Réttur - 01.08.1952, Qupperneq 13
RETTUR
205
hlutverki, meðan „framsveitin“ var aðeins ein, meðan hún
varð að gegna framsveitarhlutverki sínu óstudd að kalla.
En þetta var í þann tíð. Nú er öldin orðin önnur. Nú þegar
nýjar „framsveitir“ eru komnar til skjalanna allt frá Kína
og Kóreu til Tékkóslóvakíu og Ungverjalands þar sem eru
alþýðuveldin — nú er orðið auðveldara fyrir flokk vorn
að berjast, ójá, og starfið er farið að ganga líflegar. (Kröft-
ugt og langvarandi lófatak).
Þeir kommúnistaflokkar, lýðræðisflokkar eða verka-
manna- og bændaflokkar, sem enn eru ekki komnir til
valda og starfa með harðstjóm auðvaldsins yfir höfði sér,
eiga sérstaka athygli skilið. Fyrir þá er náttúrlega erfiðara
að starfa. En það er ekki eins erfitt fyrir þá að starfa eins
og það var fyrir oss, rússnesku kommúnistana á dögum
keisarans, þegar hið smæsta spor fram á við var lýst
þyngsti glæpur. En rússnesku kommúnistarnir stóðu stað-
fastir og létu ekki erfiðleikana vaxa sér í augum, og þeir
unnu sigur. Svo mun einnig vérða um þessa flokka.
Hvers vegna mun ekki verða eins erfitt fyrir þessa flokka
að starfa og var fyrir rússnesku kommúnistana á zartím-
anum?
Fyrst af því, að þeir hafa fyrir augum fordæmi um
baráttu og sigra, slík sem gefur að líta í Ráðstjórnarrikj-
unum og alþýðuveldunum. Af því leiðir að þeir geta lært
af mistökum og áröngrum þessara landa og auðveldað með
því móti sitt eigið starf.
Þar næst af því, að auðmannastéttin — aðalóvinur frels-
ishreyfingarinnar — er sjálf orðin önnur, hefur tekið gagn-
gerum breytingum, er orðin afturhaldssamari, hefur misst
tengslin við alþýðuna og hefur af þeim. sökum veikt að-
stöðu sína. Auðvitað eiga þessar aðstæður einnig að gera
hinum byltingarsinnuðu og lýðræðissinnuðu flokkum létt-
ara að starfa. (Kröftugt lófatakj, •
Áður fyrr gat auðmannastéttin leyft sér að þykjast frjáls-
lynd, hún hélt í heiðri botgaraleg lýðréttindi og vann sér