Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 21 Steingrímur Hermannsson, formadur Framsóknarflokksins: Um áramótin „Lát glauminn þagna, gefðu hljóð, heyr gamla árið tala. “ ■ Svo kvað Stefán G. Stefánsson um áramót fyrir réttri öld. Áður en ég settist niður til þess að skrifa þessa áramótagrein hugleiddi ég það nokkuð, hvort ástæða væri til að rekja enn einu sinni þróun efnahags- og atvinnumála á liðnu ári, svo oft, sem um það hefur verið fjallað. Ég blaðaði mér til fróðleiks í gömlum áramótagreinum. Komst ég að raun um að í flestum tilfellum, ef ekki öllum virðist hafa verið haft í huga heilræðið „að fortíð skal hyggja, þá framtíð skal byggja“. Okkur er og vafalaust hollt um þessi áramót ekki síður en önnur og e.t.v. fremur nú en oftast fyrr að „láta glauminn þagna, gefa hljóð og heyra gamla árið tala“. Efnahagsmálin í hinum gömlu áramótagreinum sá ég mér til nokkurrar undrunar að allt frá stríðsárunum, í meira en 40 ár, virðist dýrtíðin hafa verið forystumönnum helsta áhyggjuefnið. Verðbólguna höfum við þó þolað öll þessi ár og reyndar meira en það, því lífskjörin hafa jafnt og þétt farið batnandi. Er nokkur furða þótt ýmsir skelli við skollaeyrum og finnist fátt um, þegar á verðbólguna er minnst. Öll þessi ár hafa jafnframt einkennst af þeirri viðleitni ríkisstjórna að forða þjóðinni undan atvinnuleysi og öðrum skakkaföll- um dýrtíðarinnar um leið og menn hafa keppst við að auka framleiðsluna og hagvöxtinn. Én það er mikill munur á dýrtíð fyrri ára og nú. Áður var verðbólgan mæld í einstafa tölu, nú í tugum. Það er einnig mikill munur á því að búa við verðbólgu við vaxandi framleiðslu og hagvöxt eða við samdrátt þjóðartekna eins og nú er. Til þess að vernda kaupmátt launa og forða verkföllum fundu menn sig jafn- framt knúða til þess, að vísitölubinda laun og smám saman flesta þætti efnahagslífs- ins. Þannig var verðbólguskrúfunni hrundið af stað. Þótt furðu vel hafi tekist að halda fullri atvinnu og bæta lífskjörin þrátt fyrir verðbólgu, hygg ég að tími sé kominn til þess að staldra við og láta glauminn þagna. Við langvarandi 60 af hundraði verðbólgu efast ég mjög um, að nokkurri ríkisstjórn muni takast að koma í veg fyrir hin alvarlegustu böl verðbólgunnar, stöðvun atvinnuvega, atvinnuleysi og erlenda skuldasöfnun. Þessi ríkisstjórn setti sér að koma verðbólgunni í ár í svipað horf og er í okkar viðskiptalöndum. Pað hefur mis- tekist. Það verður að viðurkenna. Hins vegar er það mikil þröngsýni að viður- kenna ekki, að þar hefur valdið miklu ýmis óviðráðanleg þróun. Kreppan í viðskiptalöndum okkar veldur miklum erfiðleikum t.d. íslenskum iðnaði. Sextán af hundraði samdráttur í verðmæti sjá- varafurða er þó tvímælalaust veigamesti þátturinn í okkar erfiðleikum. íslenska þjóðin lifir af sjávarútvegi umfram allt annað. í raun og veru er enginn munur á þjóðarbúinu og sérhverju heimili. Sam- dráttur tekna leiðir í báðum tilfellum til þrengri fjárhags nema bættur sé um tíma með lántöku. Það hefur þjóðarbúið reyndar gert undanfarin misseri og svo mjög að lengra verður ekki gengið