Tíminn - 05.12.1982, Síða 15

Tíminn - 05.12.1982, Síða 15
SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982. iiLíim 15 JÓRBINA í HENDUR RUSSUM Óð...” Helgar-Tíminn rifjar upp sögu þjóðarstríðsins 1808-1809 í tilefni af þj óðhátíðar degi Finnlands á morgun hélt hann hins vegar vígstöðvum sínum í þrjá mánuði, þrátt fyrir ofureflið. Ekki síst var það að þakka mikilli samstöðu landslýðsins. Almenningur var harla bitur í garð Rússa og það af mörgum ástæðum auk þeirra augljósu. Meðal annars hafði frést að Buxhövden reyndi að knýja foringja í her Klingspors til þess að hlaupast undan merkjunum með því að taka jarðeignir þeirra og heimili og hóta fjölskyldu þeirra harðræði. Von Fieandt Loks um miðjan júní lagði meginher- inn af stað suður á bóginn. Höfðu menn hresst við tíðindi af sigrum von Fiendt nokkrum dögum áður, en hann hafði gert áhlaup á rússneska deild við Perho og knúið foringja hennar Raseviski til þess að hörfa til Lappo. Þaðan hélt Fiandt til Lintulaks að eigin frumkvæði og klauf fylkingar Rússa í norðaustri og suðri, svo ekkert samband var milli þeirra. Ekki fékk hann þó lengi varist þarna. Hinn 14. júlí réðist Adlercreutz að Rússum þar sem þeir sóttu fram við Lappo og vann fagran sigur yfir Rajev- ski. Um svipað leyti gerðu sjálfboöaliða- sveitir bænda Rússum lífið leitt í Tavastlandi og varð Rajevski illa úti. Var hann sviptur herstjórninni og hún fengin í hendur hinum unga og hugum- stóra Kamenski. Brátt sóttu Rússar fram að nýju en biðu ósigur fyrir Döbeln við Kauhajoki. Nokkrum dögum síðar voru þeir svo reknir á flótta af Adlercreautz og Cronstedt við Alavo. Fiandt, sem enn á ný sótti fram, beið ósigur eftir 17 stunda orrustu við Karstula fyrir sveitum Vlastoff hershöfðingja og náðu rúss- nesku deildirnar þar með sambandi sín á milli að nýju yfir Lintulaks. Sá Adlercre utz sér þá ekki annað fært en að halda til norðurs að nýju. Við Ruona hrakti hann mikið lið óvinanna á brott og hafði byrjað orrustu við Salmi, er hann fékk skipun um að draga sig til baka, norður til Lappo. Þar með hófst nýtt undanhald sem síðan stóð linnulítið og færði hernum marga skráveifuna. Tók nú móður hins vígdjarfa liðs mjög að þverra. Mótspyma þess og fómir höfðu reynst til lítils. Sókn Döbelns Kamenski hugðist nú láta deild undir stjórn Kosatchoffski sækja frá Lappo upp til Nykarleby, en sótti sjálfur upp þangað úr suðri. Leit nú illa út fyrir Klingspor, en Döbeln, sem lá í hitasótt í höfuðstöðvunum, reis upp af sjúkra- beði, kvaddi saman Bjarnarborgar-her- deildina, og hélt með liðið á mettíma til Jutas og tók sér þar stöðu. Þegar Kostschoffski sótti fram, var hann yfirmnninn þegar og beið mikið afhroð. Leiðin var opin. Adlercreutz hafði nú tekið sér stöðu við Oravais. Þar réðust Rússar að honum, en hann vann sigur á þeim. En ekki var sopið kálið þótt í ausuna væri komið, því er hann hugðist reka flóttann varð hann á vegi liðsauka, sem senda skyldi Kamenski og sigurinn breyttist í ósigur. Afhroðið var mikið. Þar særðist m.a. annarra hinn ungi Wilhelm von Schverin, eftir hreystilega vörn. Þann 29. september var gert vopnahlé. Féll þar Doluraki Alexander keisari óskaði nú að binda enda á þetta stríð og sendi hinn ættstóra unga Dolguruki til Savolaks og skyldi hann reyna að komast fram hjá Sandels og koma að baki deildum Klingspors. Tutschkoff sagði upp vopnahléinu og klukkan eitt sama dag gerði hann árás við Virta brú á Sandels, sem klukku- stundu áður hafði sent foringja einn