Tíminn - 31.12.1982, Síða 26

Tíminn - 31.12.1982, Síða 26
Með laufléttum hoppum, köstum, sveigjum, beygj- um, fettum og spörkum Janúar Iþróttaárið 1982 hófst ekki ýkja gæfulega hjá körfuboltamönnunum okkar. Landsliðið tapaði fyrir Portu- gölum með 6 stiga mun. Hins vegar var byrjunin öllu gleðilegri hjá knattspyrnu- imönnunum úr Val, þeir urðu Reykja- víkurmeistarar í innanhússknattspyrnu. Reyndar missti Valurinn flugið er byrjað var að hamast með leðurtuðruna utan- dyra. Meira um það seinna. Körfuboltamennirnir hresstust mjög þegar áhrif jólamatar og jólamjaðar urðu minni og sigruðu þeir Portugali í tvígang. „Famir að ná saman“, sagði þjálfarinn, Einar Bollason, um leikmenn sína. Á fræðimálinu heitir slíkt fyrirbæri víst nálgun... Tíminn sagði í fyrirsögn: Stórsigur Villa. Villi rakari hafði sam- band við blaðið og sagðist hvergi hafa keppt síðustu dagana og því gæti fyrirsögnin ekki staðist. En auðvitað var þetta Aston Villa, hvað annað. Jón Páll Sigmarssón, lyftingagarpur, var kjörinn íþróttamaður ársins 1981 og fór verðlaunaafhendingin fram um miðj- an janúarmánuð. Nokkra athygli vakti að engin kona var meðal hinna 15 efstu í kjörinu. Hið frábæra landslið Austur-Þjóð- verja í handboltanum kom hingað og ■ keppti 3 leiki gegn landanum. Ekki I þurfti að spyrja að úrslitum, þýskir | sigruðu í þrígang. Annars var það helst að frétta úr heimi handboltamanna, að JóhannTngi Gunnarsson stóð í samninga- makki við danska handboltasambandið um að gerast landsliðsþjálfari danskra. Eins og við var að búast fylgdist Tíminn vel með gangi mála og seildist m.a. í Ekstra bladet til að finna rökstuðning fyrir fréttaflutningi sínum. Danir sögðu svo frá í fyrirsögn: Hemmelig möde með landstræneremne. íþrótta- fréttamaðurinn okkar, -RÖP, sást iðu- lega í leynilögreglufrakka sínum þessa dagana. Lesendur Tímans urðu æfareiðir er það spurðist að þjálfari Fortuna Duss- eldorf hefði látið þau orð falla, að Atli Eðvaldsson kynni ekki að leika knatt- spyrnu í snjó. „Ég hef nú aldrei heyrt aðra eins vitleysu," sagði Atli um málið í viðtali við Tímann. f blakinu stefndu Þróttarar hraðbyri að sigri í 1. deildinni, Njarðvíkingar voru komnir með aðra höndina á íslandsbikarinn í körfubolta og þau Hjálmtýr Hafsteinsson og Ragnhildur ■ Jón Páll íþóttamaður ársins 1981 ógnaði lóðum svo um munaði á árinu. Sigurðardóttir sigruðu á Arnarmótinu í borðtennis. Loks ber að geta þess að danskurinn hafnaði Jóhanni Inga sem landsliðsþjálfara í handbolta. Febrúar Fastir liðir eins og venjulega í byrjun febrúarmánaðar, boltaíþróttirn- ar á fullu, borðtennismönnum hent útúr Höllinni vegna þess að Þróttur þurfti að leika Evrópuleik í handboltan- um og judomenn hættu við ferð á Opna skoska meistaramótið vegna fjárhagserf- iðleika, að sjálfsögðu. Við tökum bara undir með Sigga í Kaupmannahafnar- ferðinni „Viljinn og getan eru til staðar, en buddan leyfir þetta ekki“. Andinn hefur komið yfir mig, sagði Sigurdór á Þjóðviljanum, sá alharðasti í Getraunaleik Tímans, er hann var spurður um spádómsgáfu sína. Svipaða spádómsgáfu hafði Gunnar Jóhannsson, formaður Borðtennissambandsins, er hann sagði að þeir borðtennismenn hafi allt eins átt von á því að illa færi í Evrópukeppni landsliða. Sú varð raunin. „Þetta eru vélmenni," sagði Bjarni Guðmundsson um sovéska handbolta- landsliðið sem sigraði landann í þrígang um miðjan febrúarmánuð. Ekki var útreiðin mikið betri hjá okkar mönnum gegn Svíum skömmu seinna, Svíar sigruðu auðveldlega og einn leikreynd- asti maður liðsins, Steindór Gunnarsson sagði: Hver og einn ætti að skammast sín“. Það skal tekið fram að Svíarnir voru ekki kallaðir vélmenni, hvorki fyrir né eftir leikina. Heimsmeistarakeppnin í norrænum greinum skíðaíþrótta hófst í Osló í lok febrúar