Tíminn - 31.12.1982, Page 11

Tíminn - 31.12.1982, Page 11
n r 11 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 ■ Tveir Islendingar fórust þegar verið var að bjarga belgískum skipbrutsmönnum af togaranum Pelagus á land við austanverða Heimaey. Mynd: G.S. Innlendur fréttaannáll 1982 , Janúar Aramótin 1981-1982 og helgin sem á eftir fylgdi var annatími fyrir lögreglu og slökkvilið í Reykjavík. Kærð voru yfir tuttugu innbrot, flest þó minniháttar. Á nýársnótt varð slökkviliðið að sinna 16 útköllum en yfirleitt var um að ræða sinueld sem kviknað hafði vegna flugeldaskota. Nýtt kvikmyndahús hóf starfsemi í Kópavogi um áramótin. Heitir það Bíóbær og hefur aðstöðu í sama húsnæði og Borgarbíó áður. Framkvæmda- stjóri er Gunnar Jósefsson og eigandi er Björn Traustason húsameistari. Skaftárhlaup hófst að kveldi 5. janúar. Vatns- borð Skaftár hækkaði um hálfan metra fyrstu tvo tímana sem hlaupið stóð yfir. Bærinn Skaftárdalur varð innlyksa því áin flæddi yfir veginn að bænum á tveimur stöðum. Jón Ragnarsson umboðsmaður EMI Film Ltd. á íslandi höfðaði mál á hendur forsvarsmönnum tveggja myndbandaleiga. Vídeóspólunnar og Víd- eóvals, til staðfestingar lögbanni sem hann fékk lagt við útleigu, láni eða verslun á myndböndum frá fyrirtækinu á árinu 1981. Krafðist hann nú skaðabóta og miskabóta af myndbandaleigunum að upphæð kr, 660 þús. fyrir óleyfilega notkun á myndefni framleiddu af EMI Films. 12. janúar fór fram skráning atvinnulausra um land allt. Alls reyndust 4551 maður atvinnulaus, eða 4,2% mannafla. Konur reyndust í miklum meirihluta eða um 60%. Hjúkrunarfræðingar kolfelldu aðalkjarasamning BSRB í atkvæðagreiðslu að kvöldi 13. janúar og haft var eftir forystumönnum þeirra að næsta skrefið í kjarabaráttu þeirra væri að boða verkfall. Gengið var fellt 14. janúar. Meðalgengi krón- unnar lækkaði um 12%, sem samsvarar 13,6% meðalhækkun erlendra gjaldmiðla. Gjaldeyris- deildir bankanna höfðu verið lokaðar frá 5. janúar meðan ríkisstjórnin var að koma sér saman um aðgerðir í efnahagsmálum. Eftir gengisfellinguna var sölugengi Bandaríkjadollars skráð á 9.439 kr., sem var 15,3% hækkun. Miklar vangaveltur voru um það í janúar og raunar lengi vel fram eftir árinu hvort af stofnun nýs síðdegisblaðs yrði eftir samruna Dagblaðsins og Vísis. Menn tengdir Alþýðublaðinu og Alþýðu- flokknum voru einkum nefndir í því sambandi. Af fyrirtækinu varð ekki. Samkomulag náðist um hækkun fiskverðs 18. janúar. Það hækkaði um 17,9% Fiskverðið átti að gilda út febrúarmánuð. Mikil óánægja gaus upp á Siglufirði vegna þess að aðalskrifstofa Síldarverksmiðja ríkisins á staðnum var flutt til Reykjavíkur. Forvígismenn allra stjórnmálaflokkanna í bæjarstjóm gengu á fund sjávarútvegsráðherra og þingmanna kjör- dæmisins í mótmælaskyni. Brunaverðir létu í ljós mikla óánægju með Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóra í kjölfar ráðningar nýs varaslökkvistjóra. „Það er ekki aðeins við manna- ráðningar og stöðuveitingar sem hann hefur í gegnum árin beitt geðþóttaákvörðunum heldur einnig í öðrum störfum sínum. Brunaverðir eru orðnir þreyttir á misvitrum ákvörðunum Rúnars Bjarnasonar" sagði í athugasemd sem Brunavarða- félag fslands sendi dagblöðunum til birtingar. Starfsmenn Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli ákváðu að endurnýja ekki samning þann sem þeir gerðu við ríkið um rekstur fyrirtækisins, en samningurinn