Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 4
fréttir Fjármálaráðherra hækkar fframleiðslugjald ISAL um tæpa hálfa milljón dollara: „EKKI HQMILO T1L SKULDA- JAFNAÐAR A ÞENNAN HATr — segir Ragnar Halldórsson, forstjóri ■ Fjármálaráðuneytið hefur endur- ákvarðað framleiðslugjald ÍSAL fyrir árið 1976 og hækkað það um tæpa hálfa milljón dollara. Þetta kemur fram í frétt frá fjármálaráðuneytinu og að upphæðin hafi verið færð til lækkunar á skattinn- eigii fyrirtækisins hjá ríkissjóði frá og með I. janúar 1977. Kemur fram að þessi ákvörðun sé í samræði við niður- stöður endurskoðunar Coopers & Lybr- and á verðlagi á rafskautum og súráli til ÍSAL fyrir árin 1975 til 1979. Er jafnframt frá því greint að þessi endur- ákvörðun framleiðslugjaldsins vegna ársins 1976 sé sérstaklega gerð nú til að koma í veg fyrir að gjaldandinn geti borið fyrir sig almenna reglu íslenskra skattlaga um sex ára fyrningafrest á skattkröfum. Tíminn hafði í gær samband við Ragnar Halldórsson, forstjóra ÍSAL og spurði hann álits á þessari endurákvörð- un fjármálaráðuneytisins á framleiðslu- gjaldi: „Við höfum nú þegar svarað fjármálaráðherra þar sem við mótmæl- um þessari ákvörðun. Við teljum þetta alrangt og endurtökum það sem við höfum áður sagt, að hér sé um ágreining varðandi lögfræðilega túlkun að ræða. Við vísum til þess, að á meðan þessi ágreiningur sé ekki útkljáður, þá hafi þeir enga heimild til þess að skuldjafna á þennan hátt,“ sagði Ragnar Halldórs- son, forstjóri ÍSAL. -AB Árni Benediktsson Bolli Héðinsson ■ í gær var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík, útför Sigurjóns Olafssonar myndhöggvara, en hann andaðist 2(1. desember s.l. Dómkórinn söng og Marteinn H. Friðriksson dómorganisti lék á orgel. Einnig lék kvartett sem skipaður var þremur börnum hins látna, Frey, Hlíf og Ólafi Spur og Sesselju Halldórsdóttur. Sr. Bjami Sigurðsson frá Mosfelli jarðsöng. Listamenn báru kistu hins látna úr kirkju. - Tímamynd: GE. Bjöm Líndal Prófkjör framsóknarmanna í Reykjavfk fer fram 9. janúar nk.: Dómur í ppDekkjamáh inu”: Allir hlutu fangelsis- dóm ■ Dæmt hefur verið’í sakadómi Reykjavík- ur í svokölluðu dekkjamáli sem upp kom á Keflavíkurflugvelli 1978 en fimm menn voru ákærðir fyrir svik í sambandi við sölu á hjólbörðum til Varnarliðsins. Raunar er um tvær ákærur að ræða því einn þessara manna var ennfremur dæmdur fyrir heimildarlausa úttekt á hjólbörðum úr tollvörugeymslu. Fjárhæðin í sambandi við svikin nam 153 þús. dollurum en í dómsorðum segir að sannað þyki að þeir hefðu hagnýtt sér greiðslur að upphæð 137 þús. dollara. Allir hlutu mennirnir fangelsisdóma, tveir voru dæmdir í 14 mánaða fangelsi, einn í ÍÓ mánaða fangelsi, einn j 6 mánaða fangelsi þar at J mánuði skilorðsbundið og einn hlaut 5 mánaða fangelsi þar af 3 mánuði skilorðs- bundið. Ennfremur voru þeir dæmdir til greiðslu fésektar að upphæð 137 þús. dollara er greiðast skal dómsmálaráðuneyti Bandaríkj- anna, fyrir hönd Varnarliðsins. Allir áfrýjuðu þeir þessum dómi. Dómari var Haraldur Henrýsson. -FRl Dæmt í Safa- mýrarmálinu: Hlaut eins árs fangelsi ■ Dæmt hefur verið í sakadómi Reykjavík- ur í svokölluðu Safamýrarmáli en í.ársbyrjun 1979 lést 21 árs gömul stúlka af áverkum sem hún hlaut af samskiptum sínum við pilt á líkum aldri. Átti þessi atburður sér stað í fjölbýlishúsi í Safamýri. Piltur var ákærður fyrir manndráp af gáleysi og hlaut hann 1 árs fangelsi auk greiðslu alls sakakostnaðar að upphæð rúmar 22 þús. kr. Dollý Nilsson TIU GEFA KOST A SER L ■ Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Reykjavík hefur birt nöfn þeirra 10 framsóknarmanna sem taka munu þátt í prófkjöri flokksins um 6 efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík í næstu alþingiskosningum. Prófkjörið mun fara fram hinn 9. janúar n.k. á skrifstofu flokksins að Rauðarárs- tíg 18. Á sama stað fer fram utankjör- staðaatkvæðagreiðsla frá þriðjudeginum 4. til laugardagsins 8. janúar n.k. klukkan 17.00 til 18.00. Þessir munu taka þátt í prófkjörinu: Árni Benediktsson, framkvæmdastjóri. Ásta R. Jóhannesdóttir, útvarpsmaður. Björn Líndal, deildarstjóri í viðskipta- ráðuneytinu. Bolii Héðinsson, hagfræðingur Far- manna-og fiskimannasambands ÍSl. Dollý Erla Nilsen Haraldur Ólafsson, lektor. Kristín Eggertsdóttir, starfsm. MFA. Ólafur Jóhannesson,utanríkisráðherra. Ólafur Jóhannesson Haraldur Ólafsson Kristín Eggertsdóttir Steinunn Finnbogadóttir. Viggó Jörgensson, skrifstofumaður. Rétt til að greiða atkvæði í prófkjörinu eiga allir fulltrúaráðsmenn í Fulltrúa- ráði framsóknarfélaganna í Reykjavík og varamenn þeirra. Ennfremur þeir sem Framsóknarflokkurinn hefur kosið á alþingi eða í borgarstjórn, nefndir og Steinunn Finnbogadóttir Viggó Jörgensson ráð og gildir það einnig um varamenn þeirra. Á þetta við um þá sem ekki eru aðal- eða varamenn í Fulltrúaráðinu. Fyrirkomulag prófkjörsins er þannig, að hver þátttakandi skal númera í hlaupandi töluröð við nöfn þeirra 6 aðila sem hann vill að skipti 6 efstu sæti framboðslistans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.