á vit Rússanna, til þess að biðja um vopnahlé. Lið Rússa var fimmfalt fjöl- mennara en lið Sandels, en var þó hér hrakið til baka í blóðugum bardaga. Féll þar Dolgoruki. Sandels fékk þó ekki lengi varist og hörfaði til Uleáborgar. Þar mættust þá allar deildir hersins. Var nú gert samkomulag við Rússa á þá leið að vopnaviðskiptum skyldi hætt í Öster- botten og Savolaks og skyldi finnski herinn hörfa yfir landamærin sem á þeim tíma lágu við ána Kemi. Sjúkdómar höfðu herjað á hermennina og yfirmenn. í Torneá jókst eymdin enn. Mikill skortur var á matvælum og menn lágu á heyi á köldum skálagólfunum. Klæði manna voru orðin henglum, skórnir botnlausir og fjöldinn allur lét lífið. Ósigurinn mikli Vorið 1809 ákváðu Rússar að ylja Svíum undir uggum og knýja fram uppgjöf. Sendar voru sveitir til Álands- eyja og yfir Kvarken til Umeá. Finnski herinn hélt frá Torneá til Klix og hér varð yfirmaður hans, Gripenberg hers- höfðingi, vegna hættu í suðri og norðri, að ganga að hörðum skilmálum. Allar sveitir hans skyldu leggja niður vopn og afhenda óvinunum allar birgðir sínar. Fjöldi hermanna hélt nú heim á leið, en nokkrar deildir stefndu í suðurátt. Hinn hrausti Duncker, nafnkunnur foringi í Savolaks-herdeildinni, veitti óvinunum hetjulegt viðnám við Hörnefors þann 5. júlí. Er hann eitt sinn í bardaganum hafði leitað sér skjóls, spurði Sandels, sem ekki var maður nærgætinn, hvort hann væri hræddur. Sátu þessi orð enn í huga Dunckers er hann skotinn banvænu skoti var borinn burt í orra- hríðinni. Friðarsamningar voru gerðir í Fre- drikshamn þann 17. september: Allt Finnland ásamt Álandseyjum og Váster- botten til Torneá skyldi hverfa undir yfirráð Rússa. Finnski herinn var staddur á sænskri grund í Umeá, er hann tók á móti þessum tíðindum, sem Döbeln flutti honum. í kveðjuávarpi sínu sagði þessi djarfi hershöfðingi: „Bandalag stríðsmanna, sem hlotið hefur skírslu sína í stríði, hættum, blóði og dauða, mun aldrei rofna, og þakklæti það sem ég ber í brjósti til yðar og votta yður nú er órjúfanlega tengt þessu bræðrabandi voru.“ - AM J. L. Runeberg: Bjarnar- borgarmarsinn Synir lýðs, er lét sitt blóð á Leipzigsléttum, Narvamelum, Liitzenshólum, Póllundssöndum Enn er þrek í vorri þjóð til þess að rjóða fjandablóði vígaslóð. Burt með kyrrðir, hvfld og frið, því stormur dunar, logar leiftra, vopnin þeyta vígabröndum. Fram, fram, glatt með hjör við hUð, því hraustir feður sjá, hvort dugar sona lið. Háleitt það er, sem heimtar oss að verki. Benvanir vér og valinn hjörinn sterki. Allir - fiisir fram á við, hér er vors ævafoma frelsis fagra svið. Skín hátt vort sigursæla merki, slitið af styrjöld, ævagömlum dögum fró. Fram, fram vor her, sem hörfa aldrei má. Vér hefjum ennþá voð með litum Finnlands á. Aldrei varga veldi skal oss slíta úr faðmi fósturláð vort, meðan blóð er enn í æðum. Aldrei slíkt skal heyrast hjal, að finnska þjóðin frjálsan svíki fjallasal. Falla hraustum sæmir hai, en aldrei víkja, aldrei svíkja, aldrei lúta lydduhræðum. Hetjan feliur fús í val, að unnum sigri fegnir gistum feigðarsal. Bregðum nú brand' og böðla lömum hendur. Lát fyrir land, er líf, sem eilíft stendur. Hvíldlaust fram úr stríði’ í stríð, því stundin nú er vorrar endurreisnar tíð. Mannfall og stórtjón enn, sem endur, aðeins sem tryggðarpanta skoðum vér. heiU, þjóðarmerki, fast vér fylgjum þér, og frækinn drengjaskari ennþá hátt þig ber. Hannes Hafstein þýddi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.