Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 23 innlendur fréttaannáll 1982 ■ Flokksþing Framsóknarflokksins var haldið í Reykjavík 13.-14. nóvember. Myndin er frá setningu þingsins og Steingrímur Hermannsson formaður flokksins er í ræðustól. Tímamynd: Róbert. veginum við Kúhagagil í Ólafsfjarðarmúla. Piltur og stúlka, Magnús Öfjörð Valbergsson og Ragna Ólafsdóttir, fædd 1964, biðu bana er vélhjól sem þau voru á lenti á rafmagnsstaur í Auðbrekku í' Kópavogi. Þá beið Hafsteinn Haraldsson bana þegar hann varð fyrir bíl á Austurvegi í Grindavík. Nóvember Fimmtán ára stúlka, Ingunn Hildur Unnsteins- dóttir, lést þegar bíll sem hún var farþegi í lenti á ljósastaur og valt austast á Nýbýlavegi í Kópavogi laust fyrir miðnætti föstudaginn 5. nóvember. Ökumaður bílsins var 16 ára, réttindalaus og grunaður um ölvun. Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Tímans og Þor- björn Guðmundsson fulltrúi ritstjórnar Morgun- ■ Vílmundur Gylfason. blaðsins voru heiðraðir fyrir áratuga störf að blaðamennsku á samkomu sem Blaðamannafélag íslands hélt að kvöldi 6. nóvember í tilefni af 85 ára afmæli félagsins. „Skreiðin var súr, morkin, frosin, blóðhlaupin og jafnvel maðkétin“ sagði framkvæmdastjóri Skreiðarsamfélagsins um þá skreið sem ftalir sendu til baka til íslands, en hún uppfyllti ekki lágmarks gæðakröfur þeirra. Atvik þetta þótti mikið áfall fyrir skreiðarvinnslu á íslandi, og Ijóst þótti að íslenskir matsmenn höfðu kastað höndum til verka. Jón Viðar Jónsson, hinn harðskeytti leiklistar- gagnrýnandi útvarps og Helgarpóstsins, lét af störfum gagnrýnanda er hann var ráðinn leiklistar- stjóri Ríkisútvarpsins. Friðrik Ólafsson féll í endurkjöri til forsetaemb- ættis í FIDE 11. nóvember. Keppinautur hans Campomanes frá Filippseyjum sigraði með tals- verðum yfirburðum, hlaut 65 atkvæði en Friðrik 43. Urslitin mæltust misjafnlega fyrir. „Þetta þýðir endalok FIDE“ sagði Viktor Kortsnoj m.a. í samtali við Tímann, ogmargir töldu að fjárhagsleg- ir yfirburðir Campomanesar, jafnvel mútur, hefðu ráðið úrslitunum. Vilmundur Gylfason náði ekki kjöri sem varaformaður Alþýðuflokksins í kosningum á flokksþingi. Magnús Magnússon var kjörinn varaformaður. í framhaldi af þessum ósigri sagði Vilmundur sig úr Alþýðuflokknum og tilkynnti stofnun nýrra stjórnmálasamtaka, Bandalags jafn- aðarmanna. Starfsemi þeirra og fyrirætlanir hafa hins vegar ekki farið hátt. Tveir menn viðurkenndu við lögregluyfirheyrsl- ur að hafa stundað stórfelldan veiðiþjófnað í laxveiðiám í nágrenni höfuðborgarinnar tvö undanfarin sumur. Talið er að þeir hafi tekið á annað tonn laxa ófrjálsri hendi. „Ég reikna með að hér sé um að ræða einn stærsta veiðiþjófnað hvað varðar lax frá því sögur hófust hér á landi“ sagði fulltrúi Rannsóknarlögreglunnar í samtali við Tímann. Verð á einu kílói af laxi s.l. sumar var sem næst 100 kr. 18. flokksþing Framsóknarflokksins var haldið helgina 13.-14. nóvember. Þingið sátu á sjötta hundrað fulltrúar. Þar var hvatt til samræmdra efnahagsaðgerða sem lögbundnar yrðu til tveggja ára. Einnig var hvatt til þess að efnt yrði til stjórnlagaþings um stjórnarskrármálið. Ung hjón með lítið barn urðu að flytja úr íbúð sinni í Hlíðunum vegna mauragangs, en ekki virtist unnt að losna við þessa plágu með því að eitra fyrir maurunum. Mauradrottning djúpt í holræsi ein- hvers staðar í hverfinu var talin virka sem útungunarvél og vonlaust talið að losna við maurana fyrr en búið væri að vinna á henni. Samtök rétthafa myndbanda á íslandi voru stofnuð seinni part í nóvember. Forsvarsmenn þeirra sögðu á blaðamannafundi að fullyrða mætti að a.m.k. 10 þúsund myndböndum hefði verið smyglað til landsins og ríkissjóður hefði tapað á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.