- lega aðild Íslands að Evr- ópusambandinu hafa margir haft áhyggjur af fullveldinu, sjálfu fjör- eggi þjóðarinnar. Allt frá því í sjálfstæðisbaráttunni hefur vernd fullveldisins verið grund- vallarmál í íslenskum stjórnmál- um og því ekki að undra að spurt sé hvort fullveldið glatist við aðild að ESB? Til að svara þeirri spurningu þarf annars vegar að skoða raunverulega merkingu fullveldisins og hins vegar núver- andi stöðu Íslands í Evrópusam- vinnunni. Ísland tengist Evrópusam- bandinu nú þegar nánum bönd- um en höfuðmarkmið EES-samn- ingsins er að tryggja einsleitt markaðssvæði sem nær yfir aðildarríki ESB og EFTA. Ísland varð hluti af innri markaði ESB, sem er innsti kjarni evrópskrar samvinnu auk þess að taka þátt á fjölmörgum öðrum samstarfs- sviðum, svo sem menntamálum, vísinda- og menningarssam- starfi, félagsmálum, neytenda- málum, jafnréttismálum, heilsu- verndarmálum og umhverfismálum. EES-samning- urinn nær hins vegar ekki til samstarfs ESB á sviði landbún- aðar, sjávarútvegs, utanríkisvið- skipta og Efnahags- og mynt- bandalagsins. Stofnanauppbygging EFTA og ESB er enn fremur æði ólík. Virkur þátttakandi Stofnanakerfi Evrópusambands- ins er yfirþjóðlegt og byggir á þjóðréttarlegu lagakerfi sem gengur framar landsrétti ein- stakra aðildarríkja. Evrópurétt- urinn er að þessu leyti einstakur og orðið hefur til sjálfstætt rétt- arkerfi þar sem aðildarríkin hafa á öllum sviðum ríkisvalds – lög- gjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds – framselt ákvarð- anatökurétt í afmörkuðum efnis- þáttum til sameiginlegra yfir- þjóðlegra stofnana, til framkvæmdastjórnarinnar, Evr- ópuþingsins og Evrópudómstóls- ins. Þessi einstæða staða Evrópu- sambandsins, sem byggir á fram- sali ákvarðanatöku og þar með ríkisvalds, gerir EES-samning- inn einnig æði sérstakan í flóru milliríkjasamninga, með honum samþykktu EFTA-ríkin í EES að byggja á reglum ESB, umfram eigin lög, á þeim sviðum sem samstarfið nær til. Þar með yfir- færðust þessi sérstæðu þjóðrétt- arlegu einkenni ESB-réttarins yfir á EES-samninginn því leit- ast var við að veita EES-reglum stöðu í landsrétti Íslands, Noregs og Liechtenstein, sem er sam- bærileg við stöðu ESB-reglna í landsrétti aðildarríkjanna. Ísland er með öðrum orðum nú þegar komið á bólakaf í Evrópusam- runann og jafnvel má halda því fram að við séum eins konar aukaaðilar að Evrópusamband- inu. EES og stjórnarskráin Í aðdraganda þess að EES-sam- ingurinn var lögfestur á Alþingi árið 1993 var hart deilt um hvort í honum fælist framsal á full- veldi. Tekist var á um hvort samningurinn bryti í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrár- innar. Nefnd fjögurra sérfræð- inga komst að þeirri niðurstöðu að EES-samningurinn stæðist fullveldisákvæði stjórnarskrár- innar og útheimti ekki endilega breytingu á henni því samning- urinn fæli aðeins í sér takmark- að og ekki verulega íþyngjandi valdaframsal. Meðal fræðimanna var hins vegar hart deilt um túlkun nefnd- armanna á fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar. Til að mynda hélt dr. Guðmundur Alfreðsson því fram að þar sem löggjafar- valdið innan EES væri efnislega í höndum stofn- ana ESB gengi EES- samningurinn gegn ákvæðum stjórnarskrár- innar. Hann