Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 27

Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 27 fþróttaannáll 1982 Hraðfrystihúsið Búlandstindur og Síldarverksmiðjan Djúpavogi knattspyrnulandsleik í upphafi mánað- arins. Húrra. En það bara gleymdist að hér var um að ræða B-lið enskra, A-liðið keppti í Finnlandi á sama tíma. Jafntefl- ið má svosum teljast góður árangur gegn atvinnumönnum þekktum frá dagblaða- langlokum um enska boltann og tíðum gestum á sjónvarpsskjánum. Eftir þennan árangur gegn enskum bjuggust flestir við auðveldum sigri okkar manna gegn Möltu, en því miður, landinn tapaði 1-2. „Möltuliðið pakkaði í vörn og við áttum skalla í slána,“ sagði þjálfarinn, Jóhannes Atlason. Og þá byrjaði keppnin sem allir íþróttaáhugamenn höfðu beðið eftir með óþreyju, Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu á Spáni. 24 lið léku í 14 borgum og sjónvarpað var frá keppn- inni til flestra landa heims, að Islandi undanskildu, að sjálfsögðu. Tíminn hafði fréttamann á staðnum, Erik Mog- ensen, gítarleikara og húmorista með meiru. Sjálfir heimsmeistarar Argentínu- manna lágu í fyrsta leik og áður en yfir lauk áttu mörg óvænt úrslitin eftir að líta ■ Broddi Kristjánsson var sigursæll í badmintoninu á árinu. Á myndinni óskar Jóhann Kjartansson honum til hamingju með einn titilinn. óska starfsfólki sinu og viðskiptavinum farsœldar á komandi ári Þakkar sanistarf og viðskipti á líðandi ári Vil koma mér burt frá Belgíu, sagði Pétur knattspyrnumaður Pétursson. Honum varð ekki að ósk sinni. Belgíska liðið Antwerpen keypti hann frá belg- íska liðinu Anderlecht. íslandsmótið í knattspyrnu hófst um miðjan maímánuð með þremur jafntefl- isleikjum. Jafnræðið hafði sett sig fast í fótboltanum, sem langþreyttir vallar- gestir sögðu að yrði lélegri og lélegri með hverju árinu sem líður. Ekki vilja allir samþykkja það, eða hvað? Hvað um það, við lásum um Víkingssigur, Vals- sigur, Skagasigur, KR-sigur o.s.frv. Einnig lásum við oft: Jafntefli í lélegum leik og stórkallaleg knattspyrna á Skaganum.. Lárus Guðmundsson gerði garðinn heldur betur frægan I Belgíu og skoraði m.a. bæði mörk Waterschei er liðið varð bikarmeistari. Frábært afrek hjá strák. Júní s Island og England gerðu jafntefli í í Evrópukeppni í handbolta mátti Þróttur bíta í það súra epli að falla úr keppninni fyrir tékkneska liðinu Dukla Prag. „Við klikkuðum á markverðin- um,“ sagði einn Þróttarinn eftir leikinn. Þá var komið að páskum og að venju héldu skíðamenn íslandsmót sitt. Að þessu sinni fór það fram í Bláfjöllum. Þar var mikið svigað, gengið, stokkið, hoppað, hóað og heiað. Judomaðurinn Bjarni Friðriksson vann glæstan sigur í sínum flokki á Norðurlandamótinu, sem fram fór hér á landi um páskana. Sannkallaður fyrir- myndaríþróttamaður Bjarni Friðriks- son. „Þeir vilja halda mér“. Þannig fórust Sævari knattspyrnumanni Jónssyni orð. Ekki var Svæar lentur í vandræðum, heldur var hér um að ræða forráðamenn belgíska liðsins CS Brugge sem vildu ólmir hafa Sævar áfram hjá félaginu. Varð það úr. Heimshornaflakkararnir, Harlem Globetrotters, héldu sýningu í Höllinni við mikla hrifningu áhorfenda. Meira að segja var Vigdís mætt á svæðið og skemmti sér konunglega. Sjö íslandsmet og níu gullverðlaun var uppskera íslenska sundlandsliðsins á Kalott-keppninni sem fram fór í Finnlandi. Sagt er að nú sé öllu bjartara framundan í sundíþróttinni en um árabil. Það fylgir sögunni að einkum hafi fótatökin skánað. KR varð bikarmeistari í handbolta karla, sigraði FH í úrslitaleiknum. „Sálrænn sigur“, sagði þjálfarinn og sálfræðineminn fyrrverandi, Jóhann Ingi Gunnarsson. Hafnfirðingarnir voru þannig teknir á sálinni. Lyftingastarfsmaðurinn Jón Páll Sig- marsson gerði það ekki endasleppt og setti tvö Evrópumet í sjónarpssal. Þetta var víst ekkert mál fyrir Jón Pál. Lyftingamaðurinn Þorkell Þórisson var einnig í sviðsljósinu og setti 2 íslandsmet á Norðurlandameistaramótinu, sem fram fór í Svíþjóð. Jóhann Ingi var ráðinn þjálfari hjá vestur-þýska félaginu Kiel og vakti sú ráðning nokkra athygli. Þá skal þess getið að í lok mánaðarins sungu liðs- menn og forráðamenn landsliðsins í körfubolta sönginn um tíu litlu negra- strákana... og þá voru eftir níu, o.s.frv. Voru þeir körfuboltamenn á barmi örvæntingar vegna tíðra meiðsla... Maí Sagan um körfuboltamennina end- aði (sem betur fer) vel. Liðið hafnaði í 3. til 4. sæti og sigraði íra og Egypta í síðustu leikjunum. Síðasti leikurinn var alveg „geðveikislegur“, eins og Einar Bollason orðaði það. Nanna Leifsdóttir og Sigurður Jóns- son urðu sigurvegarar í Bikarkeppni Skíðasambands íslands. Og þá var fótboltinn farinn að rúlla fyrir alvöru og Víkingur varð Reykjavík- urmeistari. Úr heimi íslenskra knatt- spyrnumanna var hins vegar það mark- verðast að Ásgeir Sigurvinsson skrifaði undir samning við vestur-þýska liðið Stuttgart. Og nú var allt í stáli hjá Jóni Páli. Kappinn setti heimsmet á móti í Svíþjóð. Hann var fjarri góðu gamni er vaxtarræktarmenn héldu íslandsmót í Breiðvangi skömmu seinna. Þar var nú spennt, maður. ■ Paolo Rossi vakti mesta athygli leikmanna ítalska lidsins í heimsmeistarakeppn- inni á Spátf, tiltölulega nýkominn úr löngu ieikbanni, og eiginlewa óskrifað blað í upphafi keppninnar. En hann spjaraði sig heldur betur...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.