Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 32

Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 Happdrætti styrktarfélags vangefinna 1982 Vinninganúmer: 1. vinningur: Saab Turbo, bifreiö, árgerö 1983, nr. 23225. 2. vinningur: Bifreiö aö eigin vali aö upphæö kr. 130.000,- nr. 86656. 3. -10. vinningur: Húsbúnaður að eigin vali, hver að upphæð 30.000.- nr. 27742 - 38673 - 41197 - 60102 - 69420 - 82644 - 84001 og 88904. Félagið flytur öllum hugheilar þakkir fyrir veittan stuöning. Styrktarfélag vangefinna. IþrÖttaannáll 1982 Veistu hvaða vinninq er hæqt að fá á eitt einasta númer ? fCSy HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSI ANDS ■ Kristján Arason og félagar hans í landsliðinu lögðu Dani í desember. Þar voru þeir sterkir félagamir úr FH Kristján og Hans, sem er líka á myndinni. þessar voru tíðar í Tímanum: Jöfnunar- mark Atla tryggði annað stigið - Bæði Arnór og Lárus skoruðu - Sævar klettur í vörninni. Nokkuð næddi um Pétur körfubolta- mann Guðmundsson og voru áhöld um það hvort hann væri löglegur með ÍR eða ekki. Allt fór vel að lokum og leikur Pétur nú með ÍR-liðinu. Þróttur keppti í Tromsö í Noregi gegn heimamönnum. Leikurinn var liður í Evrópukeppninni í blaki. Norðmenn unnu örugga sigra í báðum leikjunum. Badmintonmenn kepptu á Norður- landamóti í Danmörku og var landinn sleginn úr keppninni þegar í byrjun, að Brodda Kristjánssyni undanskildum, en hann komst í aðra umferð. Markvarslan verður að lagast fyrir B-keppnina, sagði Tíminn eftir að Vestur-Þjóðverjar höfðu lagt okkar menn að velli í tvígang í handbolta. Landinn rétti aðeins úr kútnum er Frakkar voru sigraðir í tvígang. „Er tiltölulega ánægður" sagði einn liðs- manna fslands. Þokkalegt það... Áfram Tíminn. Desember Nú voru allir að komast í jólastuð og hinn svokallaði dans í kringum gullkálf- inn fór að duna af enn meiri krafti en fyrr. Handboltalandsliðið var með allan hugann við jólasteikurnar og fékk hressi- lega útreið á móti í Austur-Þýskalandi. KR-ingar gerðu harða hríð að júgóslav- nesku liði, sigruðu í fyrri leiknum með yfirburðum, en töpuðu í seinni leiknum (með enn meiri „yfirburðum"). Há- púnktinum í íþróttalífi desembermánað- ar náðu blessaðir handboltamennirnir er þeir lögðu erkifjendurna, Dani, að velli. Áfram ísland. Tíminn óskar íþróttaáhugamönnum um allt land árs og friðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.