Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 5 fréttir Buist við ákvörðun um 14% hækkun fiskverðs í dag: Utfuitningsgialdið hækkad í STAD OliUN KHIRGREIÐSLN A? ■ Fiskverd verður að líkindum ákveðið í dag, og bendir allt til þess að fískverð hækki um 14% og að kostnaðarhlutdeild, sem verður væntanlega útflutningsgjaldið, hækki úr 5,5% upp í 8.5 eða 9%, og að fjármunir sem þannig vinnast, verði notað- ir til olíuniðurgreiðslu. Á fundi yfirnefndar í fyrradag kom fram það viðhorf fulltrúa útgerðarinnar og fiskvinnslunnar um að athuga bæri nánar kostnaðarhlutdeildina, en Steingrímur Hermannsson, sjávarút- vegsráðherra mun í gær hafa fengið samþykki ríkisstjórnarinnar á fundi hennar fyrir tillögum sínum, sem fólu m.a. það í sér að fiskverð hækki um 14% og olíuniðurgreiðslur hækki úr 22% í 28%, en þó vildi stjómin halda opnum möguleika á því að fara aðrar leiðir, ef um það næðist samkomulag hagsmuna- aðila, og var þá helst höfð í huga þessi leið sem nefnd var á fundi yfirnefndar í fyrradag, um hækkun kostnaðarhlut- deildar. Herma heimildir Tímans að hvor leiðin sem valin verður, kosti svipað, bæði hvað varðar verðbólgu og afkomu útgerðar og fiskvinnslu. Þegar rædd er um kostnaðarhlutdeild í þessu sambandi þá er verið að ræða um stofnfjársjóð, olíugjald, eða útflutn- ingsgjald, og hér er um hækkun á útflutningsgjaldinu að ræða. Slík hækkun, að útflutningsgjaidið færi úr 5.5% í 8.5% eða 9%, myndi gerast með þeim hætti, að útgerðin fengi hækkunina beint frá fiskvinnslunni, án þess að hún kæmi til skipta hjá sjómönnum. Það sem er talið að geti helst staðið þessari leið fyrir þrifum, er afstaða sjómanna, en Guðmundur Hallvarðs- son, varaformaður Sjómannasambands íslands sagði í samtali við Tímann í gær, þegar hann var spurður um afstöðu sjómanna til þessarar hækkunar útflutn- ingsgjaldanna: „Við erum algjörlega á móti því, og teljum að þarna sé enn verið að bæta við andskotans kerfið. Við sjómenn erum þeirrar skoðunar, að þjóðin öll verði að axla vanda eins og olíugjald, en ekki bara sjómenn." - AB. j.'V'J ?■. . ?;■ | £ jpE - ímk - ^IJJ- ' , ■ Útför Agnars Kofoed-Hansen flugmálastjóra var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson jarðsöng og Dómkórinn söng við undirleik Marteins H. Friðriksscnar.Aðstandendur báru kistuna úr kirkju og fyrir utan stóðu lögreglumenn og starfsmenn Flugmálastjómar heiðmsvörð. - Tímamynd: GE. Viö sendum landsmönnum öllum óskir um farsaeld á nýju ári 05 þökkum ánægulegt samstarf EIMSKIP *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.