Tíminn - 31.12.1982, Page 3

Tíminn - 31.12.1982, Page 3
FÖSTUDAGUR 31. DESEMbEfe 1982 Sjálfstædismenn og Alþýdubandalagið sameinast um að hafna Lague-kerfinu í kjördæmamálinu: Hræddir um að tapa Nes kaupstað og Reykjavík — Nú er rætt um að f jölga þingmönnum um fimm ■ Sjálfstæðismenn og að öllum líkind- um AJþýðubandalagið hafa nú hafnað oddatölureglunni, eða svoköiluðu Lague-kerfi, varðandi útreikning á út- hlutun þingsæta, þannig að ekki blæs nú byrlega fyrir því að lausn flnnist í bráð í kjördæmamálinu. Samkvæmt heimildum Tímans, þá hafa áðurnefndir flokkar hafnað þessari reikniaðferð, vegna þess að þeir hafa látið reikna út fyrir sig, hvernig þeir hefðu komið út í sveitarstjórnar- eða borgarstjórnarkosningum áður, og reyndist niðurstaða þessa útreikninga sú, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði misst meirihluta sinn í Reykjavík í einhverjum tilvikum, ef Lague-kerfið hefði verið notað og slíkt hið sama mun hafa verið uppi á teningnum þegar Alþýðubanda- lagið lét reikna út fyrir sig fyrri kosning- ar, því þá kom í ljós að höfuðvígi Alþýðubandalagsins á Austurlandi, Neskaupstaður, hefði tapast í einhverj- um tilvikum. Þá hefur Tíminn aflað sér heimilda fyrir því að Sjálfstæðismönnum hafi verið boðið upp á eitt frávik í útreikning- um, frá oddatölureglunni, eða Lague, þannig að í stað þess að skrefin yrðu 1,3,5,7 og svo framvegis, þá kæmi eitthvert bil, t.d. eftir 6, sem dygði í reiknitölu til þess að flokkur sem væri með fylgi á bilinu 47% til 50%,hann fengi sinn meirihluta, en þessu hafa sjálfstæðismenn hafnað. Framsóknarflokkurinn, Alþýð- ubandalagið og Sjálfstæðisflokkurinn hallast því helst að því núna að þingmennimir verði 65, því ekki sé hægt Skátarnir selja ekki „kínverja” ■ „Þar sem innflutningur og sala á svokölluðum kínverjum og púðurkell- ingum er ekki leyfður hérlendis hefur Landssamband Hjálparsveita hvorki flutt inn þessar vörur né selt“, segir ma. í tilkynningu frá Landssambandi Hjálp- arsveita skáta vegna frétta í fjölmiðlum um sölu á ólöglegum kínverjum og upptöku þeirra. I tilkynningu LHS segir ennfremur: „Okkar kjörorð frá upphafi hefur verið að selja aðeins þær vörur sem við teljum góðar og ömggar og höfum í því sambandi sérstaklega gætt þess að eiga sem best samstarf við yfirvöld um alla okkar sölu sem hafa nú í ár ekki gert neinar athugasemdir við þær vörur sem við höfum á boðstólum.“ Sérstök varúdar- merking lyfja ■ Hinn 1. janúar 1983 kemur til framkvæmda sérstök varúðarmerking lyfja er skert geta hæfni manna til að aka bifreið eða stjóma vélum. Varúðar- merkingin er rauður jafnhliða þríhym- ingur sem komið er fyrir á merkimiðum eða umbúðum þeirra lyfja er merkja skal en merkingin nær til um 70 sérlyfja auk fjölda forskriftarlyfja lækna. Það var samstarfsnefnd á vegum Norðurlandaráðs, sem gerði tillögur um þessa merkingu árið 1977, en á fundi sínum 1979 ákvað Norðurlandaráð, að umrædd merking skyldi koma til fram- kvæmda á öllum Norðurlöndunum eigi síðar en 1. janúar 1983. að ná fram jöfnuði, án þess að fjölga gengið hvort fjölgunin verður á uppbót- Þá mun hafa náðst niðurstaða um það verði ekki fækkað. þingmönnum töluvert, en enn er ófrá- arþingsætum eða kjördæmakjörnum. að kjördæmakjörnum þingmönnum - AB. Starfsfólk Flugleida óskar öUum landsmönnum, nær og fjær, gleðUegs árs með bestu þökkum fyrir samstarfíð. Sérstakar þakkir tU þeirra, sem hafa lagt félaginu tíð á einn eða annan hátt á tíðnu ári. I þeirri trú að Flugleiðir megi njóta áframhaldandi trausts landsmanna í ferðum þeirra hérlendis sem erlendis, munum við kappkosta að veita viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu fyrir viðráðanlegt verð. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.