Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 29

Tíminn - 31.12.1982, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 29 fþróttaannáll 1982 dagsins ljós.Brasilíumenn urðu snemma uppáhald allra sem með keppninni fylgdust. Erik, vinur okkar, sagði aðeins: Stórkostlegt. stórkostlegt. Meðal annars bárust fréttir af starf- semi portkvenna á meðan HM stóð og vöktu þær mikla athygli. Einn gallharður framsóknarmaður lét þau orð falla í heyrn umsjónarmanns íþróttasíðunnar að slíkar fréttir væru vart við hæfi í málgagni sjálfrar „maddömunnar", jafn- vel þó djöf... líflegar væru. Það er nú SVO.' Hér heima hélt 1. deildarkeppnin í fótbolta áfram eins og ekkert hefði í skorist og ÍSÍ hélt hátíðlega svokallaðan Trimmdag. JÚlí Hvert stórliðið af öðru féll úr HM uns eftir stóð Ítalía og Vestur-Þýskaland. ítalirnir höfðu slefast í gegnum 1. umferðina, en virtust verða sterkari og sterkari með hverjum leiknum. Þeirra aðalhetja var markskorarinn mikli Paolo Rossi. Úrslitaleikurinn fór fram í Madrid 11. júlí og er skemmst frá því að segja að ítalir sigruðu 3-1. ítalska þjóðin, sem ku hafa mikla reynslu í því að „brjálast“, tók enn eitt kastið og vörðu hátíðarhöldin næstu vikurnar. Áfram Ítalía. Heim á fornar slóðir á ný. Guðrún Fema og Ingi Þór urðu enn sigursæl í sundíþróttinni er þau sópuðu að sér verðlaunum á Sundmeistarmótinu sem fram fór í Laugardalslauginni. Þegar hér var komið sögu voru Víkingar orðnir efstir í 1. deild knatt- spyrnunnar, en mörg lið komu á hæla þeim, ÍBV, KR, fA UBK.... Frjálsíþróttamenn gengust fyrir mik- illi hátíð í Laugardal og steyptu saman Reykjavíkurleikum landskeppni og Norðurlandabikarkeppni kvenna. Margt frægra íþróttagarpa var þar samankom- ið, engin þó frægari en norska hlaupa- drottningin Grete Waitz. Agúst Nleira um frjálsar íþróttir. ísland hafnaði í öðru sæti í Kalott keppninni og vakti mikla athygli árangur íslensku stelpnanna, en þær sigruðu með yfir- burðum í kvennakeppninni. Þá brá fótboltalandsliðið sér yfir pollinn til Færeyja og sigraði frændur vora blessaða í tvígang. Áfram ísland. Stórliðið Manchester United kom hingað til lands í byrjun mánaðarins og lék gegn Val og KA. Að sjálfsögðu sigruðu enskir með nokkrum yfirburð- um. Mesta athygli vakti gamli „sólarinn" og sjarmörinn George Best, en hann lék með Val og KA gegn sínu gamla liði, Höfðu menn á orði að hann hefði litlu gleymt, hvorki utan vallar né innan. Nokkur eftirleikur varð vegna HM og sendinga (eða öllu heldur ekki sendinga) sjónvarpsins og Videosón frá keppninni. Hafði Tíminn m.a. viðtöl við fimm menn í þessu sambandi: Ellert Schram, knattspyrnuáhugamann, Ellert Schram, fyrrum landsliðsfyrirliða, Ellert Schram, ritstjóra DV, Ellert Schram, útvarps- ■ Oddný Árnadóttir jafnaði ís- landsmetið í 400 metra hlaupi í Ágúst. ráðsmann og Ellert Schram hjá Vieosón. Voru þeir mjög ósammála um sendingar þessar. Stelpurnar í Breiðabliki tóku snemma sumars forystuna í 1. deild kvenna í fótboltanum og létu þær ekki staðar numið fyrr en yfirburðasigur var í höfn. Sigurður Pétursson varð sigurvegari í karlaflokki og Solveig Þorsteinsdóttir sigraði í kvennaflokki á íslandsmótinu í golfi, sem fram fór á Grafarholtsvelli. Sannarlega kominn tími tii að Siggi sigraði á íslandsmótinu. All sérstætt íþróttamót fór fram í Hljómskálagarðinum um miðjan mán- uðinn. Keppt var m.a. í snú-snú, sipþi; kasssabílarallí, húlla og reiðhjólarallí. Jibbí, og þá var nú gaman. ÍR-ingar nældu í sinn ellefta Bikar- meistaratitil í frjálsum íþróttum og sigruðu krakkarnir hans Guðmundar með nokkrum yfirburðum. -Oddný Árnadóttir jafnaði íslandsmetið í 400 m hlaupi. en þessi ir.ikla frjálsíþrótta- drottning var mikið í sviðsljósinu sl. sumar. „Siglingar eru ört vaxandi íþrótta- gtein" sagði Tíminn í uppsláttargrein. Og þá vitum við það. Skagamenn urðu Bikarmeistarar í karlafótboltanum er þeir sigruðu Kefl- víkinga í úrslitaleik með 2 mörkum gegn einu. Kvennalandsliðið í fótboltanum kom á óvart í Noregi og náði jafntefli gegn heimamönnum. Áfram stelpur. ■ Sigurgleði var mikil í herbúðum Itala eftir heimsmeistarakeppnina; hér er Dino Zoff aldursforseti keppninnar og fyrirliði Itala borinn í gullstóli af öðrum leikmönnum liðsins eftir úrslita- leikinn. ■ Arnór Guðjohnsen átti stjörnuleik í jafnteflisleiknum gegn Hollandi í byrjun september. Áfram ísland! Gleðilegt nýtt ár Þökkum starfsfólki og viðskiptavinum samstarfið og viðskiptin á liðnum árum Pólarsfld h.f. Fáskrúðsfirði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.