Tíminn - 31.12.1982, Side 6
6
FÓSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982
eftirminnilegustu atburdir lidins árs
HVAÐ ER ÞER EFST I HUGA
A ARINU SEM ER AÐ LÍÐA?
__ *
■ Aramót eru ávallt
tímamót í lífí fólks. Menn
lítá um öxl og hugleiða
liðið ár, hvernig árið hafi
verið, hvað hefði mátt
fara betur, hvers þeir óski
sér á komandi ári, hvort
þeir eigi að stíga á stokk
og strengja heit fyrir
næsta ár og svo framveg-
is. Margir hugleiða liðið
ár útfrá eigin persónulegri
reynslu, en svo eru aðrir
sem líta á árið útfrá
þjóðfélagslegu sjónar-
miði. Hvert svo sem sjón-
armiðið er, þá er víst, að
vart hugleiða menn Iiðinn
tíma meir, en einmitt um
áramót. Tíminn hafði nú
fyrir áramótin, eins og
endranær samband við
allmarga þjóðkunna
menn á sem flestum svið-
um þjóðlífsins, ss. lista-
menn, stjórnmálamenn,
fulltrúa atvinnulífsins,
verkalýðsins, kirkjunnar
o.fl. og spurði spurning-
arinnar „Hvað er þér efst
í huga á árinu sem er að
líða? - Hér á eftir fara
svör þeirra: - AB
■ Halldór Laxness, ríthöfundur
„Aldrei komið út
eins mikið af fallegum
bókum og nú“
segir Halldór Laxness
■ Nei - það kom engin bók eftir mig
fyrir jólin, ég man eiginlega aldrei eftir
að hafa gefíð sérstaklega út bók fyrir
jólin, mínar bækur hafa komið út á
öllum árstímum, sagði Nóbelskáldið
Halldór Laxness þegarTíminn ræddi við
hann í gær.
Nú hafa öll atvinnuleikhúsin í landinu
verið með leikrit byggð á skáldsögum
þínum á þessu ári, Leikfélag
Reykjavíkur með Sölku Völku, f>jóð-
leikhúsið með Hús skáldsins og Leikfé-
lag Akureyrar með Atómstöðina.
Hvemig tilfinning er að sjá á sviði
sögupersónur sem maður hefur sjálfur
skapað í skáldsögu?
Jú, þetta er alveg rétt, það voru þessar
uppfærslur á leikgerðum upp úr skáld-
sögum eftir mig í kringum afmælið.
Maður lítur nú bara á það frá því
sjónarmiði hvernig það verkar á mann
sem listaverk, ekki með neinum sér-
stökum samanburði við sitt eigið verk.
Og auðvitað ráða leikhúsmenn hvemig
þeir færa upp sitt leikrit, flestir halda sér
við textann eftir möguleikum, eftir því
sem ég hef tekið eftir þegar þeir hafa
fært upp skáldsögur. Ég hef ekki haft
neitt sérstakt út á það að setja hvemig
þeir fara með það. En það er bara alltaf
erfitt að breyta einu listaverki í annað
form. Það er út af fyrir sig ekki
meðmælavert. Það getur tekist illa á
aðra hvora hliðina, annað hvort vegna
frumgerðar verksins eða eftirgerðarinn-
ar. Það er svona hálfgerð annars flokks
meðferð á listaverki að breyta því yfir í
annað form, en þetta verður maður nú
oft að þola, því að menn halda oft að ef
þeir hafa lesið góða skáldsögu, að þeir
geti gert úr henni gott leikrit eða góða
filmu. En það er náttúrlega ekkert
samband þar á milli. Seinna verkið
verður því aðeins gott að sá listamaður
sé góður og snjall sem það vinnur.
Hefurðu eitthvað kynnt þér nýjar
bókmenntir íslenskar sem hafa verið að
koma út að undanförnu?
Eitthvað berst nú fyrir augu mín af
því, en ég hef nú ekki kynnt mér
verulega. Það er sérstaklega áberandi
hvað bækur em orðnar fallegar í
sniðunum, og glæsilega prentaðar á
feiknalega góðan pappír og með fal-
legum skrautlegum spjöldum og fínum
hlífðarkápum. Prentlistin er góð og það
er ekki eins mikið af prófarkavillum og
var fyrir nokkrum árum. Þá var mjög
erfitt að fá mann hjá forlögunum sem
kunni að lesa prófarkir. Ég stóð oft uppi
í miklum vandræðum út af þessu. Það
hefur einhvern veginn ekki legið fyrir
■ Guðmundur Steinsson rithöfundur
íslendingum fyix en núna 'allt í einu að
það eru svo vel lesnar þrófarkir. Mann
fer að gruna að þessi prófarkalesarastétt
hafi dáið út og komið einhvers lags
prentfræðingar í staðinn. En ég hef
aldrei séð eins fallegar bækur eins og
þessar nýju bækur og ég óska og vona
að innihaldið sé eftir því.
„Þetta hefur verið
mjög spennandi ár.
