Réttur


Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 19

Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 19
RETTUR 211 miklu skipta. Það var því vandalaust að velja, er kosið var á milli þessa manns og fulltrúa hinna flokkanna. En nú vildi það svo til í dag, að halda átti hreppsfund í þorpinu. Það stóðu hreppsnefndarkosningar fyrir dyrum og hreppsnefndin hafði talið sér skylt, að gera grein fyrir starfi sínu og gefa almenningi kost á að láta ljós sitt skína yfir málefnin. Að vísu hafði Jói nóg að gera heima og hefði að líkindum ekki farið á fundinn, hefðu þeir ekki riðið hjá garði fyrir stundu, Sveinn á Gauksmýri og Einar á Fossi. Þeir höfðu kallað til hans að fara að hraða sér á fundinn, svo augljóst var, að þeir væntu hans þangað. Sveinn var landsdrottinn hans og hreppstjóri, og Jói hafði jafnan talið sér skylt að fara að orðum hans, enda hafði Sveinn látið hann njóta þess oftar en einu sinni, þó í litlu væri, og marga stundina hafði Sveinn rabbað við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Þá hafði Sveinn einkum rætt um ófarnað þann, sem þjóðinni stafaði af yfirgangi verka- lýðs í bæjunum, einkum kaupstrekkingi, og þeirri andlegu og efnislegu spillingu, er sigldi í kjölfar slíkrar starfsemi. Einkum lagði Sveinn áherzlu á þá hættu, er sveitunum stafaði af þeim lifnaðarháttum, sem þessi kaupstaðalýður vildi koma á hjá alþýðu manna, og ekki gæti á nokkurn hátt samrýmst hag þjóðarinnar. Það var því úr, að Jói söðlaði Rauð sinn og reið út að Eyri, og nú var hann setztur í fundarsalnmn utarlega, því fundurinn var fyrir nokkru hafinn og salurinn að mestu skipaður. Bændurnir höfðu komið snemma og sátu innar- lega, en kringum Jóa sátu aðallega verkamenn og sjómenn, sem höfðu ekki tamið sér stundvísi um of, og hann kunni ekki rétt vel við sig í þessum hópi eins og á stóð, þótt hann væri málkunnugur þessum mönnum og þekkti þá flesta að góðu einu. En hér mundi eflaust verða deilt, og sjónar- mið hans risa gegn sjónarmiðum þeirra. Honum fannst eins og hann væri einangraður frá samherjum sínum og þyngdi í skapi. Athugasemdir ungu mannanna, sem komu 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.