á þeirri braut. Því má heldur ekki gleyma, að ríkis- stjórnin setti sér jafnframt það markmið að halda fullri atvinnu. Vafalaust er atvinnuleysi fljótvirkasta leiðin til þess að draga úr viðskiptahalla og verðbólgu. Atvinnuleysi er jafnframt í raun og veru rökrétt afleiðing samdráttarins í sjávarafla og kreppunnar í iðnaði, ef ekki er gegn slíku spornað. Ríkisstjórnin kaus að forða atvinnu- leysi. í þeirri von að breið samstaða megi nást með launþegum, sjómönnum, bænd- um og atvinnurekendum um raunhæfar og markvissar aðgerðir til þess að draga jafnt og þétt úr verðbólgu. Én sannfærður er ég um það, að ekki verður við slikt ráðið til lengdar, ef ekki dregur fljótlega úr verðbólgu. Hvað er framundan „Við nœsta morguns náðarskin, er nýja árið gleður" segir Stefán G. Stefánsson í sama ára- mótakvæði. Við skulum vona að nýja árið verði farsælt. Stundum virðist mér þó ekki ástæða til bjartsýni. Það er til dæmis undarlegt að sjá því haldið fram að engin kjaraskerðing þurfi að verða. Slík full- yrðing er ekki á raunsæi byggð. í ár og næsta ár munu þjóðartekjur dragast saman um 9-10 af hundraði. í því felst óhjákvæmileg kjaraskerðing, ekki síst, þegar þess er gætt, að kaupmætti verður ekki lengur haldið uppi með erlendri lántöku. Spurningin er alls ekki hvort kjaraskerðing verður, heldur hvernig úr henni verður dregið með skynsamlegum aðgerðum og henni dreift þannig, að sem léttbærast verði fyrir þá, sem minnsta kjaraskerðingu þola. Ekki get ég heldur sagt, að það beri vott um mikla skynsemi, að nú 1. janúar hækka grunnlaun um 2 af hundraði. Hvar á að taka það við minnkandi þjóðartekj- ur? Auk þess sér vísitölukerfið um það, að hækkunin verður mest hjá þeim, sem hæst launin hafa. Og í slíkt kerfi virðist haldið dauðahaldi. Spurningin er ekki um kjaraskerðingu heldur hvort stöðvun atvinnuvega og atvinnuleysi verður forðað og markviss skref tekin til þess að snúa þróuninni við með aukinni framleiðslu og hagvexti. Að því frágengnu að láta reka á reiðanum, sem ekki verður mælt með, virðist mér aðeins um tvo kosti að ræða. Annars vegar er sú leið, sem íhalds- stjórnir fara víða um heim og nefna mætti kerfisbundinn samdrátt og atvinnuleysi. Árangurinn sjáum við t.d. í Bretlandi. Þar er verðbólga orðin tiltölulega lítil en atvinnuleysi gífurlegt. Það samsvarar því, að hér á landi væru 12-1300 atvinnuleys- ingjar. Hins vegar vil ég nefna skipulega hjöðnun eða niðurtalningu verðbólgunn- ar. Það sannaðist 1981 að sú leið er vel fær. En það hefur einnig sannast, að til þess að varanlegur árangur náist, er nauðsynlegt, að skrefin verði fleiri en núverandi ríkisstjórn hefur borið gæfu til að stíga. Við það hættuástand, sem nú er, verður ekki hjá því komist að lögbinda slíkar aðgerðir til lengri tíma. Jafnframt er, eins og nú er ástatt, óhjákvæmilegt að breyta vísitölukerfinu þannig að verulega dragi úr víxlverkun verðlags og launa. Ef um það næst ekki samstaða, kann að reynast nauðsynlegt að afnema með öllu vísitölubindingu í okkar efnahagslífi, á öllum sviðum. Það mun þó reynast þungbært í 60 af hundraði