og átti ísland þar nokkra keppendur. Ekki reið landinn feitum hesti frá þeirri viðureign, eins og reyndar var búist við. Ánægjan í íslensku herbúðunum var fyrst og fremst fólgin í að Danir urðu á eftir okkur í skíðagöngunni. Alltaf gaman að vinna Danina, eins og íþróttamenn segja gjarnan. Mars Sigurður T. Sigurðsson, frjáls- íþróttamaður úr KR, setti glæsilegt íslandsmet í stangarstökki innanhúss, 5.10 m, og átti hann eftir að koma nokkuð við sögu á frjálsíþróttamótum á árinu. Siglingamenn ákváðu að hafa vaðið fyrir neðan sig og völdu í byrjun marsmánaðar 1982 9 manna hóp sigl- ingamanna til æfinga fyrir Olympíuleik- ana í Los Angeles árið 1984. Þetta þótti sumum furðulegt tiltæki hjá íslenskum íþróttamönnum. Slík fyrirhyggja er lítt þekkt fyrirbæri, a.m.k. enn sem komið er. Njarðvíkingar tryggðu sér Islands- meistaratitilinn í körfubolta karla og Þróttarar sigruðu í karlaflokki í blaki. I íþróttum kvenna voru tvær stúlkur nokkuð áberandi í marsmánuði, sund- drottningin Guðrún Fema Ágústsdóttir, sem setti hvert íslandsmetið á fætur öðru, og Ragnhildur Sigurðardóttir, Borgfirðingur, en hún varð yfirburðasig- urvegari á Punktamótum borðtennis- manna. Breiðabliksmenn sigruðu á íslands- mótinu í innanhússknattspyrnu, en líkt og Valsmenn lentu þeir í erfiðleikum er farið var að sparka utanhúss. Landsliðið í knattspyrnu hélt til Kuwait um miðjan mánuðinn og hélt íþróttafréttamaður Tímans því fram að hér væri um að ræða svokallaða verð- launaferð fyrir fararstjóra. Nóg um það. Ármenningar voru sigursælastir á íslandsmótinu í judo, þeir nældu sér í 4 titla. Þrátt fyrir sigur Njarðvíkinga á íslandsmótinu fór fram nokkur umræða um erlendu Ieikmennina hérlendis og sýndist sitt hverjum. Var um tíma rætt um að fá álit fastagesta Holly á málinu, en frá því var horfið. Enn einn knattspyrnumaðurinn hélt á vit ævintýranna í atvinnumennsku, en það var Lárus Guðmundsson, sem gerði samning við belgíska félagið Waterschei. Lárus tók fljótlega til við að skora mörk og sitja af sér leikbönn og varð hann umtalaður mjög í þarlendum fjölmiðl- um. Marteinn lék 60. landsleikinn í Kuwait árið 1401. Já, sjaldan bregst blessaður Tíminn íþrótta- og söguáhugamönnum, kristnum jafnt sem múhameðstrúar- mönnum. Víkingar tryggðu sér íslandsmeistara- titilinn í handbolta í þriðja sinn í röð er þeir sigruðu FH í æsispennandi leik. I kvennaflokki sigruðu stelpurnar úr FH. í Bikarkeppni körfuboltans sigruðu Framarar í karlaflokki og KR-stelpumar í kvennaflokki. „Við erum bestir á íslandi í dag,“ sagði liðsstjóri Framar- anna. Á íslandsmótinu í fimleikum bar mest á Kristínu Gísladóttur úr Gerplu. Ár- menningurinn Davíð Ingason sigraði í karlaflokki. f landsflokkaglímunni voru Þingeyingar sigursælastir sem fyrr. Apríl Broddi Kristjánsson varð þrefald- ur sigurvegari á íslandsmótinu í badm- inton, hniti, og Tíminn sagði frá því að ný stjarna hefði fæðst í kvennaflokki. Hér var um að ræða Þórdísi Edwald, sem sigraði í einliðaleik kvenna. Stjörn- ur hafa e.t.v. fæðst af minna tilefni, og þó. Á sundmeistaramótinu báru Guðrún Fema og Ingi Þór Jónsson höfuð og herðar yfir aðra keppendur. Þá sigruðu Borgfirðingurinn Ágúst Þorsteinsson og Ragnhildur Ólafsdóttir í Víða- vangshlaupi Islands. Körfuboltamenn voru enn á ferðinni og sigruðu Englendinga, en máttu þola tap í tveimur öðrum leikjum. „Fór framúr mínum björtustu vonum,“ sagði Einar Bollason að leikslokum. Á baksíðu Tímans lýsti nýja stjarnan í hnitinu, Þórdis Edwald því yfir að hún væri ekki „algjört sportidjót“. Þó það trú væri. ■ Knattspymulandsliöið gerði víðreist á árinu. Fyrsta verkefnið var í Kuwait í mars. Hér sjást „útlendingar“ í landsliðinu samankomnir fyrir einn landsleikinn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.