Réttur - 01.08.1952, Side 22
214
RETTUR
ið þegar vitað var, að kjötinu yrði annars ekki skipað upp
fyrir sunnan.
Sveinn hélt áfram að ræða um hreppsbúið og tíndi til
dæmi eftir dæmi um afglöp oddvitans. Hann var búinn að
tala sig upp í hita og sást lítt fyrir. Sumar athugasemdir
hans fannst Jóa vafasamar og þær verkuðu á hann eins
og óvænt vatnsgusa í andlitið. Hann heyrði reiðikurr í saln-
um og fannst Sveinn hafa talað af sér. Þegar Sveinn hélt
áfram að úthúða bústjóranum og kaupafólkinu fyrir svik-
semi, þá fannst honum vopnin vera að snúast í höndum
hans og líkast því sem eitthvað uggvænlegt væri í aðsigi.
Sveinn fór að tala um kýmar. Ýmist hefðu verið keyptar
gamlar, aflóga kýr eða misheppriaðir gripir, sem hefðu
átt að fara beint undir hnífinn. Hann lýsti þessum kýrkaup-
um nánar og tók dæmi. Jóa var ekki farið að lítast á blik-
una. Ekki gátu blessaðar skepnurnar að því gert, þótt ekki
væri allt sem skyldi. Hann hafði sjálfur komið í fjósið og
séð að kýrnar litu yfirleitt vel út, þótt sumar væru ber-
sýnilega gamlar og lélegar, og hann taldi sig hafa dálítið
vit á kúm. Hann var hissa á Sveini að tala svona og sárnaði
orð hans. Allt í einu hrökk Jói við eins og hann hefði verið
stunginn. Sveinn hafði nefnt rauðskjöldu hans, kúna sem
hann hafði selt oddvitanum fyrir búið í fyrra.
,,Mér er það sérstaklega kunnugt, að kýrin, sem oddvit-
inn keypti af Jóa í Dalskoti var hinn mesti bölvaður galla-
gripur. Hún var að vísu ekki gömul, en hafði fengið doða
við hvem burð og aldrei komizt í neina nyt. Hún var til
þess eins að lóga henni, en þó hefur henni auðvitað hrakað
enn síðan búið tók við henni. Auk þess var það sérstakur
glópsháttur að láta Jóa í Koti, sem allir þekkja, vefja sér
um fingur eins og oddvitinn gerði, því auk alls annars var
kýrin kálflaus í þokkabót. Verðið tala ég ekki um, það var
sú fjarstæða".
Það suðaði fyrir eymnum á Jóa, hann hafði hjartslátt
og hendur hans titruðu. Honum lá við andköfum eins og