Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 17 innlendur fréttaannáll 1982 Fimm manns fórust þegar tveggja hreyfla flugvél af Piper Astec-gerö frá Flugskóla Helga Jónssonar fórst í Esjunni að kvöldi 20. júlí. Flak flugvélarinn- ar sem var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli fannst rétt fyrir miðnætti í um 600 metra hæð. Auk flugmannsins voru í vélinni hjón og tvö uppkomin börn þeirra. Flugmaðurinn hét Jón Þröstur Hlíðberg, 24 ára, og farþegarnir voru Björn Magnússon, fyrrverandi slökkviliðsmaður, 49 ára, Svanhvít Gunnarsdóttir, kona hans, 47 ára, og börn þeirra Auður Björnsdóttir, 26 ára hjúkrunar- nemi og Axel Björnsson 23 ára. Bann við ölium hvalveiðum í heiminum var samþykkt á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í Brighton í Englandi 23. júlí. Með tillögunni greiddu atkvæði 25 ríki, 5 sátu hjá og 7 greiddu atkvæði gegn. ísland var í síðast nefnda hópnum. Agúst Lögreglan kom að ungri konu þar sem hún lá bundin á höndum og fótum á skrifstofu við Lindargötu í Reykjavík snemma að morgni mánudags 2. ágústs. Konan, sem starfar á skrifstofunni, bauð þangað með sér ungum manni sem hún hitti á veitingahúsi um nóttina. Á skrifstofunni kom maðurinn auga á kassa sem hann girntist, en þar sem konan féllst ekki á að hann hefði kassann á brott með sér greip hann til þess ráðs að binda hana og ræna kassanum. Ungi maðurinn fékk eftirþanka og hafði samband við lögregluna og lét vita af konunni. Lögreglan gat rakið símtalið og var hann handtekinn. Gífurlegt tjón af völdum elds og reyks varð á véla- og rafmagnsverkstæði Meitilsins h.f. í Þorlákshöfn 6. ágúst. Þar skemmdist einnig mikið af fiskmjöli. Laugardaginn 14. ágúst hófst föst starfsemi Ríkisútvarpsins á Akureyri. Jónas Jónasson dag- skrárfulltrúi og Bjöm Sigmundsson tæknimaður eru þar við föst störf. Ný kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar „Okkar á milli sagt - í hita og þunga dagsins" var frumsýnd í Háskólabíói 14. ágúst. Myndinni var mjög vel tekið af frumsýningargestum. Mikill harmleikur varð í Öræfasveit aðfaranótt 17. ágúst. Tuttugu og eins árs gömul frönsk stúlka var myrt og.systir hennar varð fyrir líkamsárás og hlaut alvarlegan höfuðáverka. Fjörutíu og eins árs gamall maður úr sveitinni hefur viðurkennt að hafa framið ódæðisverkið. Maðurinn, Grétar Sigurður Arnas, flúði af vettvangi með lík stúlkunnar en var handtekinn sólarhring síðar í grjótbyrgi sem hann hafði gert sér skammt frá morðstaðnum. Um fjögur hundruð grindhvalir svömluðu inn á Rifshöfn á Snæfellsnesi 20. ágúst þar sem ekkert virtist bíða þeirra nema dauðinn. Heimamönnum tókst að hrekja stóran hluta þeirra á haf út aftur. Milli tuttugu og þrjátíu höfðu þó drepist í fjöruborðinu. Engar einhlítar vísindalegar skýring- ar eru til sem skýra þetta uppátæki. Tuttugu og fimm ára gamall íri játaði á sig innbrot í sex skartgripaverslanir í Reykjavík í vor og sumar. Auk þess játaði hann að hafa reynt að komast inn í tvær til viðbótar. Hefur hann vísað á stærstan hluta þýfisins og fannst það í höfuðstöðv- um samtakanna Ananda Marga. Samtökin eru þó á engan hátt tengd afbrotinu. Hinn 21. ágúst gaf ríkisstjórnin út bráðabirgða- lög um efnahagsaðgerðir. Gengi krónunnar var fellt um 13 af