Guðmundur Steinsson
lcikritaskáld
■ Þetta hefur verið spennandi ár fyrir
mig, og það er þá fyrst og fremst vegna
uppfærslu Þjóðleikhússins á Garðveislu,
sem ég er afar ánægður með. Að auki
eru verk eftir mig að fara upp erlendis,
það eru hafnar æfingar á Stundarfriði í
Þýskalandi og eftir áramót hefjast æfing-
ar á sama verki hjá Konunglega leikhús-
inu í Kaupmannahöfn og Dramaten í
Stokkhólmi. Þær sýningar fara upp í vor,
- sagði Guðmundur Steinsson leikrita-
skáld, þegar Tíminn ræddi við hann í'
gær, en Guðmundur hefur sennilega
verið inest umtalaði leikhúsmaðurinn á
íslandi á árinu sem er að kveðja.
Finnst þér að fjölmiðlar hafi sýnt
ósanngimi í sambandi við umfjöllun um
Garðveisluna?
Ég vil nú ekki vera að velta vöngum
yfir því, en hef nú skýrt það ýtarlega að
ég tel alveg fráleitt að sé verið að fjalla
um verk í fjölmiðlum, sem enn er í
vinnslu. Þegar verkið er komið upp, þá
á að tala og þá lætur fólk í ljós sín
sjónarmið. Fyrst og fremst finnst mér
mál að fólk sé snortið á einhvern hátt af
því sem það sér og viðbrögð þess séu
skýr og ákveðin og verkið falli ekki. Ég \
er mjög ánægður með viðtökur áhorf-
enda og verkið hefur fengið góðan gang
og sýningar halda áfram eftir áramót.
Svona eftir á að hyggja þá finnst mér að
uppfærslan á Garðveislunni sé sú upp-
færsla á verki eftir mig sem hefur verið
mest spennandi, og þá meina ég það frá
því sjónarmiði að viðbrögð áhorfenda
hafa verið ákveðin og viðtökurnar
góðar.
Prestastefnan
eftirminnilegust
Hr. Pétur Sigurgeirsson biskup.
■ - Þegar ég lít til baka og renni
huganum yfir atburði liðins árs, þá
kemur prestastefnan á Hólum fyrst
upp í hugann, sagði biskup íslands hr.
Pétur Sigurgeirsson er Tíminn spurði
hann um hvað honum væri efst í huga,
þegar árið 1982 er að kveðja. - Það
kemur hvort tveggja að þar var tekið
fyrir efnið „Friður á jörðu,“ og gert skil
■ Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup
með miklum'ágætum af frúmmælendum
og svo hitt hvemig prestastefnan sjálf
tók á þessu máli. Það urðu miklar
umræður og menn voru ekki sammála,
en menn settu fram skoðanir sínar og í
lokin gátu alhr verið einhuga um þá
ályktun sem samþykkt var. Sú stund
þegar prestastefnan stóð öll saman að
ályktuninni um Frið á jörðu, hún mun
ætíð verða mér ógleymanleg og sú stund
liðins árs sem ég minnist með mestu
þakklæti. Og í framhaldi af þessu þá
hugsar maður auðvitað um þessi áramót
um það sem mannkynið þráir mest að
heiminum verði forðað frá þeirri tortím-
ingu sem yfir vofir ef áfram heldur með
sama hætti.
Finnst þér að vegur kirkjunnar hafi
vaxið á árinu sem er að kveðja?
Já, - ég er ekki í nokkrum vafa um
það og hið mikla frumkvæði kirkjunnar
í þessari friðarbaráttu hefur gert það að
verkum að hlutverk hennar hefur verið
að vaxa. Því að auðvitað er kirkjan
kölluð til að berjast fyrir betra mannlífi
hér á jörðunni, velferð allra manna hér
á jörð, hvort sem þeir eru staddir nær
okkur eða fjær.
„Ánægð með að hafa feng-
ið prest eftir 20 ára bið“
- Segir Guðmundur P. Valgeirs-
son, Trékyllisvík.
■ „Það kemur nú fyrst í huga mér, að
við fengum prest hér í Árnes á s.l. sumri
- séra Einar sem var prestur í Sauðlauks-
holti sem er nú sestur að hér hjá okkur.
Við erum mjög ánægð með þetta eftir
að hafa verið prestlaus í líklega ein 20
ár“, sagði GuðmundurV algeirsson á Bæ
í Árneshreppi spurður minnsstæðra
atburða á árinu sem nú er að kveðja.
„Tilfinnanlegasta áfall okkar var aftur
á móti að missa æði margt af fólki sem
okkur er eftirsjá í, frá Djúpuvík. Þaðan
fóru 3 fjölskyldur og eru nú ekki eftir
nema 3 manneskjur. Það kemur sér
ákaflega illa fyrir þetta byggðarlag ef
Djúpavík færi alveg í eyði því segja má
að þar hafi verið nokkurskonar hjálpar-
sveit fyrir okkur varðandi samgöngur
bæði haust og vor“, sagði Guðmundur.
Árið sem er að kveðja sagði hann hafa
verið þeim Strandamönnum á ýmsan
hátt erfitt. „Veturinn var erfiður, sumar-
ið kalt og gróðurlaust og afurðir því
rýrar. En haustið var sæmilegt".
„Nýja árið er svo óráðið að ekki er
nokkur leið fyrir kotkarl - sem ekki er
heldur spámaður - að segja neitt um
það. En fyrst og fremst held ég vanti,
að fólkið í landinu sýni skilning og vilja
til að komast út úr efnahagsörðugleikun-