Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 fspegli tímans iUmsjón: B.St. ng K.L. ■ Það er tilkomumikið þegar „Kroppurinn“ Divine dillar sér við hátalarann og raular lögin sín. Annars eru víst fæstir, sem taka eftir söngnum, því aðalatriðið er að horfa á Divene í skáröndótta silki- kjólnum, sem lætur vöxtinn njóta sín. Divine hefur leikið í kvik- myndum, svo sem Pink Flam- ingos (Bleiku flamingóunum) Female Trouble (Kennavand- ræði - eða vandamál kvenna eða eitthvað í þá áttina) og Polyester. Sagt er að Divine stundi sérstæða líkainsrækt - ofát. ■ Þær Ijóshærðu hafa meiri kynþokka, er oft sagt, - en svo eru líka sumar, sem hafa „meira af öllu.“ ■ Vinir Koo Stark, vinkonu Andrew prins, urðu fyrir háifgerðu áfalli, þegar þeir hugðust tæma íbúð þá, sem leikkonan hafði haft á leigu í London, þegar sem hæst hóaði miili hennar og prinsins. Þeir veittu því nefnilega eftirtekt, að þar var ekki lengur tangur né tetur, sem minnti á prinsinn eða nærveru hans. Þeir vissu þó, að þar átti að vera bunki af ástarbréfum, sem hann hafði skrifað henni og kvikmynd, þar sem þeim brá fyrir saman. Þeir iögðu því fram kæru gegn óþekktum þjcfi. Sá eini, sem lét sér ekki bregða var prinsinn. í Ijós kom, að Koo hafði afhent prinsinum aukaiykil að íbúðinni, svo að hann gat komið og farið eins og hann vildi. Hann hafði því notað tækifærið og fjarlægt allar minjar um, að hann hefði nokkurn tíma komið þangað. Er haft eftir honum, að hann hafi sagt sigri hrósandi: Þessir hiutir eru ailir komnir á öruggan stað núna. Hvad varð af ástarbréfunum? Andrew hafði auka- ■ Koo Stark geymir ekki lengur ástarbréfin frá Andrew. ■ Það var ekki hlaupið að því að finna leikkonu, sem líktist Edith nógu mikið til að hægt væri að notast við hana. Þær finnast nefnilega ekki á hverju strái 145 cm háar og aðeins 40 kg. á þyngd. ■ Brigitte Ariel í hlutverki söngkonunnar ástsælu Edith Piaf, sem ólst upp í fátækia hverfi og átti erfiða ævi sökum vanheilsu og óreglu, en söng sig inn í hjörtu manna um allan heim. ■ Edith Piaf hefur ekki fölnað í minningunni, þó að 19 ár séu liðin frá dauða hennar. mynd um Edith Piaf lítur dagsins ■ „Non, je ne regrette rien,“ söng ódauðlega franska söng- konan Edith Piaf. „Ég iðrast heldur einskis," segir þýsk stúlka, Brigitte Ariel, sem hefur lagt sitt af mörkum til að halda uppi minningunni um Edith. 19 ára gömul var Brigitte, þegar hún fékk það eftirsótta hlutverk að leika Edith á hvíta tjaldinu. Þar sem þetta var fyrsta stóra hlutverkið, scm hún hafði fengið auk þess, sem hún var ákafur aðdáandi söng- konunnar, þóttist hún heldur betur hafa dottið í lukkupott- inn. Lítið sá hún þá fyrir hvernig fara myndi. Aðeins nokkrum tímum fyr- ir frumsýninguna á myndinni, . sem fram átti að fara 3. april 1974, dó forseti Frakldands, Georges Pompidou. Frumsýn- ingunni var því frestað, en átti að fara fram, þegar þjóðar- sorginni hefði verið létt af. Úr því varð þó ekkert, áhuginn á myndinni var dofnaður og kvikmyndin rykféll upp í hillu hjá framleiðandanum. Síðar komu svo til deilur um höfund- arrétt, sem hindruðu sýningar. Það er ekki fyrr en nú, 8 árum st'ðar, sem myndin er aftur komin á dagskrá. Á liðnum árum hefur Brigitte stundað nám, skrifað bækur og leikið einstöku hlutverk, sem henni hafa boðist. Kannski lukkuhjólið taki nú rcglulcga að snúast henni í hag og leiðin til hins stóra frama að opnast með sýningu myndar- innar. ■ Liggur leið Richard Burton e.t.v. í lávarðadeild breska þingsins? Sir Richard? ■ Haft er eftir heimildum úr innsta hring Elísabetar drottn- ingar í Buckingham höll, að meðal þeirra, sem aðalsnafn- bót hljóti næst, þegar slík úthlutun fari fram, verði Ric- hard Burton. Er sagt, að drottningin beri svo mikla virðingu fyrir Shake- spearetúlkandanuin Richard Burton, að hún hyggist slá hann til riddara. Sagt er, að hún láti önnur afrek hans liggja á milli hluta. Ef þetta reynist rétt vera, líður ekki á löngu, þar til hann á hcimtingu á því að vcra ávarpaður „Sir Richard“. Tek- ið skal fram, að sagan hefur ekki fengist staðfest! ■ Sagt er að Elísabet Breta drottning hafi áhuga á að aðl Richard Burton.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.