Réttur


Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 21

Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 21
RETTUR 213 þetta harðast niður á bændum. T. d. fengist nú enginn til að vinna sveitavinnu nema fyrir uppstrekt kaup, en æsku- lýður sveitanna léti ginnast af þægindum og auðfengnum lífsgæðum kaupstaðanna og ánetjaðist spillingunni þar. Tók hann sem dæmi um ánýðsluna á bændum, að viðskipti þeirra við kaupstaðabúa væru á ýmsan hátt torvelduð. Þannig væri hið slæma ástand vega í sveitinni orsök þess að bændur framleiddu ekki mjólk til sölu. Hefði verið í lófa lagið að verja fé hreppsins til vegabóta og jafnvel til að kosta flutning mjólkur til þorpsins, þvi bændur hefðu annað að gera en að standa í tímafrekum og erfiðum kaup- staðarferðum daglega allan ársins hring. Þetta hefði hreppsnef ndin vanrækt með öllu, en keypt í þess stað niður- nýdda jörð og hafið þar búrekstur með aðkeyptu fóðri, skrapað saman eitthvað af lélegum kúm og sett yfir þetta ónýtan mann á háu kaupi. Síðan væru útsvörin hækkuð ár frá ári, sérstaklega á bændum, til þess að standa straum af taprekstrinum. Þegar hér var komið var Jóa farið að hitna í hamsi. Þarna fannst honum Sveinn hitta naglann á höfuðið, þessu yrði ekki neitað. Athugasemdir sessunauta hans voru fam- ar að vera all þungyrtar og öðru hvoru kölluðu þeir fram í fyrir Sveini. í hvert skipti fannst Jóa eins og þessum skeytum væri einnig beint til sín, og sársaukinn sem þau ollu vakti reiði hans og óvild til þessara glottandi náunga, svo hann varð að sitja á sér að senda ekki glósurnar til baka. En Sveinn lét sem ekkert væri og það hélt aftur af Jóa. Hann sá eftir því að hafa setzt 1 þennan hóp, þótt þetta væru sumt hálfgildings kunningjar hans. Sumir þess- ara manna voru líka harðvítugustu verkalýðsforsprakkarn- ir, sem höfðu í fyrra staðið að verkfallinu hjá Kaupfélaginu og hindrað útskipun á kjötinu. Það hafði verið búið að senda eftir bændum inn í sveit til að vinna, en þeim hafði verið snúið aftur og kaupfélagsstjórinn gefizt upp og sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.