hundraði. Helmingur af verðbóta- hækkun launa var felldur niður 1. des., en sérstakar bætur greiddar úr ríkissjóði til láglauna- fólks. Gengismunur var lagður í gengismunasjóð og varið til styrktar útgerðinni. Verslunarálagning var lækkuð og tímabundið vörugjald tekið upp. „Greiðslujöfnuður og atvinnuöryggi" eru markmið laganna sögðu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar. - Stjórnarandstaðan lýsti megnri óánægju með aðgerðirnar og krafðist þess að Alþingi yrði kvatt saman. Jafnframt voru bornar á það brigður að bráðabirgðalögin nytu stuðnings meirihluta AI- þingis. Eggert Haukdal alþingismaður lýsti því yfir 24. ágúst að hann hefði ákveðið að styðja ekki lengur ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens. Ástæðuna kvað hann óánægju með efnahagsstefnu og aðgerðir. ríkisstjórnarinnar. Hann kvaðst mundu greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögunum, Útgáfa símaskfár á vegum ungra sjálfstæðis- manna á Akureyíi var kærð'til Rannsóknarlögregl- unnar og þess krafist að hún yrði gerð upptæk. Póstur og sími telur sig hafa einkarétt á slíkri útgáfu. Jón G. Sólnes fyrrverandi alþingismaður var ábyrgðarmaður útgáfunnar. September Endurskoðunarfyrirtækið Copers & Lybrand komst að þeirri niðurstöðu að ÍSAL hafi vantalið tekjur sínar um 22 milljónir króna árið 1981, en iðnaðarráðherra hafði falið því að endurskoða reikninga fyrirtækisins. f skýrslu endurskoðenda kom fram að Alusuisse neitaði þeim um aðgang ■ Sæluhúsið á Skeiðarársandi þar sem hinn 17. ágúst kom til átaka milli franskra stúlkna og Grétars Sigurðar Amars með þeim afleiðingum að önnur stúlknanna lét lífið. ■ Dávaldurinn Frisenette dáleiðir hana og lætur hann reykja á skemmtun í Háskólabíói í september. Þúsundir manna sóttu samkomur dávaldsins í Reykjavík og nágrenni. Tímamynd: GE. að bókhaldi sínu og dótturfélaga sinna til öflunar gagna um viðskiptin við ÍSAL. Yfirlitssýning á verkum Alberts Thorvaldsens var opnuð á Kjarvalsstöðum 3. september. Þetta var í fyrsta sinn í 134 ára sögu Thorvaldsensafns sem staðið er fyrir sýningu á verkum myndhöggvar- ans á erlendri grundu. Ráðherrar Alþýðubandalagsins stöðvuðu bygg- ingu flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli með því að beita neitunarvaldi á fundi ríkisstjórnarinnar 8. september. Þeir eru andvígir því að stöðin sé reist fyrir bandarískt fjármagn. Davaldurinn Frisenette, danskur maður sem búsettur er í Bandaríkjunum, vakti mikla athygli með dáleiðslusýningum sínum í Háskólabíói í Reykjavík fyrri hluta septembermánaðar. Þúsund- ir manna sóttu sýningar hans og nokkrir tugir voru dáleiddir. Ráðning bæjarstjóra á Akranesi varð deiluefni stjórnmálaflokkannaí bænum. Alþýðubandalagið ákvað að slíta samstarfi við Sjálfstæðisflokk og Alþýðuflokk. Vigdís Finnbogadóttir opnaði hina miklu menn- ingarsýningu „Scandinavia Today“ í Washington í Bandaríkjunum fyrir hönd þjóðhöfðingja Norður- landa. Hún hitti einnig Reagan Bandaríkjaforseta og aðra forystumenn'þar vestra. ■ Grindhvalavaða svamlaði inn á Rifshöfn og synti þar upp á land, seint í ágúst. Talið er að hvalirnir hafi verið um fjögur hundruð, en stóran hluta þeirra tókst að hrekja út úr mynninu. Tímamynd: Ari .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.