Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 13
FÓSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 13 innlendur fréttaannáll 1982 Mars í*aö eru engin kjarnorkuvopn á íslandi11 sagði Eugene J. Carrol, forstjóri Center for Defense Information í Washington í samtali við Tímann 2. mars. Stofnun þessi vinnur að rannsóknum á sviði hermála, og nýtur talsverðrar virðingar. Áður höfðu einstakir starfsmenn hennar sagt í viðtölum við íslenska fjölmiðla að sennilega væru kjamorku- vopn staðsett hér á landi. Þótti þetta athyglisvert þegar forstjórinn bar ummæli samstarfsmanna sinna til baka og kvaðst viss í sinni sök. I könnun Kjararannsóknamefndar meðal 13 þúsund launþega kom í ljós að um 53% voru yfirborgaðir. „Það er athyglisvert hve lítill hlut fólks á hinum almenna vinnumarkaði fær raunveru- lega greidd laun samkvæmt kauptöxtunum eins og þeir eru“ sagði forstjóri Vinnuveitendasambands- ins af þessu tilefni. Hann kvað niðurstöðumar m.a. sýna að við kröfugerð verði að taka mið af því sem kaupið er í raun, því taxtablöðin segi greinilega ekki alla söguna. Ungir sjálfstæðismenn í Kópavogi gáfu út pésann „Ungt fólk í framboði" í byrjun mars og á auglýsingasíðu gat að líta yfirlýsingu um stuðning við unga sjálfstæðismenn til forystu í bæjarmálum frá nokkrum fyrirtækjum. í ljós kom aðyfirlýsingin var án samráðs við a.m.k. tvö þeirra, Olíufélagið og Víði. Bæði fyrirtækin vísuðu því á bug að þau hefði nokkur afskipti af stjórnmálastarfsemi Sjálf- stæðisflokksins. „Rak í rogastans þegar ég kom þarna inn“ sagði Elva Björk Gunnarsdóttir borgarbókavörður í samtali við Tímann um heimsókn sína í bókasafn Landsbankans og Seðlabankans. Borgarbókavörð- ur kvaðst ekki átta sig á hvers vegna svo mikið af fagurbókmenntum væri í þessu lokaða safni, því þær tengdust á engán hátt starfsemi bankanna, viðskipta- og hagfræðisviðum. Taldi Elva Björk að þessar bækur ættu fremur heima á Landsbókasafn- inu. Arnarflug keypti flugfélagið íscargó að morgni 11. mars. Kaupverðið var 29 milljónir króna. Samgönguráðherra sagði í viðtaii við Tímann að hann hefði engin afskipti haft af kaupunum. Ráðherra kvað það skoðun sína að sjálfsagt væri að einhver samkeppni væri hér á landi í flugmálum og eðlilegt að hér væri rekið stórt flugfélag og annað minna, og flugleiðum skipt á milli þeirra. Árangur Póllandssöfnunarinnar var tilkynntur 12. mars. Rúmar sex milljónir höfðu safnast, en það er meira fé en dæmi eru um að áður hafi safnast í slíkum söfnunum hér á landi. Fyrir þetta fé eru keypt matvæli, en einnig hreinlætisvörur, lyf og ýmiss konar tæki á sjúkrahús. Úrslit í Bókmenntasamkeppni Almenna bóka- félagsins voru tilkynnt 18. mars. „Riddarar hringstigans" skáldsaga eftir Einar Má Guðmunds- son hlaut fyrstu verðlaun. Bolli Gústavsson hlaut önnur verðlaun fyrir verk sitt „Vorganga í vindhæringi" og ísak Harðarson fékk sérstök aukaverðlaun fyrir ljóðabókina „Þriggja orða nafn.“ Tveir gúmbjörgunarbátar fundust sundurskornir eftir lyfjaþjófa þegar starfsmenn í Bátanausti komu til vinnu sinnar að morgni mánudags 22. mars. Þótti þetta einkar lúalegt athæfi. Feðgar fórust í slysi við Hjarðarland 7 í Mosfellssveit þriðjudaginn 23. mars. Feðgarnir voru að vinna við að leggja skolplögn frá húsgrunni ofan í fimm metra djúpum skurði þegar bakkar skurðsins hrundu yfir þá og lentu þeir undir eins metra þykku moldarlagi. Þeir hétu Sigurbjörn Guðjónsson, fæddur 1922, og Sigurkarl Sigur- björnsson, fæddur 1947. M/s Suðurland fórst norður af Færeyjum laust eftir hádegi 25. mars. Sjór var slæmur, en tíu skipverjar komust þó í lífbát og var bjargað. Einn fannst ekki og er talinn af. Hann hét Ævar Ragnarsson og var 35 ára að aldri. Við rannsókn á morðinu á Hans Wiedbusch