Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 25

Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 innlendur fréttaannáll 1982 því 22 milljónum krónum vegna vangoldins innflutningsgjalds, söluskatts og vörugjalds. Viðræður um álmálið héldu áfram í nóvember. Forstjóri Alusuisse, dr. Paul Miiller kom hingað til viðræðna við Hjörleif Guttormsson iðnaðarráð- herra, en samkomulag tókst ekki. Samtökin Líf og land efndu til ráðstefnu um vísindi á Kjarvalsstöðum helgina 27. og 28. nóvember. Þar voru flutt 21 erindi um sögu og stöðu vísinda á íslandi. Fullorðin kona varð fyrir hrottalegri árás í íbúð sinni að Hátúni 10 í Reykjavík að kvöldi 25. nóvember. Maður sem réðst inn í íbúð hennar sló hana með krepptum hnefa í andlitið og meðan hún lá í blóði sínu á gólfinu rændi árásarmaðurinn veski hennar sem í voru tæplega tvö þúsund krónur. Hann náðist nokkru seinna. „Kraftaverk að mennirnir skyldu sleppa lifandi“ sagði í frétt um þann atburð 25. nóvember er lítii þyrla hrapaði í miðri Reykjavík með þremur mönnum innanborðs. Engin slys urðu á mönnum, en þeir voru að vinna að kvikmyndatöku fyrir Sjónvarpið. Atburðurinn varð á lóð Sjónvarpsins við Laugaveg. Utanríkisráðuneytið bað sovéska sendiráðið afsökunar 26. nóvember í tilefni af því að fjórir sovéskir vísindamenn höfðu verið teknir höndum og lögregluyfirvöld í Reykjavík haft í hótunum við skipstjóra sovésks vísindaskips. Sakarefnið var stuldur á veski með 50 krónum í leikfangaverslun, sem reyndist við engin rök hafa að styðjast. Um 400 ám var slátrað í tveimur sláturhúsum á Sauðárkróki vegna flúoreitrunar sem uppgötvaðist óvænt. Allmargt fé hafði drepist áður Desember Geir Hallgrímsson beið mikinn persónulegan ósigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins síðustu helgina í nóvember. Hann lenti í sjöunda sæti. Albert Guðmundsson varð sigurvegari prófkjörs- ins, í fyrsta sæti. Næstir í röðinni voru Friðrik Sophusson, Birgir Isleifur Gunnarsson, EUert B. Schram, Ragnhildur Helgadóttir og Pétur Sigurðs- son. Um tíma var talið að Geir mundi segja af sér formannsembætti í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar niðurlægingarinnar, en á fundi flokksráðs helgina 4.-5. desember tilkynnti hann að hann mundi sætta sig við niðurstöðu prófkjörsins og áfram gegna forystu í flokknum. Hommar og lesbíur efndu til mótmælastöðu við Alþingishúsið á fullveldisdaginn. Afhentu þau forseta Alþingis ályktun þar sem þess var krafist að Alþingi og ríkisstjórn taki til greina ályktun þingmannafundar Bvrópuráðsins um afnám mis- réttist í garð lesbía og homma. Þá var útvarpsstjóra afhent ályktun þar sem auglýsingabanni á lesbíur og homma í útvarpi var mótmælt. Tónlistarsamtökin SATT efndu til maraþontón- leika í Tónabæ. Markmiðið var að setja heimsmet með samfelldum tónlistarflutningi í hálfan mánuð og það tókst á endanum. Viðræðunefnd stjórnmálaflokkanna sem var iðnaðarráðherra til ráðuneytis í samningum við forsvarsmenn Alusuisse um deiluefni fyrirtækisins og íslensku ríkisstjórnarinnar „sprakk“ þegar Guðmundur G. Þórarinsson fulltrúi Framsóknar- ■ Geir Hallgrímsson beið mikinn ósigur í próOgöri Sjálfstæðisflokksins í lok nóvcmbcr og íhugaöi um tíma að segja af sér formennsku. Á fundi flokksráðs tilkynnti hann þó að hann ætlaði að una urslitunum og sitja áfram sem formaður. Það er gleðisvipur á andstxðingum hans innan flokksins Pálma Jónssyni og dr. Gunnari Thoroddsen, og formaðurinn er sjálfur óvenju hress á svip. Tímamynd: Róbert flokksins sagði sig úr henni 8. desember vegna óánægju með málsmeðferð Hjörleifs Guttormsson- ar. í framhaldi af því urðu harðar deilur í ríkisstjórn, á Alþingi og í fjölmiðlum um stefnuna í álmálinu. Álviðræðunefndin var leyst upp. Hafréttarsáttmálinn var undirritaður við hátíð- lega athöfn á Jamaica hinn 10. desember. Hvorki sendinefndir Bandaríkjanna né Bretlands undirrit- uðu sáttmálann. Samkvæmt nýrri skýrslu landlæknis um ávana- og fíkniefni geta þeir sem reykja hass eða önnur kannabisefni reglulega átt von á geðveiki, getuleysi í kynlífi og ófrjósemi. „Gengisfelling kemur ekki til greina" sagði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Tímann 21. desember um huganlegar efnahagsráðstafanir sem ríkisstjórnin myndi grípa til um áramót. „Lágiaunabæturnar einn allsherjar skrípaleikur" sagði Þórður Ólafsson formaður Verkalýðsfélags- ins í Þorlákshöfn í viðtali við Tímann um láglaunabætur ríkisstjórnarinnar. Komið hafði í Ijós að í Þorlákshöfn fékk hæsti skattgreiðandinn nær hæstu bæturnar! ■ Guðmundur G. Þórarinsson. ■ Hjörleifur Guttormsson. Samantekt: Guðmundur Magnússon Fi^Tl^^u 'amt ■ Hommar og lesbíur efndu til mótmælastöðu við Alþingishúsið á fullveldisdaginn. Þau voru að minna á samþykkt þingmannafundar Evrópuráðsins um afnmám misréttis í sinn garð, og andmæla auglýsinga banni sem samtök þeirra hér á landi hafa verið sett í í útvarpi. Tímamynd: Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.