Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 eftirniliimlegustu atburdir liðins árs fréttir Fjórir sækja um stöðu Þjóðleikhússtjóra ■ Fjórir leikarar höfðu sótt um stöðu þjóðleikhússtjóra er umsóknarfrestur rann út í gær. Þau eru: Erlingur Gíslason, Gísli Alfreðsson, Kristín G. Magnúsdóttir og Þórhallur Sigurðsson. Athygli vekur að Sveinn Einarsson núverandi þjóðleikhússtjóri er ekki meðal umsækjenda. HEI Leifur Breiðfjörð, myndlistarmað- leiðis hef ég verið að vinna að gluggum í Bústaðakirkju og þar eru komnir upp tveir hlutar af sex. Viðamesta verkefnið sem ég hef verið að vinna að á árinu er þó hönnun lítillar kapellu við kvennadeild Landspítalans, það er dálítið sérstakt miðað við það sem ég hef mest fengist við því að þar fékk ég tækifæri til að vinna heila kapellu sem eina heild, ekki bara gluggana, heldur líka altarið og altarisbúnaðinn ég fékk að ráða laginu á kapellunni og litasam- setningunni, og síðan gerði ég ásamt konu minni, Sigríði Jónsdóttur altaris- dúk. Þar að auki gerði ég svo steindan glugga í kapelluna. Þetta verkefni var mjög ánægjulegt fyrir mig að vinna að einmitt vegna þess að þarna fékk ég tækifæri til að vinna þetta allt sem eina heild, en ekki bara einstaka hluta eins og oftast er í minni listgrein. En ég hef sem sagt haft næg verkefni á þessu ári og sé fram á að svo verði einnig á því næsta. Eru það einvörðungu kirkjur sem fá þig til starfa? Nei, alls ekki, það eru margs konar ■ Svavar Gestsson, Alþýðubandalagsins formaður aðilar, bæði einkafyrirtæki og ýmsar stofnanir. En á þessu ári hef ég nær eingöngu unnið að verkefnum við kirkjuskreytingar. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins: „Versnandi efnahagsstaða“ „Náttúrlega er það margt sem mér er ofarlega í huga á ári því sem nú er að líða, en það sem helst setur svip sinn á áramótin er efnahagsstaðan, sem er miklu lakari en hún var um síðustu áramót og miklu lakari en inenn bjuggust við,“ sagði Svavar Gestsson, formaðuri Alþýðubandalagsins. Svavar sagði jafnframt: „Það eru nú kosningar fram- undan og ef Alþýðubandalagið kemur vel út úr þeim kosningum, sem ég geri fastlega ráð fyrir, þá held ég að það verði hægt að iétta þetta af.“ - AB ■ Valgerður H. Bjamadóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar. Valgerður H. Bjarnadóttir, efsta kona lista Kvennaframboðsins á Akureyri og forseti bæjarstjórn- ar Akureyrar: „Að ég varð ófrísk „Hvað mér er minnisstæðast frá árinu sem er að líða, já. Ég var heillengi að hugsa mig um, og gat ómögulega látið mér detta nokkuð annað í hug, en það að ég varð ófrísk á árinu,“ sagði Valgerður H. Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar og efsta kona á lista Kvennaframboðsins á Akureyri, og bætti því við að hún væri komin sex mánuði á leið. „Nú, auðvitað verð ég að viðurkenna að ég man mjög vel eftir kosningunum og öllu tilstandinu í kringum þær, að ekki sé talað um þau ánægjulegu úrslit sem voru í þeim, fyrir okkur í Kvenna- framboðinu hér á Akureyri,“ sagði Valgerður. - AB íö ÞÚFÆRÐ... Uo oi REYKT 06 SALTAÐ „ . folaldakjöt' SALTAÐ 0G ÚRBEINAÐ HROSSAKJÖT HR0SSA-0G FOLALDA- BJÚGU 2tegundr afffifrarkæfu grófhakkaða og óbakada HILLU VÖRUR A MARKAÐS- VERÐI A GWLLHfc HERRASTEIK Inautakjöt \SVIHAKJÖT ÍFOLAEDA IKJÖT Ilamba- Ikjöt _ Ikindakjöt lSTEIKUR ÍBUFF Igúllas [HAKK 0.FL BEINTÁ PÖNNUNA: PARfSARSUFF PANNBtAOAR GRtSASNÐÐAR flMMUKÖTELETTUR HHALDAKAR80NAÐE NAUTAHAMBORGARAR BERHD 8AMAN VERÐ OG GÆOI EFTIRLÆTI BÚÐAR- MANNSINS KRYDDLEGIN LAMBARIF HAWAI SNEIÐ _ lur- ^vér^ VMurirenwir hjotiðnaáiiiiiitwi tryBHpa gaaðít| MöHUSf* Um leið og við þökkum samverustundir á árinu sem er að líða óskum við ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Tryggið ykkur g/eðistundir á nýja árinu því góða veis/u gjöra skai... ■I Símar 44541 o I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.