verðbólgu. Við skulum vona, að á nýju ári náist breið samstaða um skynsamlegar aðgerðir í efnahagsmálum, samstaða um hjöðnun verðbólgu án atvinnuleysis. Atvinnuvegirnir í nútíma þjóðfélagi eru atvinnuvegirnir grundvöllur góðra lífskjara. Þar er upp- spretta þess auðs, sem byggt er á. Traustir atvinnuvegir eru forsenda heilbrigðs efna- hags. Árum saman hefur atvinnuvegunum þó verið skammtað úr hnefa. Frá þeim hefur verið tekið eins mikið og frekast hefur verið talið fært og veitt út í lífskjarakapphlaup þjóðarinnar. Atvinnu- vegirnir hafa verið reknir á útreiknuðu meðaltalsnúlli. Þetta veldur svo erfið- leikum þegar syrtir í álinn. Þá er ekkert borð fyrir báru; þá er ekki um annað að ræða en að greiða atvinnuvegunum úttekt- ina til baka. Þetta kemur glöggt í ljós nú í erfið- leikum sjávarútvegsins. Þrátt fyrir næstum áratuga vaxandi afla á útgerðin enga varasjóði. Annars vegar hafa menn með hliðsjón af auknum afla freistast til þess að ákveða fiskverðshækkun minni en aðra hækkun verðlags, enda hefur hækkun fiskverðs bein áhrif á gengið og leiðir því fljótt til vaxandi verðbólgu. Jafnframt hafa ýmsir kostnaðarliðir útgerðarinnar hækkað meira en almennt gerist, t.d. olía og veiðarfæri. Árið 1973 var olíukostnað- ur á togara að meðaltali um 11,5 af hundraði aflaverðmætis, en er nú um 29 af hundraði. Hins vegar hefur aflaverðmæti í ár dregist saman um 16 af hundraði. Sjálfsagt er að leita allra leiða til þess að mæta aðsteðjandi vanda með aukinni hagkvæmni í útgerð. Breytt fiskveiði- stefna kemur til greina í því sambandi enda stöðugt í athugun. Ýmsir virðast telja aflakvóta á skip lausn alls vandans. Við sumar veiðar er kvóti vafalaust til bóta, t.d. við síldveiðar þar sem fjöldi báta er allt of mikill og veiðitíminn verður fyrir bragðið stuttur. Við botnfiskveiðar gildir allt öðru máli. Kvótakerfum fylgir margs konar óhagræði, sem vegur þyngra en hagræðið. Að þeirri niðurstöðu hafa nefndir hagsmunaaðila ætíð komist. Einnig er við núverandi aðstæður sjálfsagt að sporna gegn stækkun flotans og skynsamlegt getur verið að leggja einstaka óarðbæru skipi. Hins vegar þykir mér það undarleg speki að leysa megi að mestu vanda sjávarútvegsins með stór- felldri fækkun skipa. Ekki er þess að vænta, að afli ykist að sama skapi á þau skip, sem eftir yrðu, og örugglega drægist heildaraflinn og þjóðartekjur þar með saman. Að mínu mati liggur vandinn að þessu leyti fremur í of dýrum flota en of stórum. Þær raddir heyrast og, sem vilja leysa vandann með því að skerða hlut sjó- manna. Vera má að tekjur sjómanna séu miklar á einstaka togara, sem vel aflar eða tímabundið við ákveðnar veiðar. Yfir heildina litið er það hins vegar mikill misskilningur, að tekjur sjómanna séu miklar. Þær hafa auk þess nú dregist saman með minni afla. Samanburður við menn í landi er erfiður, vinnutíminn og vinnuskilyrðin önnur og vinnuálag mikið, þegar vel aflast. Sjómannsstarfið á að vera vel launað. í þeirri von að aflinn aukist fljótlega að nýju í samræmi við fyrri spár fiskifræðinga og áratuga reynslu á íslenskum fiskimið- um, er