Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 15 innlendifr fréttaannáll 1982 Þrír dyraverðir í veitingahúsinu Hollywood voru fluttir á slysavarðstofu eftir að þeir lentu í áflogum við fjóra lyftingakappa fyrir utan veitingastaðinn að kvöldi föstudags 7. maí. Dyraverðirnir hafa kært atferli lyftingamannanna. „Yrði hörmulegt ef hann næði kosningu" sagði Viktor Kortsnoj í samtali við Tímann er hann var spurður álits á framboði Campomanesar gegn Friðrik Ólafssyni í forsetastól FIDE síðar á árinu. „Ég hef lýst þessum manni sem glæpamanni og alþjóðlegum þrjót" sagði Kortsnoj ennfremur. 14. maí greindi Tíminn frá óánægju sumra leikara með nektaratriði í leikriti eftir Guðmund Steinsson sem var verið að æfa í Þjóðleikhúsinu. Sagði þar að tveir leikarar, Helgi Skúlason og Hjalti Rögnvaldsson, hefðu ákveðið að hætta að leika í verkinu af þessum sökum. Um var að ræða verkið „Garðveislan.“ 19. maí tókst samkomulag í deilu fjármálaráðu- neytis og hjúkrunarfræðinga sem valdið hafði miklum erfiðleikum á sjúkrahúsum landsins um skeið. Ölvaður fjölskyldufaðir ógnaði fjölskyldu sinni með haglabyssu og riffli í íbúð sinni í fjölbýlishúsi við Leirubakka í Breiðholti. Mikið lið lögreglu var kvatt á staðinn, en í varúðarskyni beið lögreglan átekta um stund. Að nokkrum tíma liðnum lagðist fjölskyldufaðirinn til svefns í rúmi sínu og þar lá hann þegar lögreglan handtók hann. Við athugun skotvopnanna kom í Ijós að þau voru óhlaðin. Sjálfstæðismenn náðu hreinum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur í kosningunum 22. maí. Þeir fengu 12 fulltrúa kjörna og felldu þar með vinstri meirihlutann. Alþýðuflokkur fékk einn fulltrúa (hafði áður tvo), Framsóknarflokkur fékk tvo fulltrúa (hafði áður einn), Alþýðubandalag fékk 4 fulltrúa (hafði áður fimm) og nýr listi Kvennaframboðs fékk 2 fulltrúa. Borgarfulltrúum hafði verið fjölgað um 6 fyrir kosningarnar, úr 15 í 21. Sjálfstæðismenn juku talsvert við fylgi sitt um land allt, Framsóknarflokkurinn jók lítillega við fylgi sitt, en Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag misstu talsvert fylgi. M/b Jóhanna Magnúsdóttir RE 74 brann og sökk á Meðallandsbugt aðfaranótt þriðjudags 25. maí. Skipverjum, sex að tölu, var öllum bjargað. Formleg valdaskipti milli fyrrverandi og núver- andi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur fóru fram 27. maí. Þá lét Egill Skúli Ingibergsson af störfum borgarstjóra en við tók Davíð Oddsson. „ Júní Oetning og umbrot Tímans voru flutt úr Blaða- prenti og í eigið húsnæði blaðsins að Síðumúla 15 1. júní. Þar hefur hluti af ritstjórnarhæð blaðsins verið innréttaður sérstaklega fyrir prentsmiðjuna. Starfsfólkið í prentsmiðjunni var allt áður í Blaðaprenti en bættist nú í hóp starfsmanna Tímans. Leikur þriggja smádrengja með eld í gamla kaupfélagshúsinu á Flateyri leiddi til þess að í húsinu kviknaði og það fuðraði upp á svipstundu. Atburður þessi gerðist að kvöldi hvítasunnudags. Hús þetta hafði verið friðað enda var það með elstu byggingum á staðnum, yfir 100 ára gamalt. Dagana 5. til 