Réttur - 01.06.1942, Side 7
um þeirra tókst að fylkja öllu varaliði því, er þeir
höfðu á takteinum, leggja þeim til orustu á austur-
vígstöðvunum og skapa sér mikinn liðsmun og yfir-
buröi í herútbúnáði á einum hluta vígstöövanna.
Á því getur enginn vafi legið, að Þjóðverjum hefði
ekki orðið neitt ágengt á vígstöðvum vorum, ef ekki
hefði verið svo í haginn búið.
En hvemig stóð á því, að þeir gátu vígbúið allt
varalið sitt og skipað því til orustu á austurvig-
stöövunum? Það stóð svo á því, að þeir gátu gert
þessar sóknaraðgeröir sér aö hættulausu vegna þess,
að aðrar vígstöðvar voru ekki til annars staðar í
Evrópu.
Þess vegna er þaö meginorsök áð taktískum sigr-
tun Þjóðverja á vígstöðivum vorum á þessu ári, áð
þeir gátu fylkt öllu varaliði sínu á austurvígstöðv-
amar og náð þannig yfirburðum í mannafla og
hergögnum á suðvesturhluta austurvígstöðvanna,
en þurftu ekki áð óttast vígstöðvar annars staðar
í Evrópu.
Vér skulvun gera ráð fyrir, að aörar vígstöðvar
væru í Evrópu, svo sem var á dögum hinnar fyrri
Heimsstyrjaldar. Vér skulum einnig gera ráð fyrir,
að vígstöðvar þessar útheimtu 60 þýzk herfylki og
20 herfylki bandamanna þeirra. Hver mundi þá
vera staða hinna þýzku herja á vígstöðvum vorum?
Þáð er ekki erfitt að geta sér þess til, -aö hagur
þeirra væri hinn hörmulegasti. Og þó er með þvi
ekki tekiö nægilega djúpt í árinni því að þá væri
farið að síga á ógæfuhlið hjá fasistasveitum Þjóð-
verja. Þá mundi rauði herinn ekki vera þar sem
hann er nú, heldur einhvers staðar nálægt Pskov,
Minsk, Zlrtomir og Odessa.
Það þýðir, aö fasistaher Þjóðverja hefði á þessu
sumri verið kominn að fótum fram. Þegar svo hefur
ekki orðið er það vegna þess, að Þjóöverjum var
71
L