réttlætanlegt að leysa aðsteðjandi vanda að hluta með tímabundnum ráð- stöfunum. Að verulegu leyti er hins vegar óhjákvæmilegt að leysa vanda útgerðar- innar með auknum tekjum. Minnumst þess jafnframt að við byggjum umfram annað á sjávarútvegi. Þegar vel hefur gengið, höfum við notið þess. Þegar ver gengur hlýtur þjóðin öll að taka þátt í lausn vandans. Um aðra atvinnuvegi verð ég að þessu sinni fáorður. Við núverandi aðstæður eru þar að sjálfsögðu einnig erfiðleikar. Við þeim verður að snúast. Þetta hafa íslenskir bændur skilið. í gegnum sín samtök leitast þeir við að laga landbúnaðinn að breyttum aðstæðum. Eg efast um að aðrar stéttir hafi sýnt slíka samstöðu og slíkan þroska. Sagt hefur verið um íslenska bændur að þeir séu seinir til sinnaskipta en sterkir til stór- ræða, þegar stefna er tekin. Sorglegt er að sjá það skilningsleysi, sem ríkir f sumum herbúðum í garð íslenskra bænda. Ég er sannfærður um, að með réttu hlutfalli af hinum gömlu, hefðbundnu búgreinum og nýjum mun íslenskur landbúnaður enn um langa framtíð reynast ein styrkasta stoð íslensks atvinnulífs. Um leið og snúist er gegn tímabundnum erfiðleikum atvinnuveganna er nauðsyn- legt að hefja sókn á nýjum vígstöðvum. Vafalaust eru möguleikarnir mestir í iðnaði. Ekki er þó skynsamlegt að fara mjög geyst. „Það skal vanda, sem lengi á að standa“. Sem betur fer hafa mjög hljóðnað þær raddir sem áður voru háværar og ólu á tortryggni í garð atvinnuveganna. Nú eru slíkar raddir fáar og hjáróma, enda hefur þátttaka almennings í atvinnulífinu farið vaxandi t.d. í gegnum samvinnufélög, bæjarfélög og almenn hlutafélög. Slíka þátttöku þarf enn að auka og um leið skilning almennings á því að atvinnu- vegirnir eru okkar líftaug. Þeir verða að vera traustir. Kosningar eru á næsta leiti, væntaníega ekki síðar en í lok aprílmánaðar. Þar til mun hraði vísitöluskrúfunnar aukast að nýju, ef ekkert er að gert. Því valda m.a. erfiðleikar útgerðarinnar, verðlagshækk- anir og hækkun grunnkaups nú um áramótin. Að sjálfsögðu ber aðilum að núverandi ríkisstjórn skylda til þess að snúast gegn þessum vanda. Á Alþingi hefur ríkisstjórnin hins vegar ekki meiri- hluta til þess að tryggja framgang efna- hagsaðgerða. Auk þess má vera að einhverja bresti kjark svo skömmu fyrir kosningar. Framsóknarflokkurinn hefur mótað skýra stefnu. Við teljum eftirgreindar lágmarksaðgerðir nauðsynlegar: 1. Vísitölukerfinu verði breytt þannig að dragi úr víxlverkun verðlags og launa. 2. Dregið verði úr verðbótum á laun, og tekjur, bæði launamanna, bænda og sjómanna, hækkanir á vöru og þjón- ustu og á lánskjaravísitölu og fjár- magnskostnaði verði takmarkaðar til samræmis við aðrar skerðingar. 