rann út um áramótin. Starfsmennirn- ir kusu fremur að starfa eftir aðalkjarasamningi BSRB. Ástæðan var fyrst og fremst ágreiningur um hvemig starfsmenn áttu að skipta milli sín þeim ágóða sem þeim bar samkvæmt samningum. Sá hörmulegi atburður varð fimmtudaginn 21. janúar að tveir íslendingar fórust við tilraunir til að bjarga belgískum skipbrotsmönnum á land við strandstað belgíska togarans Pelagus í Nýju fjöru á austanverðri Heimaey. Þeir voru Kristján K. Víkingsson 32 ára gamall heilsugæslulæknir í Eyjum og Hannes Óskarsson 24 ára gamall starfsmaður Áhaldaleikunnar í Eyjum. Auk fs- lendinganna fórust tveir belgískir sjómenn frá Ostende. „Ekki vinsælustu menn í heimi stofna með sér félag“ sagði í Helgar-Tímanum 23.-24. janúar. Þar var átt við gagnrýnendur fjölmiðla sem efndu til samtaka með sér og var Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi Helgarpóstsins kjörinn formaður. Úrslit í prófkjöri Framsóknarmanna í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar voru tilkynntar 26. janúar. Enginn frambjóðenda hlaut bindandi kosningu. Um 1300 manns tóku þátt í prófkjörinu og urðu úrslit þau að Kristján Benediktsson hafnaði í fyrsta sæti með 498 atkvæði. í öðru sæti varð Gerður Steinþórsdóttir með samtals 387 atkvæði. Jósteinn Kristjánsson hafnaði í þriðja sæti með 406 atkvæði. Bíræfnir bensínþjófar viðurkenndu fyrir lögregl- unni á fsafirði að hafa á tæpum tveimur árum stolið 10 þúsund lítrum af flugvélabensíni að verðmæti um 60 þús. krónur frá Flugfélaginu Ernir á ísafírði. Aðallega var um tvo menn að ræða, eigendur stórra og eyðslufrekra bíla og höfðu þeir notað bensínið á þá en ekki til að selja það og hagnast. Fjársvikamál fyrrverandi eigenda Borgarbíós í Kópavogi kom inn á borð Rannsóknarlögreglunnar að nýju til frekari rannsóknar. Eigendur bíósins höfðu orðið uppvísir að stórfelldum skattsvikum á árinu 1980. Þeir komu sér undan því að greiða lögboðin gjöld af bíómiðum með því að láta ekki stimpla þá hjá bæjarfógetanum í Kópavogi en gjöld sem greiða þarf af hverjum miða nema rúmum 40% af verði hans. Féhrúar / I byrjun febrúar skýrði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra frá því að Alusuisse hefði í bréfi til ráðuneytisins lýstþví yfir að það væri ekki reiðubúið til viðræðna um breytingar ár samningi um raforkuverð við íslenska ríkið fyrr en deilumál aðila vegna viðskipta Alusuisse og ÍSALs á undanförnum árum hefðu verði leyst. Deilur um vídeóréttindi héldu áfram. Borgar- fógeti setti lögbann á sýningu myndarinnar „The Postman Always Rings Twice“ í vídeókerfum í fjölbýlishúsum-við Asparfell og Æsufell. Rétthafi myndarinnar, Tónabíó, hugðist hefja opinberar sýningar innan skamms. Á fundi á Hótel Borg í byrjun febrúar var samþykkt að stofna Samtök um kvennaframboð. 150 manns gerðust stofnfélagar. Verslunarráðið sendi frá sér spá um verðbólgu í landinu á komandi ári. Samkvæmt henni verður verðbólgan 51%. Launahækkanir verða 41%. í forsendum spárinnar er gengið út frá því að engar grunnkaupshækkanir launa verði á árinu. Reykjavíkurskákmótið var haldið í febrúar. 