Réttur - 01.06.1942, Blaðsíða 84
nazistana, setja járnbrautarlestir út aí cpoiinu,
fremja skemmdarverk.
Innrásin í Frakkland myndi verð'a mikið um alls-
herjaruppreisn í Frakklandi.
Hvenær verður það merki gefið?
Jón Óskar
Gydíngahatur
Kvöld eitt, meðan rigningin lamdi rúðumar og
myrkrið huldi útsýn yfir borgina, labbaði ég fram
og aítur í herbergi mínu og vissi ekki upp á hverju
ég ætti að taka. Þá eru barin fimm áfjáð högg á
hurðina hjá mér.
Nú var ekki um nema einn mann að ræða, sem
þannig barði að dyrum hjá mér, og þá datt mér í
hug, svona eins og rnanni detta í hug ólíklegustu
hlutir, aö kasta framan í hann, eins og vatni úr fötu,
óvæntri spumingu, svo að hann vissi ekkert hvaö-
an á sig kæmi veðrið.
Ég setti mig í stellingar andspænis dyrunum, stóö
gleitt, en krosslagði handleggina á brjóstinu — og
þannig stóð ég, þegar dymar opnuðust og kunn-
ingi minn stóð á þröskulldinum, öldungis granda-
laus.
En þá fór ööruvísi en ég hafði búizt við. Hann
brýndi röddina engu síður en ég og svaraði um leið:
Ég er Gyðingahatari!
Þetta kom flatt upp á mig.
Og hvers vegna, spurði ég?
Hann var kominn inn og lokaði dyrunum. Jú,
sjáðu til, sagði hann, og svo komu miklar oröaleng-
148