Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 33

Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 33 bridgeannáll ársins 1982 ■ Það er gömul og góð venja um áramót að kíkja aðeins um öxl og rifja upp það sem gerðist markverðast á liðnu ári. Ég ætla því hér að tína saman helstu bridgefréttir ársins 1982 og byrja á. Janúar Fyrri hluti mánaðarins var stórtíðinda- laus og Bridgesambandið notaði því tækifærið og sendi Agnar Jörgensen á keppnisstjóranámskeið Evrópu- bridgesambandsins sem var haldið í Hollandi. Hann kom síðan endurnærður beint í stjórnun Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni sem byrjaði í lok janúar. Sunnlendingar héldu meistaramót sitt í sveitakeppni í mánuðinum. Sveit Sigfúsar Þórðarsonar frá Selfossi vann þar öruggan sigur en með honum spiluðu: Kristmann Guðmundsson, Guðjón Einarsson og Kristján Már Gunnarsson. Reykjanesmótið í tvímenning var einnig haldið í janúar. Þetta mót mun þó hafa átt að gilda fyrir árið 1981 en var bara svona seint á ferðinni. Sigurveg- arar urðu Guðmundur Þórðarson og Jón Andrésson. Febrúar 5.-6. febrúar héldu Norðmenn upp á 50 ára afmæli norska bridgesambandsins með móti sem þeir buðu 4 pörum frá hverju Norðurlandanna á. Frá íslandi fóru Guðmundur Páll Arnarson, Þórar- inn Sigþórsson, Guðmundur Sv. Her- mannsson, Jakob R. Möller, Jón Bald- ursson, Valur Sigurðsson, Sigurður Sverrisson og Þorgeir Eyjólfsson. Þetta mót er líklega með þeim sterkari sem haldið hefur verið í Evrópu á seinni árum og við íslendingar lentum hálf aftalega á merinni. Þó urðum við fyrir ofan Finna þegar árangur paranna var reiknaður saman í landskeppni. Norð- mennirnir Breck og Lien unnu mótið en þeir hafa komið hingað nokkrum sinnum til keppni. í febrúar var haldið fyrsta íslandsmót fyrir spilara 25 ára og yngri. Fyrstu íslandsmeistarar yngri spilara urðu Hannes Lentz, Helgi Lárusson, Sturla Geirsson, Runólfur Pálsson og Sigurður Vilhjálmsson. Um leið var haldið fram- haldsskólamót og þar vann Menntaskól- inn á Egilsstöðum frekar óvæntan sigur en fyrir hann spiluðu: Jónas Ólafsson, Magnús Ásgrímsson, Sigurþór Stein- dórsson og Þorsteinn Bergsson. Mars Mars byrjaði á úrslitum Reykjavíkur- mótsins í sveitakeppni. 4 sveitir komust í úrslitin: Karl Sigurhjartarson, Örn Arnþórsson, Sævar Þorbjörnsson og Þórarinn Sigþórsson. Karl og Sævar unnu undanúrslitaleikina og Sævar vann síðan stórsigur í úrslitaleiknum. Með honum spiluðu Þorlákur Jónsson, Jón Baldursson og Valur Sigurðsson. Um miðjan mánuðinn var hápunktur bridgevertíðarinnar þegar Bridgefélag Reykjavíkur, sem varð 40 ára á árinu, og Flugleiðir héldu Bridgehátíð 1982. 3 erlendum sveitum var boðið á mótið sem var bæði tvímenningur og sveita- keppni. Frá Ameríku komu Becker, Rubin, Sontag og Wischelk; frá Bret- landi Coyle, Shenkin, Rose og Sheehan og frá Noregi Aabye, Nordby, Helness og Stabell. Mótið vakti mikla athygli og Loft- leiðahótelið var troðfullt af áhorfendum, sem vildu berja kappana augum, alla dagana sem mótið stóð yfir. Það munaði síðan litlu að íslendingum tækist að vinna bæði mótin: Jón Ásbjörnsson og Símon Simonarson voru efstir fyrir síðustu setuna í tvímenningnum en Sontag-Weischel ogHelnes-Stabell tókst að skjótast upp fyrir þá á síðustu spilunum. í sveitakeppninni unnu íslendingar hinsvegar öruggan sigur. 