Réttur


Réttur - 01.08.1952, Page 18

Réttur - 01.08.1952, Page 18
210 RÉTTUR riðu hjá garði: — Þegar Jói kæmi á sveitina með allt sitt púðurlið, það yrði bölvaður baggi. I þorpinu úti á eyrinni haf ði margur smábóndinn stundað sjó á skútunum, einkum á vorin og haustin, eftir því sem búið gat af þeim séð, og það hafði fleytt mörgu heimilinu fram úr verstu örðugleikunum. Jói hafði verið þar við sjó í tvö vor, en hafði reynzt ónýtur fiskimaður og auk þess alltaf sjóveikur, ef eitthvað var að veðri. Hann þótti því ekki eftirsóknarverður í skiprúm, og er skipum fækkaði og að kreppti með atvinnu á eyrinni, var loku skotið fyrir það, að hann gæti sótt sér þangað tekjuauka. í fyrra hafði kona hans veikst hættulega og orðið að fara suður á spítala. Afleiðingin var sú, að Jói varð að leita til oddvitans eftir hreppsaðstoð. Hann hafði að vísu reynt að grynna á skuldinni eftir getu — jafnvel umfram getu — og hafði selt hreppsbúinu í þorpinu aðra kúna sína, þá yngri rauðskjöldóttu, sex vetra kú, sem alltaf hafði reynzt hið bezta. Jói hafði alið hana upp sjálfur. Oddvit- inn hafði greitt gott verð fyrir hana, því hann vissi, að Jói átti góðar skepnur. Jói hafði einsett sér að leggja hart að sér til að greiða þessa sveitaskuld að fullu á sem skemmstum tíma. Sárast var að sjá á bak Skjöldu, sem hann hafði alltaf dekrað við frá því hún var kálfur. Jói var ekki vanur að sækja mannamót eða skemmtanir. Þó hafði hann alltaf talið sér skylt að sækja helztu opinbera fundi, svo sem þingmálafundi og hreppsfundi, og þótt hann væri ekki áhugamaður um stjómmál tók hann jafnan þátt í kosningum eftir því, sem samvizkan bauð honum. Hann hafði að vísu ekki brotið heilann mikið um þau efni, þurfti þess ekki, því hann hafði fyrir því orð mætustu manna, að það var aðeins einn flokkur stjórnmálamanna, sem barðist fyrir hag bænda og gegn spillingu kaupstaða- lífsins í þjóðlífinu, og innan þess flokks vissi hann a. m. k. einn mann, sem sérstaklega lét sig hag þessa byggðarlags

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.