taldi samn- inginn fela í sér framsal valds í afmörkuðum þátt- um á öllum þremur vald- sviðum ríkisins. Hann benti til að mynda á að í reynd hafi Alþingi ekki möguleika á að breyta EES-frum- varpi að efni til enda næði laga- samræming þá ekki fram að ganga og sagði einsdæmi að full- valda ríki framselji ríkisvald með þeim hætti til stofnana sem ríkið er ekki aðili að. En snúum okkur þá að fullveldinu sem slíku. Hvað er fullveldi? Íslensk stjórnmálahefð mótaðist að miklu leyti í sjálfstæðisbar- áttunni og sú orðræða sem þá varð til lifir enn góðu lífi í íslenskri stjórnmálaumræðu. Grundvallarhugmynd þjóðernis- stefnunnar var að íslensk þjóð ætti að vera frjáls og fullvalda í eigin landi. Sjálfstæðið varð hið endanlega markmið frelsisbar- áttunnar og Íslendingar litu á fullveldið sem einhvers konar endurreisn þjóðveldisins. Þrátt fyrir að sjálfstæðisbarátta Íslendinga stæði í nánu samspili við álíka hugmyndafræðilegar hræringar í Evrópu þá virtust Íslendingar líta svo á að sjálf- stæðisbaráttan væri að vissu leyti séríslenskt fyrirbæri. En jafnvel þótt Íslendingar geti verið staðráðnir í að vernda fullveldið, er þó ekki til neinn sameiginlegur skilningur á því hvað það merkir í raun og veru. Því má spyrja: Hvað er full- veldi? Fullveldi Vestfalíu Rekja má notkun fullveldishug- taksins til skrifa franska lög- spekingsins Jean Bodin á síðari hluta sextándu aldar og Bretans Thomas Hobbes á fyrri hluta sautjándu aldar. Samkvæmt þeim felur raunverulegt full- veldi í sér fulla og algilda stjórn, allt vald ríkisins, sem annað- hvort er í höndum eins manns, sem þá er fullvaldurinn, eða í höndum vel skilgreinds hóps valdamanna. Segja má að full- veldið hafi fyrst orðið til sem merkingarbært hugtak í stjórn- málum í kjölfar Vestfalíusamn- inganna 1648, sem bundu enda á 30 ára stríðið. Með Vestfalíu- samningunum varð til það sem hægt er að kalla samfélag þjóða í Evrópu, sem byggðist á alþjóð- legum lögum á grundvelli full- veldisins. Fram að því, frá mið- öldum, höfðu ríki Evrópu orðið til í valdabaráttu konunga yfir aldir. Með tilkomu þjóðríkisins, eftir að krafan um lýðræði kom fram í kjölfar upplýsingarinnar og frönsku byltingarinnar, færðist fullveldið frá einvöldum kon- ungi eða fursta til þjóðarinnar. Þá fóru menn að líta svo á að það væri þjóðin, það er að segja; fólkið, þegnarnir, almenningur, sem framseldi valdið til fulltrúa sinna í lýðræðislegum kosning- um. Smám saman varð sá skiln- ingur almennur að ríki heims hefðu yfirráð yfir eigin land- svæði og einkarétt til sjálfstjórn- ar innanlands. Fyrirkomulagið felur í sér stjórnleysi að því leyti að ekkert yfirvald er til æðra hinu fullvalda ríki. Ágreiningur milli ríkja er leystur með samn- ingum þeirra á milli, að öðrum kosti með átökum, jafnvel vopn- uðum átökum ef því er að skipta. Þetta ríkjakerfi stjórnleysis sem varð til með Vestfalíusamn- ingunum endaði í átökum og upp- lausn í Evrópu þegar fyrri heims- styrjöldin brast á. Eftir heimsstyrjöldina síðari tók svo við nýtt ríkjakerfi sem byggði á alþjóðalögum og skuldbindandi þátttöku í alþjóðastofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Atlantshafsbandalagið, Evrópu- ráðinu og Evrópusambandinu. Í lagalegri umræðu er því stund- um haldið