3 íslenskar sveitir kepptu við gestina: Sævar Þor- björnsson, Örn Arnþórsson og Karl Sigurhjartarson. Sveit Karls hafði þegar tryggt sér sigur á mótinu þegar 1 umferð var eftir en Norðmennirnir komu síðan í öðru sæti. Með Karli í sveitinni voru: Ásmundur Pálsson, Guðmundur Péturs- son, Hörður BlöndaJ, Hjalti Elíasson og Þórir Sigurðsson. Reykjanesmótið í sveitakeppni var haldið í mars og þar sigruðu ungir spilarar í sveit Aðalsteins Jörgensen Með honum spiluðu: Ásgeir Ásbjörns- son. Georg Sverrisson, Rúnar Magnus- son. Stefan Palsson og Ægir Magnússon. í lok mars voru spiluð undanúrslit íslandsmótsins í sveitakeppni. Einn riðillinn af fjórum var spilaður á Akureyri en hinir þrír í Reykjavík. Akureyrarriðillinn varð sögulegastur: Þar gátu 5 sveitir af 6 komist áfram í úrslit þegar 1 leikur var eftir. en samt var engin sveit örugg um sæti þar. Eftir mikinn hjartsláttar útreikning í lokin urðu sveitir Stefáns Ragnarssonar og Þórarins Sigþórssonar hlutskapastar. Úr hinum riðlunum komust upp sveitir Sævars Þorbjörnssonar, Eiríks Jónsson- ar, Karls Sigurhjartarsonar sem fékk fullt hús, 100 stig, í sínum riðli, Gests Jónssonar, Arnar Arnþórssonar og Steinbergs Ríkarðssonar. Það vakti at- hygli að íslandsmeistarinn 1981, sveit Egils Guðjohnsen, komst ekki áfram í úrslitakeppnina. Einn stór atburður gerðist í viðbót í mars en þá varð Þórarinn Sigþórsson fyrsti stórmeistari íslands samkvæmt meistarastigareglugerð Bridgesam- bandsins. Aprfl Apríl byrjaði á svokölluðu Portoroz- móti sem Samvinnuferðir og Bridgesam- bandið stóðu að. Eiríkur Jónsson og Jón Alfreðsson unnu þar fyrstu verðlaun: ferð á Portorozmótið í Júgóslavíu, en Ragnar Magnússon og Svavar Björnsson fengu ferð til Kanada í laun fyrir annað sæti. Um páskana voru úrslitin í íslands- mótinu í sveitakeppni spiluð á Hótel Loftleiðum. Þetta var mikið baráttumót og fyrir síðustu umferð gátu 3 sveitir unnið. Þegar upp var staðið hafði sveit Sævars Þorbjörnssonar unnið með einu vinningsstigi meira en sveit Þórarins Sigþórsson (grr). 1 sveit Sævars voru sömu spilarar og unnu Reykjavíkurmót- ið en með Þórarni spiluðu: Guðmundur Páll Arnarson, Guðmundur Sv. Her- mannsson, Jakob R. Möller, Sigurður Sverrisson og Þorgeir Eyjólfsson. Brons- ið fékk síðan sveit Arnar Arnþórssonar en með honum spiluðu: Guðlaugur Jóhannsson, Jón Ásbjörnsson, Símon Símonarson og Hörður Arnþórsson. í lok apríl var íslandsmótið í tvímenn- ing haldið og þar tókst Jóni Baldurssyni og Val Sigurðssyni að verja titil sinn frá síðasta ári. í næstu sætum komu: Hermann og Ólafur Lárussynir og Ásmundur Pálsson og Karl Sigurhjartar- son. Maí í maí lauk bridgevertíð bridgefélag- anna víðast hvar nema hjá þeim sem stóðu fyrir sumarspilamennsku. Bridge- félögin TBK, Bridgefélag Akureyrar, Bridgefélag Fljótsdalshéraðs og Bridge- félag Hornafjarðar ráku endahnútinn á starfsemina með því að koma saman á Hallormsstað og spila svokallaða „Fjór- veldakeppni“. TBK og BA hafa hingað til skipst á að vinna þetta mót og þetta árið voru Akureyringarnir drýgstr. í maí stóðu Samvinnuferðir og Bridgesambandið fyrir hópferð bridgemanna á Portorozmótið í Júgó- slavíu en íslendingar hafa tekið þátt í því reglulega undanfarin ár við góðan orðstír. Júní í júní var Norðurlandamótið í sveitakeppni haldið í Finnlandi. Bridge- sambandið valdi sveit Sævars Þorbjörns- sonar sem landslið í opnum flokki og sveitin stóð sig frábærlega vel á mótinu þó liðsmennirnir væru aðeins fjórir og þyrftu að spila 320 spil á 6 dögum. Liðið var lengi í öðru sæti en eftir slæmt tap fyrir Svíum í næstsíðustu umferðinni fór það niðrí það þriðja á eftir Norð- mönnum og Svíum. Þetta er besti árangur íslendinga á Norðurlanda- mótum síðan 1966 en þá varð ísland einnig í þriðja sæti. JÚlí Vestfirðingar spiluðu meistaramót sitt í -tvímenning í júlí. Þar unnu kunnir kappar: Guðmundur Friðgeir Magnús- son og Gunnar Jóhannesson frá Þing- evri. Yngri kynslóðin lagði í mánuðinum iand undir fót til Ítalíu en þar var spilað t' rópumót fyrir spilara 25 ára og yngri í liðinu voru Guðmundur Sv. Her- mannsson sem var eínnig fvrirliði. Aðalsteinn Jörgensen, Runólfur Pálsson, Sigurður Vilhjálmsson, Stefán Pálsson og Ægir Magnússon. Enginn liðsmannanna nema fyrirliðinn hafði spilað á erlendri