Tíminn - 31.12.1982, Qupperneq 30
■ Víkingar urðu íslandsmeistarar í knattspyrnu árið 1982. Hér sést Ómar Torfason fyrirliði hampa bikarnum, og með honum á myndinni eru nokkrir félagar hans.
September
Enn ein skrautfjöður í hatt knatt-
spyrnulandliðsins. Jafntefli gegn Holl-
endingum, 1-1. Þessi úrslit vöktu athygli
um allan hinn svokallaða knattspyrnu-
iheim (hvað er það nú annars?). Arnór
Guðjohnsen átti enn einn sniildarleik-
inn. Áfram Nóri.
Landsliðið var á ferðinni skömmu
seinna, en án atvinnumanna, og mátti
sætta sig við nauman ósigur gegn
Austur-Þjóðverjum, 0-1.
1. deildarkeppnin hélt áfram af krafti,
Víkingar voru á góðri leið með að
tryggja sér sigur, en ein 4-5 lið börðust
um að forðast fall. Fritz Kissing, þjálfari
Blikanna, var látinn hætta og sögðu þeir
Kópavogsmenn að þetta væri allt „í
góðu.“
Úrslitin réðust um miðjan mánuðinn.
Víkingur varð meistari, Fram og KA
féllu í 2. deild. Þeirra sæti í 1. deild taka
Þór frá Akureyri og Reykjavíkur-
Þróttur.
r
Oskum öllum viöskiptavinum
okkar
árs og friðar
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að Ifða
[-ÍSUENZKA HF. Lynghálsi 10.
Óskum landsmönnum öllum
Gleöilegs nýárs
Þakkar gott samstarf og
viðskipti á liðandi ári.
Fótboltaliðin héldu nú í Evrópu-
keppni og fer litlum sögum af árangri
þeirra, ef Víkingar eru undanskildir.
Þeir töpuðu að vísu báðum leikjunum,
0-1 og 2-3 (á útivelli), en þess ber að
geta cð mótherjarnir voru spænsku
meistararnir Real Sociedad.
Og nú var handboltinn byrjaður að
rúlla á ný og Stjörnustrákamir úr
Garðabæ léku fyrsta leikinn gegn FH.
Víkingar urðu síðan Reykjavíkurmeist-
arar.
Landinn sigraði í 3-landa keppni í
badminton. Leikið var gegn „frændum"
vorum og vinum Færeyingum og Græn-
lendingum.
Áfram september.
■ Guðrún Fema Ágústsdóttir setti mörg íslandsmet á árinu og var í fremstu röð
allt árið.