fram að framsal á valdheimildum ríkisins til alþjóð- legra stofnana feli í sér afsal fullveldis. En fullveldishugtakið er ekki aðeins lagalegt heldur ekki síður pólitískt gildishlaðið og í þessari merkingu hefur það meðal annars verið notað til að höfða til þjóðernistilfinningar í viðleitni til að koma í veg fyrir framsal ríkisvalds til alþjóða- stofnana. Fullveldi og alþjóðasamfélag Alþjóðasamfélagið sem þróaðist upp úr miðri tuttugustu öld byggði áfram á fullveldi þjóðrík- isins en í nokkuð breyttri mynd. Komnir fram mun fleiri gerend- ur heldur aðeins hið fullvalda ríki, ekki aðeins alþjóðlegar stofnanir, heldur einnig alþjóð- leg félagasamtök og fjölþjóðleg- ar fyrirtækjasamsteypur. En hver er þá merking fullveldisins í núrverandi ríkjakerfi? Í lagalegum skilningi eru full- valda ríki einvörðungu þau sem eru viðurkennd sem slík af öðrum ríkjum og hafa rétt til yfirráða innanlands. Ríki hafa heldur ekki rétt til íhlutunar í innanlandsmálum annarra full- valda ríkja. En nú er ekki lengur aðeins einn fullvaldur, heldur stjórnkerfi sem getur til að mynda byggt á valddreifingu í anda Montesquieu. Fullveldið hefur núorðið skýran lýðræðis- legan svip, þann að þegnarnir eiga að geta valið sér sitt eigið stjórnarform. Þegar sagt er að fullveldið í þessum gamla skilningi Bodins og Hobbes, sem algjört, sjálf- stætt alvald, sé ekki lengur til staðar er ekki átt við að stjórn- kerfi ríkjanna hafi liðast í sund- ur heldur aðeins að ríkið hafi ekki lengur sömu stjórn á þróun mála innanlands og áður var. Hnattvæðing efnahagslífsins hefur til að mynda orðið til að flæði vöru, þjónustu og fjár- magns milli landa er slíkt að stjórnvöld í einstaka ríkjum hafa ekki á því mikla stjórn. Þá er komið að hinni hlið fullveldisins, ytri hliðinni, en fullveldið felur einnig í sér rétt ríkisins til að taka þátt í fjölþjóðlegu sam- starfi, til að mynda í því augna- miði að takast á við sameiginleg viðfangsefni í tilvikum þar sem samtakamáttur er líklegri til árangurs heldur en að hvert og eitt fullvalda ríki beiti sér óháð aðgerðum annarra ríkja. Fullveldið og ESB Evrópusambandið hefur skýra sérstöðu í flóru ríkjasamtaka. Aðildarríkin hafa framselt ríkis- vald til sameiginlegra yfirþjóð- legra stofnana en það gerir ESB ansi frábrugðið hefðbundnum ríkjasamtökum á borð við Evr- ópuráðið, Alþjóðaviðskiptastofn- unina, Sameinuðu þjóðirnar, Norðurlandaráð Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Vest- ur-Evrópusambandið og Atlants- hafsbandalagið sem byggja á milliríkjaskipulagi. Þetta einstaka skipulag Evr- ópusambandsins fellur að vissu leyti illa að hefðbundnum skiln- ingi á fullveldishugtakinu. Evr- ópusambandið er hvorki hefð- bundin alþjóðastofnun sem byggir á milliríkjagrunni né full- valda sambandríki, heldur yfir- þjóðleg samtök ríkja sem hafa kosið að deila fullveldi á afmörk- uðum sviðum. Því má segja að Evrópusambandið sé í aðra rönd- ina í það minnsta eins konar til- raun til að öðlast á nýjan leik hlutdeild í því valdi sem hefur flætt frá fullvalda ríkisstjórnum með aukinni hnattvæðingu. Innra og ytra fullveldi Samkvæmt framansögðu er almennt hægt að líta svo á að fullveldi hafi í það minnsta tvær hliðar; annars vegar inn á við, að ríkið hafi einkarétt á að ráða