20. júní var haldin í Reykjavík listahátíð. Fjöldi innlendra og erlendra listamanna kom fram og upp á margs konar nýbreytni í listalífi tekið. Innbrotið í skartgripaverslunina Gull og silfur í Reykjavík var upplýst í júní. Piltur nokkur sem í upphafi rannsóknar málsins sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur, en var síðan sleppt, viðurkenndi að hafa einn síns liðs farið inn í verslunina og haft á brott með sér skartgripi sem metnir voru á um 800 þúsund krónur. Megnið af þýfinu kom í leitirnar. Nokkru áður en játning fékkst handtók lögreglan félaga piltsins á Keflavíkurflugvelli en hann var þá á leið til Kaupmannahafnar með hluta þýfisins. Útsendingar útvarps féllu að hluta niður í tvo daga vegna deilu tæknimanna og yfirmanna Ríkisútvarpsins. Tveir belgískir eggjaræningjar voru gómaðir á Keflavíkurflugvelli að morgni 11. júní. Höfðu þeir í fórum sínum um milli 150 og 160 egg sem þeir ætluðu að flytja með sér til Lúxemborgar. Reyndust þetta vera um 100 húsandaregg, nokkur svartfuglsegg, þrjú straumandaregg og eitthvað af hávellueggjum. Hávellur og straumendur eru alfriðaðar á íslandi. Húsandaregg og svartfuglsegg má hins vegar hirða en bannað er að flytja þau úr landi. Lögreglan í Reykjavík fékk í hendur stærstu marihuna sendingu sem til íslands hefur komið, rúmlega 189 kíló að verðmæti um 20 milljónir ísl. króna. Efnið var upphaflega sent frá Jamaica til New York þar sem það fannst í lok apríl og kom þá í ljós að sendingin var merkt ákveðnu fyrirtæki á íslandi. Sneru yfirvöld í Bandaríkjunum sér þá til íslenskra yfirvalda og lögðu til að sendingin yrði látin fara hingað til lands eftir venjulegum leiðum. Fíkniefnin voru tekin úr kössunum er hingað var komið og geymd á aðallögreglustöðinni í Reykja- vík, en kassarnir fluttir í vörugeymslu í þeirri von að einhver spyrði eftir þeim. Það hefur aftur á móti ■ Frá viðræðufundi íslenskra stjórnvalda og forráðamanna Alusuisse og ÍSAL um ágreiningsefni aðila í maí. A myndinni eru dr. Paul Miiller formaður framkvæmdastjórnar Alusuisse, Hjörleifur Guttormsson iðnaðaráðherra, Ragnar Halldórsson forstjóri ÍSAL, Ingi R. Helgason og aðstoðarmenn. Tímamynd: EUa JÚlí Um mánaðamótin tókst samkomulag milli ASÍ og VSÍ um nýja kjarasamninga og jafnhliða því var gert sérstakt samkomulag aðila vinnumarkað- arins um að á samningstímanum muni aðilar leita sameiginlega lausnar verðbólguvandans. Fógetaréttur í Reykjavík lagði lögbann á sýning- ar fyrirtækisins Vídeósón á leikjum frá heimsmeist- arakeppninni á Spáni. Lögbannið var sett að kröfu Ríkisútvarpsins sem telur sig eiga einkarétt til sýninga frá heimsmeistarakeppninni hér á landi. „Það eina sem fyrir okkur vakti var að gefa fólki kost á að fylgjast með þessu vinsæla sjónvarpsefni" sagði Jóhannes Reykdal forsvarsmaður Videósóns í viðtali við Tímann. Lögfræðingur útvarpsins upplýsti að það hefði greitt 450 þúsund krónur fyrir sýningarréttinn og því hafi verið farið fram á lögbannið. Þegar Skattskrá Reykjavíkur var lögð fram kom í ljós að tveir hæstu einstaklingar voru Þorvaldur