Tíminn - 31.12.1982, Side 19

Tíminn - 31.12.1982, Side 19
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 19 innlendur fréttaannáll 1982 ■ Dr. Kristján Eldjám fyrrum forseti Islands lést í Bandaríkjunum 14. september. Útför hans var gerð á vcgum ríkisstjómarinnar 23. september. Tímamynd: Róbert Um mánaðamótin ágúst-september lét Illugi Jökulsson af störfum umsjónarmanns Helgar-Tím- ans. Atli Magnússon blaðamaður við Tímann varð umsjónarmaður blaðsins frá sama tíma. Ákvörðun Ólafs Jóhannessonar sem þá gegndi störfum viðskiptaráðherra að veita fjórum íslensk- um togurum leyfi til að selja afla erlendis í miðjum september var gerð í trássi við óskir Steingríms Hermannssonar sjávarútvegsráðherra. Steingrím- ur kvaðst í viðtali við Tímann mundu mótmæla leyfisveitingunni harðlega á fundi ríkisstjórnarinn- ar. Dr. Kristján Eldjárn fyrrum forseti íslands lést á sjúkrahúsi í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum síðdegis 14. september eftir að hafa daginn áður gengið undir hjartauppskurð sem stóð í níu klukkustundir. Hann var 65 ára að aldri og hafði verið forseti Islands í tólf ár, frá 1968-1980. Útför hans var gerð á vegum ríkisstjórnarinnar frá Dómkirkjunni í Reykjavík 23. september. „Miðaldra menn hættulegir unglingsstúlkum á Hallærisplaninu" sagði í frétt 17. september. Þar var skýrt frá umræðu í félagsmálaráði Reykjavík- urborgar um málefni unglingsstúlkna sem boðið er far af eldri körlum sem reyna síðan að nauðga þeim. Skólaganga fanga í Fjölbrautaskólanum á Selfossi varð enn tilefni blaðaskrifa. Dómsmála- ráðuneytið ákvað að leyfa ekki skólagöngu fanga frá Litla Hrauni í skólanum að degi til. „Við höfum því boðið þeim þátttökuí öldungadeild og það hafa þeir þegið í sumum greinum" sagði Heimir Pálsson skólameistari í samtali við Tímann. Áslaug Brynjólfsdóttir yfirkennari við Fossvogs- skóla í Reykjavík var sett fræðslustjóri í Reykjavík til eins árs frá 1. október að telja. Það var menntamálaráðherra sem skipaði í stöðuna. Október Nefnd sem falið var að endurskoða gildandi lög um útvarpsrekstur skilaði áliti 1. október og í tillögum hennar fólst það nýmæli að einkaréttur ríkisútvarpsins til útvarpsreksturs yrði afnuminn. Lagt var til að einstaklingar og sveitarfélög fengju leyfi til útsendinga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Einnig að sjónvarpið yrði skyldað til að senda út dagskrá allt árið. Haukur Ingibergsson var ráðinn framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins frá 1. janúar n.k. Tekur hann við starfinu af Þráni Valdimarssyni sem gegnt hefur framkvæmdastjórastarfinu á fjórða tug ára. ■ Vigdís Finnbogadottir forseti íslands opnaði sýninguna Scandinavia Today fyrir hönd þjóðhöfðingja Norðurlanda í september. Ttmamynd: G.T.K.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.