Réttur - 01.08.1952, Síða 28
220
RETTUB.
félög frammi fyrir spurningunni um það, hvort hafið skyldi
raunverulegt verkfall eða framkvæmd þess frestað, þar til
séð yrði hvernig málin snerust fyrir sunnan. Þess ber að
gæta að á starfssviði þessara félaga var engan stóratvinnu-
rekstur að stöðva, sem verulega tilfinnanlegt hefði verið
fyrir atvinnurekendastéttina í heild. Stjórn Verkamanna-
félagsins, sem forystu hafði í öllum þessum málum hér á
Akureyri, hikaði þó ekki. Hún leit svo á, að öllum félögum,
sem þátttakendur væru í þessum samtökum sem fullgildir
samningsaðilar, bæri að taka fullan, virkan þátt í barátt-
unni. Á fundi í félaginu 30. nóv. lagði stjórnin til að verk-
fallið kæmi til fullra framkvæmda daginn eftir og var það
samþykkt einróma. Var þar kosin verkfallsstjórn. Eining
kaus einnig verkfallsstjóm og síðar bættust þar við full-
trúar þeirra félaga, sem gerðu samúðarverkfall.
Verkfallið hófst svo á tilsettum tíma og stóð jafnlengi
og í Reykjavík. Engin veruleg tilraun var gerð til verk-
fallsbrota hér í bæ, enda strangur vörður hafður allan
sólarhringinn. Formaður Verkamannafélagsins,Björn Jóns-
son, hafði verið kosinn í aðalsamninganefnd félaganna, en
vegna verkfallsins kom hann hingað norður strax að loknu
Alþýðusambandsþingi og hafði á hendi forystu verkfalls-
stjómarinnar. Eftir því sem á leið og verkfallið varð víð-
tækara uxu verkefni verkfallsstjórnarinnar. Til hennar
beindist stöðugur straumur beiðna um undanþágur, einkum
i sambandi við afgreiðslu bensíns og annað þ. h. Fæstum
beiðnum var svarað játandi. Frá byrjun var leyfð afgreiðsla
á olíu og kolum til húsakyndinga. Þótt ekki væru nein vem-
leg brögð að tilraunum til verkfallsbrota, var þó um ýmis-
konar smápot að ræða svo að hafa þurfti sifellt vakandi
auga á öllu.
Við Laxárvirkjunina kom til dálítilla árekstra. Verka-
menn af Akureyri lögðu þar niður vinnu á sama tíma og
verkamenn í bænum. Þar sem hér var um verkfall að ræða
hafði enginn leyfi til að taka upp vinnu í stað þessara