Guðmundsson, Háuhlíð 12, sem greiða ber 1.858.497 í skatta og Pálmi Jónsson, Ásenda 1, sem greiða ber 1.787.376. Þrír hæstu lögaðilar voru ■ Flak flugvélarínnar sem fórst í Kistufelli í Esjunni 20. júlí. 5 manns létu lífið í þessu hörmulega slysi. Tímamynd: Róbert Samband íslenskra samvinnufélaga, Olíufélagið Skeljungur og Eimskipafélagið. Samkvæmt yfirliti um greiðslur til skólatann- lækna sem starfa hjá Reykjavíkurborg fyrir maímánuð kom í ljós að einn tannlæknirinn hafði fengið rúmar 76 þúsund krónur í greiðslu fyrir þrettán vinnudaga! Reyndist þessi upphæð í samræmi við greiðslur til hans á síðustu mánuðum. Daglaun þessa tannlæknis eru því nálægt sex þúsund krónum. I framhaldi af þessum upplýsing- um sagði Björn Friðfinnsson fjármálastjóri Reykja víkurborgar að hann kysi að segja sajnningum við tannlækna upp. Borgarráð samþykkti 13. júlí að selja hina umdeildu Ikarus-strætisvagna frá Ungverjalandi. Davíð Oddsson borgarstjóri kvað vagnana hafa reynst illa, vera 15 árum á eftir tímanum og hefðu lítið verið notaðir. Mikilla truflana á símasambandi varð vart á nokkrum bæjum í Holtahreppi í Rangárvallasýslu. Við athugun á jarðsímastrengum í sveitinni kom í ljós að nokkuð víða höfðu mýs étið utan af þeim einangrunina. Gerði það það að verkum að spanskgræna settist á koparþræðina í strengjunum og var það nóg til að valda truflunum. Samband dýraverndunarfélaga Islands kærði opinber afskipti sölusamtaka fiskiðnaðarins og hringormanefndar vegna selveiða, en þessir aðilar höfðu heitið verðlaunum fyrir seladráp í því skyni að draga úr hringormi í fiski. Tuttugu og eins árs gamall maður lést og sextán voru fluttir í sjúkrahús, þar af tvennt alvarlega slasað, eftir harðan árekstur milli steypubíls frá BM Vallá og fólksflutningabíls, sem varð á Vesturlandsvegi, móts við Lágafell, að morgni 19. júlí. Maðurinn sem lést hélt Þórir Baldvin Þorkelsson og var ökumaður steypubílsins. Farþ- egar í fólksflutningabílnum voru allir starfsmenn á Reykjalundi og Álafossi á leið til vinnu. ■ 190 kg. af marihuana á lögreglustöðinni í Reykjavík. Þetta er mesta fíkniefnasending sem komið hefur hingað til lands en ekki er vitað enn hverjir eigendur hennar eru. Tímamynd:Ari enginn gert og er málið enn óupplýst. Þess má geta að verðmæti fíkniefnasendingarinnar jafngildir tveimur skuttogurum af fullkomnustu gerð, yfir hundrað sæmilegum nýjum bílum og 20-30 íbúðum. Tvítugur Vestmannaeyingur fannst illa haldinn í kartöflugarði á sunnanverðri Heimaey eftir að hann hafði legið úti á fjórða sólarhring án þess að nokkur hefði lýst eftir honum. Ungi maðurinn tók þátt í Jónsmessugleði við Breiðabakka og meðan gleðin stóð sem hæst féll hann af brún neðan við bakkann og niður í fjöruna. Þar lá hann í rúma tvo sólarhringa meðvitundarlaus. Þegar hann komst til meðvitundar tókst honum að krafla sig af sjálfsdáðum upp á bakkann og út í kartöflugarð. Þar lá hann ósjálfbjarga þar til gengið var fram á hann að morgni fjórða dagsins. Læknar telja að hann muni ná sér fullkomlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.