Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 22
FÓSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 innlendur fréttaannáll 1982 Kynferðisafbrotamaður var handtekinn í Reykjavík eftir að hafa ginnt tvær sex ára stúlkur með peningum til að koma fram vilja sínum. Mikla athygli vakti þegar ræstingakona hjá Reykjavíkurborg var flutt til í starfi eftir kröfu Davíðs Oddssonar borgarstjóra, en hann hafði staðið hana að því að nota einkasína á skrifstofu sinni og taldi hann að hún hefði verið að hringja til útlanda. Auglýsingaherferð Flugleiða í Svíþjóð vakti deilur hér á landi og fékk misjafnar undirtektir þar ytra. Töldu ýmsir auglýsingar þessar hinar mesta skrum og jafnvel gefið í skyn að auðvelt væri að kaupa kvenfólk á íslandi til kynsvalls. Flugleiðir vísuðu gagnrýninni á bug og töldu hana á misskilningi reista. Eimskipafélag íslands festi kaup á alls 440 nýjum gámum frá Japan og nam kaupverð þeirra um 18 milljónum íslenskra króna. Eru þetta stærstu gámakaup sem gerð hafa verið af íslensku skipafélagi og þykja þau jafnvel stór á alþjóða mælikvarða. Eftir kaupin ræður félagið yfir 1/1000 af gámaflota heimsins. Forseti Finnlands, Mauno Koivisto og kona hans Tellervo, komu í opinbera heimsókn til íslands 20. október. Þau héldu af landi brott hinn 23. október. eftir að hafa hitt forseta íslands, ríkisstjórnina og skoðað ýmis söfn og mannvirki hér á landi. íslendingum var falið að sjá um útgáfu móts- blaðsins á Olympíumótinu í skák í Luzern í Sviss. f>að var Jóhann Pórir Jónsson sem stjórnaði útgáfunni en auk hans störfuðu ytra 14 íslendingar. Tímaritið hlaut mjög góðar undirtektir skák- manna. Ein stærsta björgunaræfing sem fram hefur farið nér á landi var haldin á Keflavíkurflugvelli að morgni mánudags 25. okt. Sett var á svið flugslys þar sem 100 manns komu við sögu. Fyrsti blaðamannafundur sem fangar standa að á íslandi var haldinn á Litla Hrauni 25. október. Var fundurinn haldinn í tilefni af útkomu hljómplötunnar „Rimlarokk'1 en það er fanga- hjómsveitin Fjötrar á Litla Hrauni sem gefur plötuna út. Fulltrúar fangahjálparinnar Vernd hafa einnig komið mjög við sögu útgáfunnar og áttu frumkvæðið að henni. „Þetta verk er ekki eftir mig“ sagði Jónas Guðmundsson rithöfundur eftir að hann sá sjónvarpsgerð á leikriti sínu í framhaldsmynda- flokki um félagsheimili 23. október. Hrafn Gunn- laugsson leikstýrði verkinu. „í mínu leikriti er t.d. texti, en í þessu verki er textanum sleppt að mestu leyti“ sagði Jónas þegar hann var spurður hverju hefði verið breytt í sjónvarpsgerðinni. Og hann bætti við: „í mínu leikriti erenginn drykkjuskapur í eldhúsinu, engar serðingar með franskbrauði og engar klósettferðir. Allt þetta er komið frá menntamálaráðuneytinu og dramadurg sjónvarps- ins.“ Hrafn Gunnlaugsson sagði í yfirlýsingu um málið að Jónasi hefði verið boðið að fylgjast með upptöku verksins en hann hefði hafnað því og gæti því engum nema sjálfum sér um kennt. ( Fimm manns biðu bana í þremur umferðarslysum síðustu helgina í október. Sextán ára gamlir tvíburabræður Frímann og Nývarð Konráðssynir ■ Hin umdeilda auglýsing flugleiða í Svíþjóð þar sem sumum þótti gefið í skyn lauslæti íslensks kvenfólks. Flugleiðir mótmæltu eindregið slíkri túlkun létust þegar bíll sem þeir voru farþegar í fór út af auglýsingarinnar. Sendum beztu óskir um gleðilegt nýtt ár til starfsfólks, viðskiptavina, svo og landsmanna allra, með þökk fyrir samstarf og viðskipti á liðnu ári. Gunnar hf. - Snæfugl hf. REYÐARFIRÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.