málefnum innan eigin landa- mæra og hins vegar út á við, rétt til að taka þátt í samstarfi ríkja á alþjóðavettvangi. Samkvæmt hefðbundnum skilningi felur fullveldið semsé í aðra röndina í sér að ríki eigi að ráða sínum innanlandsmálefnum sjálf, án utanaðkomandi íhlutun- ar, eins og hin þjóðréttarlega skilgreining segir til um og að framan var greint frá. Á undan- förnum áratugum hefur hnatt- væðing viðskipta, menningar og vísinda hins vegar gert ríki heims gagnkvæmt háð hvert öðru. Í samræmi við það hefur skilningur margra á fullveldis- hugtakinu að sumu leyti breyst. Fullvalda ríki geta samkvæmt þjóðarétti framselt fullveldi sitt til alþjóðlegra stofnana með sér- stökum þjóðréttarsamningum sem fá þar með heimild til að fara með ákvarðanatökuvald á tilteknum afmörkuðum sviðum. Þetta er gert í þeirri viðleitni að ná betur utan um tiltekin við- fangsefni sem ríkin ráða ekki við hvert og eitt. Því er til að mynda hægt að líta svo á að ríki heims geti ekki verið fullvalda í umhverfismálum nema með því að vinna saman að mengunarvörnum. Einstaka ríki geta heldur ekki haft fulla stjórn á eigin fjármálamarkaði þegar fjármálaviðskipti yfir landa- mæri eru opin eins og núverandi fjármálakreppa sýnir svo ljós- lega. Það er meðal annars vegna þessarar þróunar sem ríki Evr- ópu hafa í síauknum mæli kosið að deila fullveldi sínu í sameigin- legum stofnunum til að takast á við sameiginleg viðfangsefni. Til að mynda er hægt að líta svo á að áhrif ríkis í tilteknum málaflokki sé meiri með því að deila ríkis- valdi í sameiginlegum stofnun- um og jafnvel er hægt að halda því fram að aðild ríkisins að yfir- þjóðlegri stofnun feli í sér aukið fullveldi á því sviði heldur en ríkið annars hefði. Í hinum hnattvædda heimi verður ytri hlið fullveldisins því ekki síður mikilvæg heldur en sú innri, fullveldi ríkja felst núorð- ið ekki síst í réttinum til að taka þátt í starfi alþjóðastofnana, þar sem ákvarðanir einstakra svæða og heimsbyggðarinnar allrar eru teknar. Svo dæmi sé tekið þá eru Texas og Bæjaraland ekki fullvalda ríki og geta því ekki tekið þátt í starfi alþjóðastofnana, nema í gegnum ríkisstjórnir sínar, Bandaríkin og Þýskaland. Ísland er hins vegar frjálst og fullvalda ríki og hefur í krafti þeirrar stöðu fulla heimild til að taka þátt í starfi alþjóðastofnana. Í þessu samhengi er áhugavert að Ísland hefur fram að þessu kosið að nýta ekki fullveldisrétt sinn í stofnunum Evrópusam- bandsins. Höfundur er dósent og forstöðu- maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Í hinum hnattvædda heimi verður ytri hlið fullveldisins því ekki síður mikilvæg heldur en sú innri, fullveldi ríkja felst núorðið ekki síst í réttinum til að taka þátt í starfi alþjóða- stofnana, þar sem ákvarðanir einstakra svæða og heims- byggðarinnar allrar eru teknar. STJÓRNARRÁÐ ÍSLANDS „Þrátt fyrir að sjálfstæðisbarátta Íslendinga stæði í nánu samspili við álíka hugmyndafræðilegar hræringar í Evrópu þá virtust Íslendingar líta svo á að sjálfstæðisbaráttan væri að vissu leyti séríslenskt fyrirbæri,“ segir greinarhöfundur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Glatast fullveldi við aðild að Evrópusambandinu? EIRÍKUR BERGMANN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.