Réttur - 01.06.1942, Síða 76
„Vér trúum því ekki að þessi fórji færi oss frið
Vamarvirki Tékkóslóvakíu vernda ekki aðeins Litla
Bandalagið og Ballianbandalagið, vernda leiðina tilDónár
fljóts, Ballamskagans og Litlu-Asíu, þau vernda ekki
einungis líf Tékkóslóvakíu, heldur einnig og engu síð-
ur líf franskra manna”.
„Friður þýðir að gleyma þessum myrka sorgarþætti,
sem þér nú hafið skrifað. Að binda endi afsláttar-
pólitíkina. Það verður að hrífa meginland Evrópu og
Pyreneaskagann úr helgreipunum. Það verður að gefa
þeim þjóðum að nýju það traust, sem þær nú hafa_
glatað, á skuldbindirngum Frakklands. Þér hafið und-
irritað ósigur hartleikinnar en frjálsrar þjóðar. Fað
verður í baráttu gegn yður, sem friðurinn verður
tryggður”.
Þegar nazistarnir höfðu tekiö Prag', sex vikum
síðar, beindi Gabriel Peri þessurn orðum til stjómar
Daladiers:
„Ófriðarhættan í vestri er nú meiri en nokkru sinni
fyrr. I»ér hafið með eigin höndum eyðilagt allt, sem
gat jafnað kraftahlutfó'Uin í austri. Þegar ég lit til
baka yfir árangurinn af stjórnarstefnu ykkar kemur
mér í hug kirkjugarður eða ömurleg óbyggð”.
Myndu fjandmennirnir hafa vaðið yfir Frakkland
á fjörutíu dögum, ef þessum orðum hefði verið gaum-
ur gefinn? Myndi öryggi Frakklands og bandalög
þess hafa veriö eins auðveldlega eyðilögö og raun
bar vitni? Myndi fimmta herdeildin, sem opnaði
landamærin við Sedan og gaf París á vald fjand-
mannanna, þá hafa veitzt eins létt að vinna fólsku-
verk sín?
Franski Kommúnistaflokkurinn og „rHumamte“
börðust gegn Munchenstefnunni til síðustu stundar.
Með hinum miskunnarlausu ákæruskrifum sínum
varaði Gabriel Peri frönsku þjóðina við svikastarf-
semi fimmtu herdeildarinnar, sem í nánu samstarfi
140