Réttur - 01.06.1942, Blaðsíða 57
irnir og sjóleiöin til Indlands breyttu stefnu verzlun-
ar og siglinga. En þess varð þó ekki langt að bíöa,
aö Miðjaröarhafiö yrði aftur heimshaf eins og að
fornu. Það má segja, að sjóleiðin til Indlands og ný-
lenduvinningar hinna mjögsiglandi þjóðríkja Evrópu
hafi valdiö því óbeinlínis. Á 18. öld leggur England
undir sig Indland og brýtur flotaveldi Hollendinga
og Frakka á bak aftur. Þaö gat ekki hjá því farið,
aö England mundi veröa að leita hagkvæmari gagn-
vegar til Indíalanda en hinnar löngu leiðar suður
fyrir Afríku. Miöjaröarhafiö, elzta verzlunarbrautin
til Indlands, blasti viö. Ensk verzlunarskip taka nú
aö venja komur sínar til MiÖjarðarhafs, sérstök
verzlunarfélög eru stofnuö til aö reka viöskipti á
þessum slóðum. í byrjun 18. aldar geysar Evrópu-
styrjöld mikil, það er hætta á, að Frakkland og
Spánn sameinist og lúti sama konungi. Jafnvægi
álfunnar er í voða. England snýst öndvert gegn
jafnvægisröskuninni, fremsti herforingi þess er for-
faðir núverandi forsætisráöherra Englands, Marl-
borugh. Árið 1704 sigla nokkrir enskir aðmírálar inn
í vestanvert mynni Miöjaröarhafsins og taka Gíbralt-
ar, sem taliö er síðan eitt öflugasta sjóvígi 1 heimi.
Á friöarfundinum í Utrecht 1713 er hertákan staö-
fest, og Gíbraltar hefur verið ensk eign æ síöan.
Lykillmn aö fordyri Miðjaröarhafsins var í höndum
mestu siglingaþjóöar heimsins. Þaö var upphafiö.
Á sömu öld og England stingur á sig öörum lykli
Miðjarðarhafsins tekur mikið meginlandsríki að leita
til hafsins. Það var Rússland. Pétur mikli brýtur
Rússlandi braut til Eystrasalts og byggir þar nýja
jhöfuöborg. Katrín mikla Rússadrottning hrekur
Tyrkja burt úr suöurhérööum Rússlands við Svartar
haf, í byrjun 19. aldar hefur Rússland slegið eign
sinni á Bessarabíu, landamæri þess eru komin að
Pruthfljótinu og Dónárósum. En hugur Rússlands
121