grund áður og árangur- inn var líka frekar slakur: 16. sætið af 18. September í september lauk sumarspilamennsk- unni sem bridgefélögin í Reykjavík stóðu að í sameiningu. Sigurvegari í heildarkeppninni varð Jón Þorvarðar- son. Á Vestfjörðum var haldið Vestfjarð- armót í sveitakeppni og þar vann sveit Guðlaugar Jónsdóttur en með henni spiluðu: Guðni Guðmundsson, Ása Loftsdóttir og Páll Áskelsson. Október í október bar hæst Heimsmeistara- mótið í tvímenning og sveitakeppni. Það hafði verið hálf misvindasamt í bridge- heiminum síðan það fréttist að Al- þjóðabridgesambandið hafði meinað Suður Afríku að keppa á mótinu vegna mótmæla ýmissa ríkja. Það var jafnvel haldið að þetta yrði til þess að forseti Alþjóðasambandsins, Ortiz-Patíno, næði ekki endurkjöri. En þeirsem komu á mótsstað til að verða vitni að pólitísk- um deilum og öðru uppistandi urðu fyrir vonbrigðum: allir forðuðust að tala um pólitík og Ortiz-Patíno var endurkjörinn forseti til 2ja ára. 2 íslensk pör spiluðu á mótinu sem var haldið í Frakklandi: Hermann og Ólafur Lárussynir og Guðmundur Sv. Her- mannsson og Jakob R. Möller. Hvorugt parið komst í úrslit í tvímenningnum en í sárabótatvímenning sem var spilaður meðfram úrslitunum náðu Guðmundur og Jakob 15. sæti af 206. í sveitakeppninni stóðu íslendingarnir sig vel framanaf en undir lokin syrti í álinn enda var prógrammið á mótinu búið að vera strangt. Heima á íslandi var líka ýmislegt um að vera: úrslitaleikur Bikarkeppninnar var á milli sveita Esterar Jakobsdóttur og Jóns Hjaltasonar. Sveit Jóns sigraði en með honum spiluðu: Hörður Arn- þórsson, Jón Ásbjörnsson, og Símon Símonarson. Þessir spilarar unnu líka Bikarkeppnina 1981. Selfyssingar héldu Floridamót með góðum peningaverðlaunum. Það unnu Sigurður Sverrisson og Valur Sigurðs- son. í lok mánaðarins var ársþing Bridge- sambands íslands. Kristófer Magnússon var endurkjörinn forseti sambandsins fyrir næsta ár. Nóvember Þetta var mánuður svæðamótanna í tvímenning. í Reykjavík unnu Guð- mundur Páll Arnarson og Þórarinn Sigþórsson eftir mikla baráttu við Jón Baldursson og Sævar Þorbjörnsson. Á endasprettinum tókst Sigurði Sverrissyni og Val Sigurðssyni að skjótast í annað sætið. Jón og Sævar fengu þó sárabót viku seinna þegar þeir unnu Opna Hótel Akranesmótið og það var í 3ja skipti í röð sem Jón vann það mót. Austfirðingar buðu Jóni Baldurssyni og Val Sigurðssyni á sitt mót og þeir unnu með miklum yfirburðum, en Austfjarðarmeistarar urðu þeir Kristján Kristjánsson og Þorsteinn Ólafsson. Sunnlendingar héldu mót á Laugar- vatni og þar unnu Sigfús Þórðarson og Kristmann Guðmundsson örugglega. Á Reykjanesi 'sigruðu síðan Guðni Sigurbjarnarson og Ómar Jónsson. Desember Það fréttnæmasta í desember var aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur en það vann sveit Jóns Hjaltasonar eftir mikla keppni við sveit Sævar Þorbjörnssonar. Með Jóni spiluðu þeir sömu og unnu Bikarkeppnina auk Hjalta Elíassonar. Það er orðin tíska að velja mann ársins á nær öllum sviðum mannlegrar starfsemi. Ég treysti mér nú ekki til að velja bridgemann ársins, lesendur geta gert það hver fyrir sig. En eins og menn hafa sjálfsagt tekið eftir komu Jón Baldursson og Valur Sigurðsson við sögu í öllum helstu mótum hérlendis á árinu, annaðhvort saman eða hvor í sínu lagi. Orkusparnaðarnefnd iðnaðarráðuneytisins ORKUSPARNAÐUR ÞINN HAGUR ÞJÓÐARHAGUR Orkusparnaðarnefnd þakkar landsmönnum samsíarfið á liðnu ári Hefjum nýja árið með þeim ásetningi að draga enn úr orkunotkun okkar e Sporum bilinn og drögum úr bensínnotkun e Bætum einangrun ibuðar innar og vinnustaðarins e Bætum styringu búnaði hússins hitunar- e Notum sparneytnari heimilis- tæki e Bætum orkunýtingu við fisk- veiðar og flutninga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.