Fréttablaðið - 20.12.2008, Side 10

Fréttablaðið - 20.12.2008, Side 10
 20. desember 2008 LAUGARDAGUR ALÞINGI Forysta VG kynnti í gær til- lögur flokksins um ráðstafanir í ríkisrekstrinum. Ná þær bæði til aukinnar tekjuöflunar og aukins sparnaðar. Afrakstrinum á að verja til að draga úr niðurskurði í vel- ferðarkerfinu. Veigamesta tekjuöflunarleið VG felst í breytingu á tekjuskattskerf- inu. Vill flokkurinn að tveimur nýjum skattþrepum verði bætt við þannig að sérstakt álag upp á þrjú prósent leggist ofan á tekjur sem fara yfir sex milljónir á ári og átta prósenta álag leggist á laun umfram 8,4 milljónir á ári. Að mati flokks- ins færir þessi ráðstöfun ríkissjóði á þriðja milljarð króna á næsta ári. Við efstu mörk næmi skattheimtan tæpum 43 prósentum af tekjum. Tillaga VG er að þessi ráðstöfun verði í gildi út árið 2010. VG vill líka að hlutfall fjármagns- tekjuskatts hækki úr tíu prósentum í fjórtán. Fjármagnstekjur að 120 þúsund krónum á ári verði undan- þegnar skattinum. Með þessu móti gætu tæpir þrír milljarðar inn- heimst á næsta ári. Þá leggur flokkurinn til að fólki, sem lifir á fjármagnstekjum einum saman, verði gert að telja fram tekjur og greiða af þeim hefð- bundna skatta. Samtals afla tillög- urnar ríkissjóði á sjötta milljarð króna á næsta ári. VG leggur líka til sparnaðarað- gerðir umfram þær sem er að finna í fjárlagafrumvarpinu eins og það lítur nú út. Vill flokkurinn að Varn- armálastofnun verði lögð niður og nauðsynleg starfsemi hennar flutt annað. Við það gætu sparast um 800 milljónir á næsta ári. VG vill líka hætta við stofnun Sjúkratrygginga- stofnunar, spara í yfirstjórn ráðu- neyta og opinberra stofnana, hætta við þátttöku í heimssýningunni í Kína 2010 og afleggja fastar dag- peningagreiðslur til ráðherra, þing- manna á ferðalögum. Flokknum reiknast til að með þessum ráðstöf- unum gætu sparast á annan millj- arð króna á næsta ári. Þeim fjármunum sem vinnast vill flokkurinn verja til að hverfa frá hugmyndum stjórnvalda um skerðingu í almannatryggingakerf- inu og niðurskurði og gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu. bjorn@frettabladid.is VG vill auka skatta á tekjur yfir 6 milljónir VG vill auka skattheimtu um allt að sex milljarða með þríþrepaskiptum tekjuskatti, hærri fjármagns- tekjuskatti og sköttum á fjármagnstekjur. RÝNT Í GÖGN Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, og Katrín Jakobsdóttir varafor- maður kynntu í gær tillögur flokksins um tekjur og sparnað í ríkisrekstrinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Er síminn til þín? Lifðu núna Settu flottan síma í jólapakkann Nokia 6120 – gylltur 0 kr. út 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. Þú greiðir 0 kr. út og 2.000 kr. á mán. í 12 mán. eða staðgreiðir 24.000 kr. F í t o n / S Í A Nokia 1680 0 kr. út 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. Þú greiðir 0 kr. út og 1.500 kr. á mán. í 12 mán. eða staðgreiðir 12.900 kr. LÖGREGLUMÁL Lögreglan leitar enn að Robert Dari- usz Sobiecki, sem dæmdur var nýverið í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga stúlku á salerni á Hótel Sögu. Lögreglan lýsti eftir manninum 12. desember síðastliðinn. Ekkert hefur til hans spurst, að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfir- lögregluþjóns hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæð- inu. Hann segir að hinn eftirlýsti hafi ekki komist úr landi undir réttu nafni. Robert Dariusz Sobi- ecki er 19 ára. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans eða dvalarstað eru beðnir að hafa sam- band við lögregluna í síma 444 1100. - jss Robert Dariusz Sobiecki er eftirlýstur af lögreglu: Nauðg ara enn leitað ROBERT DARIUSZ SOBIECKI SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti íslenskra skipa nam sjötíu millj- örðum króna á fyrstu níu mánuð- um ársins samanborið við 62,8 milljarða á sama tímabili í fyrra. Aflaverðmæti hefur aukist um 7,2 milljarða eða 11,4 prósent á milli ára. Aflaverðmæti botnfisks í janúar til september 2008 nam 49,3 millj- örðum og jókst um 5,1 prósent miðað við sama tímabil árið 2007. Verðmæti þorskafla var 23,4 millj- arðar og jókst um 1,2 prósent frá fyrra ári. Verðmæti síldaraflans í janúar til september nam rúmum sex milljörðum sem er 120,7 prósent aukning frá sama tímabili árið 2007. - shá Aukning í þorsk- og síldarverðmætum: Aflaverðmæti jókst um rúma sjö milljarða VIÐ BYRGGJU Töluverð aukning er á aflaverðmæti frá fyrra ári. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.