Réttur


Réttur - 01.08.1952, Page 16

Réttur - 01.08.1952, Page 16
Af nefstanum kviknar — — Smásaga eftir KOI. KÁRASON [Á Bíldudal er gefið út lítið fjölritað blað, sem heitir „Bíld- dælingur". Ritstjóri þess og útgefandi er Ingimar Júlíusson. Er þetta hið myndarlegasta blað og efni fjölbreytt. ,.Réttur“ hefur fengið leyfi til að birta þessa smásögu, er kom í „Jóla- blaði Bílddælings 1952“. Alls hafa komið út fjórir árgangar af „Bílddæling"]. Frá því fyrsta hafði Jói í Dalskoti fremur átt athvarf hjá dýrum en mönnum. Þegar hann sem ungbarn lá í rúms- horni móður sinnar, löngum einn, — því móðir hans, sem var vinnukona á bænum, varð að sinna störfum sínum, — var það gamla, gráa kisa sem huggaði hann er hann grét. Hún stökk þá upp í rúmið til hans, rak kalt og vott trýnið í andlitið á honum og sleikti af honum tárin með hrjúfri tungu sinni. Þá þagnaði hann, tók í eyrun á vinu sinni og káfaði um loðinn belg hennar. Síðan lagðist kisa hjá honum og lá þar þangað til hann sofnaði. Hann naut skamma stund samvista við móður sína. Hún fór burt í aðra sveit er hann var tveggja ára, en drengur- inn varð eftir hjá foreldrum hennar í hjáleigunni. Amma hans hafði hann með sér í fjósið, er hún mjaltaði, og hann lék sér þá í auða básnum og gældi við stóra, hringhyrnda hrútinn í stíunni. Fólkið lét hann afskiptalausan að mestu,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.