blómaskreytingamanni, sem myrtur var í septemb- er 1981, kom í ljós að hann hafði staðið fyrir umfangsmikilli ræktun cannabisplanta í íbúð sinni og eins á vinnustað sínum. Aprfl „Ljóst er að við höfum verið plataðir í þessu máli“ sagði Steingrímur Hermannsson sjávarút- vegsráðherra um kaupin á togaranum Einari Benediktssyni þegar í ljós kom að kaupendur skipsins höfðu ekki verið lögmætir eigendur skipanna Fálka og Sæhrímis sem Einar Benedikts- son átti að koma í staðinn fyrr. Mjög var deilt um þetta mál á Alþingi og í fjölmiðlum. Ágreiningur innan Alþýðubandalagsins um fyrirhugaða steinullarverksmiðju kom berlega í Ijós í umræðum á Alþingi 1. apríl. Garðar Sigurðsson þingmaður flokksins í Suðurlandskjör- dæmi sagði um Hjörleif Guttormsson iðnaðarráð- herra að hann hefði „ekkert vit á rafmagni“ en væri „sæmilega að sér um skordýr.“ „Flugleiðir kaupa DV“ sagði í frétt Tímans 1. apríl. „Forráðamenn Flugleiða munu telja nauð- ■ Loftnetsbúturinn sem Eyjólfur Ágústsson á Akureyri var með í höfðinu í þrettán vikur eftir að hann lenti í vélhjólaslysi og loftnetsstöngin stakkst upp í nef hans og brotnaði. ■ Magnús Steindórsson gullsmiður í Gull og silfur með öskju undan 32. þúsund króna armbandi sem stolið var á skírdag ásamt ýmsu fleiru eða að verðmæti 800 þúsund kr. Á myndinni sjást allar öskjur tómar í skápum og á borðinu. Tímamynd: GE. ■ Davíð Oddsson var sigurvegarinn í borgar- stjórnarkosningunum í Reykjavik í maí. Myndina tók Róbert á heimili hans eftir að úrslit voru kunn, og sem sjá má er hinn nýi borgarstjóri hinn hreyknasti. ■ Guðmundur Steinsson höfundur leikritsins Garðveislu sem vakti mikla athygli fyrripart veturs. Frétt Tímans s.l. vor um að tveir leikarar hefðu neitað að taka þátt í nektaratriðum leikritsins vakti litla ánægju í Þjóðleikhúsinu og er jafnvel talin hafa orðið til þess að breyting hafi veriö gerð á verkinu áður en það var frumsýnt. Tímamynd: Róbert synlegt fyrir fyrirtækið að það eignist eigið málgagn þar sem Flugleiðir lendi oft í slag í fjölmiðlum og hafi legið beinast við að kaupa DV“ sagði ennfremur. Þarna var farið svolítið frjálst með sannleikann, enda þykir það við hæfi á 1. apríl. Gestur Guðjón Sigurbjörnsson, banamaður Hans Wiedbusch garðyrkjumanns, var dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir verknaðinn. Ellefu slösuðust og voru fluttir á sjúkrahús eftir mjög harðan árekstur þriggja bíla á Grindavíkur- veginum aðfaranótt 4. apríl. Flestir hlutu minn- iháttar meiðsl, en þrír slösuðust alvarlega, þó enginn lífshættulega. Gjaldkeri hjá Eimskipafélaginu, kona á fimm- tugsaldri, játaði stórfelldan fjardrátt við yfirheyrsl- ur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hún kvaðst hafa dregið sér fé reglulega síðan 1978. Fjárhæðin er á bilinu 300-400 þúsund krónur. Grunur um fjárdráttinn vaknaði við endurskoðun bókhalds- gagna félagsins. Eiginmaður hennar var úrskurðað- ur í varðhald um tíma vegna rannsóknar málsins. Skartgripum að verðmæti um 800 þúsund krónum var stolið úr versluninni Gull og silfur aðfaranótt skírdags. „Þjófamir hafa gerþekkt verslunina og auk þess haft talsvert vit á skartgrip- um, það er greinilegt því þeir hafa valið úr dýrustu hlutina" sagði Magnús Steinþórsson gullsmiður, einn eiganda verslunarinnar, í samtali við Tímann. Snemma í apríl var aðgerð framkvæmd á ungum Akureyring, Eyjólfi Ágústssyni, og úr höfði hans fjarlægður loftnetsbútur sem hann hafði gengið með í þrettán vikur án þess að vita af því. Eyjólfur hafði verið að leika sér á snjósleða í Hlíðarfjalli á nýársdag og keyrði þá fram af fimm metra hárri hengju með þeim afleiðingum að hann kastaðist fram í rúðuna og við það brotnaði af loftnetsstöng á talstöð. Eyjólfur missti