Réttur - 01.06.1942, Blaðsíða 98
kirkjulífi uppi, en lA var varið til vamar hættunni,
sem af flakkandi þurfamönnum stóð.
Á öldum, þegar þjóðirnar voru svo fátækar, að
einungis æðri stéttimar gátu lifað menningarlífi,
leyfir sagnfræðin varla að fella dóm um, hvort axö-
nýting sem þessi var siðferðislega rétt eða röng,
heldur um hitt, hvort hún var framkvæmd á mann-
sæmandi hátt og hvort æðri stéttirnar fullnægðu
eöa brugðust'hlutverki sínu í menningarþróuninni.
Alhliða blómgun, sem varð hér öldina eftir daga Giss-
urar og menning okkar nýtur allan aldur, hefði ekki
orðið sú, sem hún varð, án tíundarlaganna. Skugga-
hliðar gleymast, og auk þess er óhætt að segja, að
hið skuggalegasta í höfðingjavaldinu okkar forna
átti sér orsakir, sem kirkjan réð eigi við. Það er Giss-
uri mikil sæmd, að hann kom á tíundarlögum^og
réð því, að féö yrðinotað til mennta- og mannúðar-
þarfa, að svo miklu leyti, sem tímabært þótti hér
nyrðra.
í banalegunni 22 árum síðar mælti Gissur: „Grafi
þér mik hvergi í nándir föður mínum, því at ek em
þess eigi verör at hvíla honum nær“. Vera má, er
hann minntist baráttu föður síns, að þá hafi hann
iðrað þess að hafa í allmörgum atriðum tekiö frið-
inn og höföingjahyllina fram yfir réttlæti guös. En
af réttvísi sinni fékk hann þau eftirmæli, að hann
hefði verið bæði konungur og biskup yfir landinu.
„Svá féll mörgum manni nær andlát Gizurar bysk-
ups, at aldrei gekk ór hug, meðan þeir lifðu. En þat
kom ásamt með öllum mönnum, at hans þóttusk
aldrei iögjöld fá“.
Óeigingimi Gissurar fyrir ætt sína kom fram í því,
að hann gaf Skálholt til biskupsseturs „ok margra
kynja auðævi önnur, bæði í löndum ok í lausum
aurum“ og til eftirmanns kaus hann engan náfrænda
sinn, heldur Þorlák, frænda Halls gamla í HaukadaJ.
162