3. Dregið verði úr innflutningi eftir öllum . þeim leiðum sem færar eru og samræm- ast þeim viðskiptasamningum, sem við höfum gert. 4. Aðgerðir í efnahagsmálum verði lög- bundnar til a.m.k. tveggja ára. 5. Leitað verði leiða til að auka að nýju framleiðslu og hagvöxt m.a. með endurskoðun á orkunýtingar- og iðn- aðarmöguleikum og aukinni hag- kvæmni í sjávarútvegi og landbúnaði. Ég óttast þó, að ekki náist nauðsynleg samstaða og fylgi á Alþingi við raunhæfar aðgerðir í efnahagsmálum. Eðlilegast væri því að rjúfa þing sem allra fyrst og efna til kosninga í febrúarmánuði. Nýr stjórnarmeirihluti þarf að fá sem mest svigrúm til þess að taka á vandanum. Engu vil ég spá um það á þessu stigi hverjir mynda þá ríkisstjórn. Við fram- sóknarmenn munum láta málefnin ráða. Það er von mín að frjálslyndir og umbótasinnaðir menn beri gæfu til þess að ná samstöðu um nauðsynlegar efna- hagsráðstafanir. Áreiðanlega er farsælast að framkvæma slíkt í góðri samvinnu við launþega, bændur, sjómenn og at- vinnurekendur. Hitt er ég jafn sannfærður um, að við sem viljum leysa málin þannig erum komnir í síðasta vígið. Úr því vígi verður ekki hörfað, aðeins sótt. Ef um slíkt samstarf næst ekki samstaða, er ekki um annað að ræða en að ráðast gegn efnahagsvandanum eftir harðskeyttari og eflaust þungbærari leiðum. Verðbólgan má ekki undir neinum kringumstæðum fá að leika lausum hala. Allir þingflokkar hafa sett sér að leysa kjördásmamálið. Unnið er ötullega að því, að ná breiðri samstöðu. Við fram- sóknarmenn tökum virkan þátt í því starfi. Við höfum sett fram okkar grund- vallarsjónarmið. Um mörg þeirra er samstaða. Við teljum óheilbrigt að meiri- hluti þingmanna geti orðið frá tveimur kjördæmum. Við teljum eðlilegt að ná svipuðu vægi á milli kjördæma og varð eftir kjördæmabreytinguna 1959. Við höfum ekkert á móti því að leitað sé aukins jafnvægis á milli flokka enda verði það ekki gert með því að innleiða aðra verri ókosti. Þrátt fyrir mikla vinnu tel ég þó ákaflega vafasamt að kjördæmamálið og ýmsar breytingar á stjórnarskránni verði afgreitt á Álþingi á örfáum dögum. Illt er ef það verður til þess að fresta kosningum til Alþingis og auka þar með stórlega á efnahagsvandann. Hver sú, sem ríkisstjórnin verður eftir kosningar, vil ég óska henni þess, að henni takist að ráða niðurlögum verðbólg- unnar án atvinnuleysis. Hvort sem við framsóknarmenn verðum innan eða utan ríkisstjórnar, munum við vinna af fullri ábyrgð að slíkum efnahagsráðstöfunum Lífskjarakapp- hlaupið Við sem erum nú á besta aldri höfum reynt og notið meiri framfara en orðið hefur nokkru sinni fyrr, jafnvel á langtum lengri tíma. Þessar framfarir byggjast á stórkostlegum uppgötvunum á sviði vís- inda og tækni. Vafalaust hefur margt orðið til góðs en þó ekki allt. í vestrænum löndum hefur stórlega dregið úr sulti og fátækt og sums staðar er slíkt að mestu horfið. Því er hins vegar ekki að heilsa í vanþróuðum löndum. Líklega hefur bilið aukist á milli ríkra þjóða og fátækra. Stritið hefur minnkað, frítíminn aukist og lífskjörin batnað eins og þau eru almennt mæld í fleiri bifreiðum, sjónvarps- tækjum, ferðalögum o.s.frv. En hefur lífshamingjan aukist, er mannlífið betra, hefur ekki eitthvað glatast? í júnímánuði fyrir nokkrum árum kom ég norður í Árneshrepp. Þá áraði illa, kuldar og gróður enginn. Menn voru þar í fjöru að draga í land rekavið og kljúfa í staura, ungir sem aldnir. Ég gekk til þeirra. Við mig sagði þá gamall maður: „Vertu velkominn en illa líst mér á að við sækjum fund þinn í kvöld. Nú er hart í ári, nú er að duga eða drepast, nú verður að nota tímann og draga hverja björg í bú.