Réttur - 01.06.1942, Blaðsíða 54
ast að þessari gömlu þjóðbraut menningarinnar og
verzlunarinnar. Það var Nikulás 1., sem gerði orðin
fleyg um sjúka manninn við Bosporus. Þaö var sótt
hins hafnlitla stórveldis í útrás til stærri hafa. Þetta
var fyrsti biðillinn, sem reyndi gæfuna á Miðjarðar-
hafi eftir langa bið. En þá biðu hin önnur stór-
veldi ekki lengur boðanna. Frakkland og England,
bæði mikil nýlenduveldi, uppgötvuðu nú, að Mið-
jarðarhafið var einnar orustu virði. Þegar Italía
varð þjóðríki og sameinaðist um miðja 19. öld, þá
var það lýöum ljóst, að Miðjaröarhafið hafði unn-
ið upp aftur sitt fyrra sögulega gengi.
Heimsveldi Múhameðs gat öldum saman boðið
krossi Hvítakrists byrginn, því menning þess bar ægis-
hjálm yfir hinn kristna heim. En menningarþróxm
kristinna landa Evrópu óx svo að vizku og vexti á
þeim þrem öldum, sem liðu frá því Sólímann stóðvið
hlið Vínarborgar og þangað til stjórnmálamenn Ev-
rópu fóru að venja komur sínar að sjúkrabeðnum í
Konstantínópel, að sjá mætti fyrir að hinum virtu
læknum mundi takast að koma þessum langlífa öld-
ungi fyrir kattamef.
III. Penelópa og biðlar hennar
1.)
í lok 13. aldar má segja, að sókn miðaldakristn-
innar suöur í ríki Islams sé með öllu lokið. Árið 1291
fellur síðasta vígi kristinna manna í Palestínu, Akk-
on í Jerúsalemsríki. í tvö hundruð ár höfðu kristnir
herkonungar, studdir helgivaldi kirkjunnar og fjár-
magni og siglingamætti ítalskra verzlunarlýðvelda,
reynt að leggja undir sig hin auöugu lönd við aust-
anvert og sunnanvert Miðjarðarhaf, en tilraunin
hafði misheppnast. En í sama mund og þessi tíðindi
gerðust brá fyrir bliku í noröurátt. Norðan af há-
sléttum Mið-Asíu réðust ríðandi hjarömannaflokkar.
118