22 stórmeistarar og 20 alþjóðlegir meistarar mættu til leiks og samtals voru sextán þúsund dollarar boðnir í verðlaun. Þjóðhagsstofnun spáði minni verðbólgu en Verslunarráðið. Taldi forstöðumaður hennar Ólafur Davíðsson að verðbólgan yrði líklega um 40% frá upphafi til loka ársins. Hörmulegt banaslys varð 8. febrúar þegar vöruflutningabíll frá Borgamesi fauk út af veginum skammt frá Vallá á Kjalarnesi. Bifreiðin var á leið frá Borgarnesi til Reykjavíkur í miklunt veðurofsa. Maðurinn sem lést var farþegi í bifreiðinni og kastaðist hann út úr henni og varð undir henni þegar hún lenti á hliðinni. Ökumaðurinn slapp að mestu ómeiddur. Listamannalaun voru tilkynnt 10. febrúar. Alls hlutu 149 menn laun á árinu samtals að upphæð 1.115.000 kr. Þrír nýir menn bættust í heiðurs- launaflokk: Ólafur Jóhann Sigurðsson, Stefán íslandi og Svavar Guðnason. Tíminn greindi frá því 13. febrúar að Þorvarður Elíasson skólastjóri Verslunarskólans hefði ákveð- ið að heimila ekki fleiri skemmtanir skólans á veitingastaðnum Broadway eða á öðrum skemmti- stöðum sem Ólafur Laufdal á eða rekur, nema fyrir liggi skriflegur samningur á milli nemenda og Ólafs um það hvernig framkvæmd dansleiks og dyra- vörslu verði hagað. í samtali við Ólaf Laufdal kom fram að hann áleit að ákvörðun skólastjórans stafaði af óánægju með vínleit á nemendum. „Auk þess vil ég taka fram“ sagði veitingamaðurinn, „að umræddur skólastjóri var ekki alsgáður þegar hann kom á minn fund hér í Broadway og fór þess á leit við mig að ég léti flýta vínleitinni eða stöðva hana algjörlega.“ Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var í opinberri heimsókn í Bretlandi dagana 17.-20. febrúar. Hún hitti þar að máli Elísabetu drottn- ingu, Margréti Thatcher forsætisráðherra, Carring- ton utanríkisráðherra og fleira fyrirfólk. Auk þess átti hún fund með björgunarsveitinni bresku sem bjargaði áhöfninni af Tungufoss haustið 1981, og heiðraði hana. 1 tilefni af 50 ára afmæli Félags íslenskra hljómlistarmanna var haldin vegleg tónlistarhátíð á veitingastaðnum Broadway. Rifjuð var upp dægurtónlist í hálfa öld. Tónleikamir sem stóðu yfir í nokkur kvöld voru síðar sýndir í sjónvarpi. Tíunda Reykjavíkurskákmótinu lauk 21. febrú- ar. Bandaríski stórmeistarinn L. Alburt varð siguregari mótsins. Hlaut hann átta og hálfan vinning og fyrstu verðlaun að upphæð 6000 dollara. Fíkniefnalögreglan tók upp á þeirri nýbreytni seinnipart febrúarmánaðar að opna símalínu þar sem fram fer sjálvirk hljóðritun upplýsinga um fíkniefnamál. Þeir sem upplýsingar gefa losna við að verða spurðir út úr. Erlendis hefur þetta verið reynt og þótt gefa góða raun. Síminn er 14377. Fasteignasali í Reykjavík var handtekinn seint í febrúar, kærður fyrir fjárdrátt og umboðssvik. Sat hann inni í sólarhring. Eigandifasteigansölunn- ar - lögfræðingur stórrar opinberrar stofnunar - sætti einnig ákæru. Pólski stórmeistarinn Adam Kuligowski sem tefldi á Reykjavíkurskákmótinu ákvað að snúa ekki til heimalands síns og sótti um dvalarleyfi hér á landi. Honum var veitt það til þriggja mánaða. Bæði pólitískar og persónulegar ástæður réðu ákvörðun stórmeistarans. „Auglýsingabrella“ sagði Ingólfur í Útsýn um þá ákvörðun Samvinnuverða-Landsýnar að bjóða fólk úti á landi ókeypis flug til Keflavíkur ef það fer utan á vegum ferðaskrifstofunnar. „Markmið okkar er að bjóða hagkvæm kjör“ sagði Eysteinn Helgason forstjóri Samvinnuferða aftur á móti. „Viðbrögð Útsýnar koma okkur í sjálfu sér ekki svo mjög á óvart - við höfum áður orðið varir við að jafnvægi forstjóra Útsýnar færi úr skorðum þegar að keppinautamir fitja upp á nýjungum sem em fólkinu í landinu til góðs“ bætti Eysteinn við.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.