“ Enginn þarna gerði kröfu á hendur ríkinu um aðstoð. Þeir höfðu ekki gleymt því góða og gamla heilræði að krefjast meira af sjálfum sér en öðrum. Ég óttast hins vegar að sá andi hafi víða glatast. Ríkisjatan er orðin mörgum töm. Fyrir auðuga þjóð eins og okkur íslendinga er sjálfsagt að tryggja öllum þegnum ákvéðið öryggi og rétt, öryggi í æsku og elli, öryggi í sjúkleika, öryggi gegn sulti og skorti og rétt til menntunar og atvinnu. En slíkt öryggi má aldrei svifta manninn hans sj álfsbj argarviðleitni. Lífskjarakapphlaupið má heldur ekki binda okkur svo, að við fáum ekki greint hismið frá kjarnanum. Væri það nokkur goðgá við núverandi aðstæður þótt við frestuðum sólarlanda- ferðum, bifreiðarkaupum eða videotækinu en legðum heldur aurana á verðtryggðan sparireikning? Líklega gætum við fátt gert betra fyrir efnahagslíf þjóðarinnar og atvinnuvegina og væri það í raun og veru nokkur lífskjaraskerðing? í upphafi þessarar greinar vitnaði ég í skáldið góða Stefán G. Stefánsson. Stefán G. þoldi fátækt og raunir en hann missti aldrei sjónir af sinni framtíðarhugsjón um betra mannlíf. Eina best finnst mér hann lýsi þeirri hugsjón í kvæðinu Bræðrabíti. Þar lýsir tveimur bræðrum. Annar leitar alls staðar auðs og skilur allt, jafnvel fjöllin, eftir í sárum. Hinn ræktar og græðir landið og skilar því betra í hendur sinna afkomenda. Þegar upp er staðið reynist þar vera hinn raunverulegi auður. Sína framtíðarsýn dregur skáldið saman í lokaerindum kvæðisins: Við höllumst að sjón, ekki sögum oss sýnist nú örvœnta um flest! En enn mun að ákveðnum lögum við aldarhátt þroskaðri fest: Að hugsa ekki í árum en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum. - því svo lengist mannsæfin mest. Úr árgöngum vortíða og vetra það vitinu sjálflœrast fer að umskapa ið bezta í betra, að byggja upp það farsœlast er. Það er ekki oflofuð samtíð, en umbætt og glaðari framtíð, sú veröld, er sjáandinn sér. Þetta var ort 1907. Boðskapurinn á þó ekki síður erindi til okkar nú en þá. Góðir W Þegar ég hóf acf skrifa þessa grein hugðist ég verða stuttorður um efnahags- vandann. Það er svo margt fróðlegt og ánægjulegt í íslensku þjóðlífi, sem ástæða er til að fjalla um, svo og landið sjálft. Þetta fór þá á annan veg. Erfitt reyndist mér að komast brott frá hinum stóru vandamálum, sem hrjá okkur nú. Enda má með sanni segja, að allt hið góða og jákvæða er að meira eða minna leyti háð því orðið, að okkur takist að koma reglu á okkar atvinnu- og efnahagsmál. Við eigum tápmikið, víðsýnt og heil- brigt æskufólk. Ég er sannfærður um, að það þráir fremur gott mannlíf en streitu lífskjarakapphlaupsins. Ég á þá ósk heitasta á nýju ári að takast megi að skapa slíkan grundvöll. Framsóknarmönnum um land allt og samstarfsmönnum mínum öllum þakka ég gott samstarf á liðnu ári. Ég óska íslendingum árs og friðar á því nýja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.