meðvitund skamma hríð en þegar hann rankaði við sér var hann með miklar blóðnasir. Skömmu seinna fór hann að kenna sér meins, hafði höfuðverk og hita, og röntgenmyndataka leiddi í ljós að í höfði hans voru einhverjir vírar. Eiríkur Sveinsson læknir framkvæmdi aðgerð á Eyjólfi og fjarlægði úr höfði hans öllum til undrunar loftnetsvír sem reyndist vera 9,5 sentimetra langur og tæplega hálfur sentimeter í þvermál. Hafði þá loftnetið gengið upp í vinstri nös Eyjólfs er hann varð fyrir óhappinu. Eyjólfur mátti að sögn læknisins þakka líf sitt því að stöngin brotnaði ekki neðar því hefði hún gengið upp einum sentimetra lengra upp í höfuð hans þá hefði hún þar með rekist í heiladingulinn og önnur viðkvæm líffæri. Dagný Helgadóttir og Guðni Pálsson, arkitekt- ar, sigruðu í samkeppni um skipulag íþróttasvæðis í suður-Mjóddinni í Breiðholti. Hlutu þau verðlaun að upphæð 65 þúsund krónur. Halldór Laxness rithöfundur varð áttræður 23. apríl og af því tilefni efndi menntamálaráðherra til hófs honum til heiðurs í Súlnasal Hótel Sögu á afmælisdaginn. Giskað er á að 400-500 manns hafi komið til að samfagna afmælisbarninu. Gífurleg skemmdarverk voru unnin í Árbæjar- kirkju og smiðjunni við safnið aðfaranótt 24. apríl. Skemmdarvargar komust inn um glugga í öllum húsunum með því að brjóta rúður og sparka út gluggapóstum. Engu var stolið svo augljóst er að innbrotin voru ekki gerð í auðgunarskyni. Gamlir safngripir, þ.á.m. altaristafla frá öldinni sem leið, voru skemmdir og gerð tilraun til að kveikja í biblíu sem var í kirkjunni. Gamlir postulínshlutir, könnur, krukkur, vasar o.fl. voru brotnir í mél. í lok apríl varð deila á Selfossi um skólavist tveggja fanga frá Litla Hrauni í Fjölbrautaskólan- um á Selfossi. „Þeir ættu að hljóta sína menntun á Hrauninu“ sagði móðir þriggja barna í skólanum í samtali við Tímann. „Um tilraun að ræða“ sagði aðstoðarskólameistari, Þorlákur Helgason. Mark- miðið kvað hann að veita þessum föngum tækifæri til að aðlagast samfélaginu á nýjan leik á sem mýkstan og eðlilegastan hátt. Maí „Greinilega um misferli í starfi að ræða“ sagði Páll Jónsson fulltrúi í útgerðarráði BÚR þegar í Ijós kom að annar framkvæmdastjóra og skrifstofu- stjóri bæjarútgerðar höfðu í heimildarleysi og án nokkurs samráðs við borgaryfirvöld ákveðið að greiða um 20 skrifstofumönnum á skrifstofu BÚR sérstakan 20% kaupauka ofan á laun. - 4. maí samþykkti borgarráð að veita þeim Einari Sveins- syni framkvæmdastjóra BÚR og Vigfúsi Aðal- steinssyni skrifstofustjóra áminningu fyrir brot í starfi. 5. maí hófust viðræður íslenskra stjórnvalda og fulltrúa Alusuisse um ágreiningsefni þessara aðila. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra hafði forystu fyrir íslensku viðræðunefndinni, en af hálfu Svisslendinga var mættur dr. Paul Muller formaður framkvæmdastjórnar Alusuisse. Viðræðumar leiddu ágreininginn ekki til lykta og á þessu stigi var engin ákvörðun tekin um frekari viðræður. Eigendaskipti urðu á útgáfufyrirtækinu Frjálst framtak hf. Jóhann Briem framkvæmdastjóri og aðaleigandi frá stofnun lét af störfum og seldi fyrirtækið Magnúsi Hreggviðssyni viðskiptafræð- ingi. Fyrirtækið átti við mikla rekstrarerfiðleika að stríða. Rétt fyrir þinglausnir 7. maí var samþykkt að ríkið tæki þátt í byggingu og rekstri steinullarverk- smiðju og yrðu hún staðsett á Sauðárkróki. Megn óánægja ríkti á Suðurlandi með þessa ákvörðun en Sunnlendingar vilja reisa verksmiðjuna á Þorlákshöfn. Á aðalfundi Félags íslenskra rithöfunda 9. maí ákvað þorri fundarmanna að segja sig úr Rithöf- undasambandi íslands. Orsökin var einkum óá- nægja með úthlutun starfslauna. Gunnar Dal var kjörinn formaður félagsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.