Réttur - 01.06.1942, Blaðsíða 48
/
En boöskapur MúhameÖs viröist hafa átt vel við
landa hans, fylgismönnunum fjölgaði óöfluga. Og
brátt varö söfnuöur hans aö pólitískum flokki, og spá-
maöurinn sjálfur stjórnmálamaður. Á tíu árum
lagði hann xmdir sig Arabíu, og áriö 632 dó spá-
maðurinn, ókrýndur konungur landsins, en Allah
var einn guö bess.
Hreyfing MúhameÖs komst nú í hendur kalíf-
anna eöa eftir manna hans, þeir ávöxtuöu arf spá-
mannsins trúlega, og sumir kalifanna eru án efa
fremstu herforingjar og stjórnmálamenn, sem Aust-
urlönd hafa aliö.
Þaö voru þessir menn, sem skópu heimsríki, er
náði frá bökkum Indusfljótsins til Suöur-Frakk-
lands. Einni öld eftir andlát spámannsins varö bylgja
sú, er harin hafði vakiö, stöövuö af Karli Martel,
hinum franska höfðingja og afa Karls mikla keis-
ara- Landvinningar Araba gjörbreyttu allri valdaaf-
stööunni í Miöjaröarhafslöndunum. Það var fyrst
það, aö Arabar réðu nú einir á öllum verzlrmar-
brautum milli Evrópu og Austur-Asíulanda bæöi á
sjó og landi. En þar viö bættist, aö öll lönd viö
sunnanvert Miöjaröarhaf frá Litluasíu til Pyrena-
fjalla lutu eftirmönnum spámannsins. Þaö var svo
sem auðvitaö, að kirkjan og kristin trú mundu aö
mestu leggjast niður í löndum þessum, enda þótt
þau væru æskustöðvar kristindómsins og heima-
hagar kirkjufeöranna.
ÞaÖ veru hinar fótfráu riddaraliösherir Araba, er
unnu þessa miklu sigra og lögöu undir sig heil
heimsríki. En Arabar voru ekki síður snjallir sjófar-
endur. Þeir byggja flota, leggja undir sig eyjarnar
Cyprus og Rhodos, þeir tóku jafnvel land á Suöur-
ítalíu, þótt þeir yröu brátt að hörfa þaðan, en Sik-
iley imnu þeir á 9. öld. En þaö var líka síðasta
112