Réttur - 01.06.1942, Blaðsíða 69
Gabriel Peri var einn af fremstu leiðtogum verka-
lýösstéttarinnar og frönsku þjóðfylkingarinnar. í öll-
um löndum var vitnað í greinar þær, sem hann rit-
aöi í „l’Humanite1* um alþjóöastjórnmál, og þær
endurprentaðar. Þaö var óblandin nautn að lesa þær.
Hinar snjöllu ræður hans í franska þinginu vöktu
almenna aðdáun. Þótt hann væri aðeins 39 áfa
gamall þegar hann lét líf sitt, hafði hann unnið
fyrir málstaö fólksins samfleytt í 25 ár. Hann treysti
alþýðunni og sótti styrk sinn til fólksins. Þaö traust
hans gaf honum hetjuhug til að standast heift og
grimmd nazistanna til hinztu stundar.
Gabriel Peri var fæddur í Toulouse áriö 1902. Ung-
ur gekk hann í félagssamtök ungra sósíalista. Síö-
ar gekk hann í Sósíalistaflokkinn og varö stuönings-
maður byltingai’innar í Rússlandi. Nítján ára gam-
all var hann settur í fangelsi fyrir starfsemi sína
gegn stríði. En þaö vann ekki bug á honum. ÁriÖ
1923 var hann aftur dæmdur fyrir baráttu síha
gegn því, aö franskur her væri látinn hernema Ruhr-
héraðið. Sex árum síöar var hann enn lokaður inn-
an fangelsismúra fyrir hina áhrifaríku baráttu sína
gegn fasismanum.
Áöur en hann gerðist starfsmaöur við „l’Hum-
anite“ 1924, var hann einn af leiötogum ungkomm-
únistasambandsins. Síöar var hann kosinn 1 miö-
stjórn Kommúnistaflokksins, kosinn til þings og ár-
ið 1936 varð hann varaformaöur utanríkismálanefnd-
ar.
Gabriel Peri var mjög þekktur í Genf og sótti
hann flesta fundi þjóöabandalagsins þar. Hin ágæta
tungumálakunnátta hans (í ensku, rússnesku, þýzku,
spönsku og ítölsku), kom honum 1 góöar þarfir,
þegar hann skrifaði um viöburði alþjóöastjómmál-
anna.
133